föstudagur, desember 28, 2007
Þá er komið að tónleikunum sem ég hef beðið svo lengi eftir. Við æfðum Náttsöngvana í Kristskirkju í kvöld (fimmtudag). Hljómburðurinn er alveg æðislegur fyrir þetta verk. Það er virkilega hægt að leyfa sér að syngja veikt. Það má sjá smá bút í lok tíu frétta í kvöld.
Ég er viss um að þetta eigi eftir að verða æðislegt þegar allir eru á tánum á tónleikunum. Ég held að það sé að verða uppselt. Það verður svo æðislegt að taka verkið aftur í Skálholti í júlí næstkomandi. Hlakka þegar til!
miðvikudagur, desember 19, 2007
Þar með hefst alþjóðlegi ferillinn manns.
Það vantar reyndar nöfn einsöngvaranna en það verða Hulda Björk og Ágúst Ólafsson
Sala Filharmonii
Chór Filharmonii Islandzkiej
Magnus Ragnarsson – dyrektor artystyczny
Orkiestra Filharmonii im. W. Lutoslawskiego
J. Brahms - Ein Deutsches Requiem
Data: 2008-04-20
Godzina rozpoczęcia: 18:00
þriðjudagur, desember 18, 2007
Annars hefur verið ansi mikið um að vera á aðventunni. Ég fór austur til Kára til að spila á aðventutónleikum ásamt Jóhanni Friðgeiri. Ég spilaði að miklu leyti á hörpu! Tónleikarnir voru kl. 16 á Eskifirði á sunnudeginum og við ætluðum að ná flugvélinni frá Egilsstöðum kl. 18. Við hlupum út strax eftir lokatóninn, ég, Jói og tvær stelpur úr hljómsveitinni. Svo var svo svakaleg blindhríð að við þurftum að keyra á 20 km hraða og mættum á flugvöllinn tíu mín. eftir að vélin fór. Ég missti af Hljómeykisæfingu, Jói átti að syngja á aðventukvöldi í Bústaðarkirkju og fiðluleikarinn varð að hafna einu giggi. Svona erum við gráðug þetta tónlistarfólk.
Ég spilaði svo líka á tónleikum hjá Steina í Neskirkju þar sem flutt var tveggja tíma verk eftir Handel fyrir kór, einsöngvara og barokksveit. Ég spilaði á orgel úr Seltjarnarneskirkju og þurfti að plokka hverja einustu nótu út og færa hana niður um eitt sæti. Það gekk alveg nema fyrir neðstu áttundina og gat ég því ekkert notað hana sem var dálítið ruglandi. Svo var orgelið ekki beint hreint í þessari stillingu og ég þurfti að vera mjög vakandi yfir hvaða hljóma ég spilaði, eða öllu heldur hvernig ég spilaði þá. En tónleikarnir heppnuðust vel og vöktu mikla hrifningu.
Fílharmónían söng 8 des í dagskrá í Hallgrímskirkju í forföllum fyrir annan kór og hélt svo sína aðventutónleika 9 og 12 des í Langholtskirkju. Það var alveg þrusustemmning og margir alveg yfir sig hrifnir, sérstaklega af lagavalinu enda gekk ég nokkurn veginn frá því í ágúst. Stykkið mitt frá í fyrra vakti mikla hrifningu, bæði meðal kórfélaga og áhorfenda sem og útsetning Trond Kvernos á Heims um ból.
Á sunnudaginn var svo aðventukvöld í Áskirkju þar sem m.a. var flutt Maríumúsík eftir Anders Öhrwall fyrir kór, upplestur og fimm manna hljómsveit. Það svínvirkaði sem betur fer enda mjög grípandi stykki sem hentar vel fyrir svona guðsþjónustur. Ég reikna með því að flytja það aftur að ári enda var formaður sóknarnefndar mjög ánægður með það og vonandi verður ekki vandamál að fá fjármagn
Annars er það af fjölskyldunni að frétta að Ísak er örugglega kominn á "The terrible two" aldurinn. Hann er búinn að öskra og væla í allan dag og gera foreldra sína brjálaða. Dagmamman hans hættir núna á fimmtudaginn en hann kemst nokkuð örugglega inn á Leikskóla Kfum og k í janúar og við erum alveg hæstánægð með það.
þriðjudagur, desember 11, 2007
Það er strax komin umfjöllun frá Silju Aðalsteins um tónleikana. Virgo gloriosa |
Aðventutónleikar hafa yfir sér sérstakan blæ hátíðleika og tilhlökkunar. Annað árið í röð sótti ég í gærkvöldi aðventutónleika Söngsveitarinnar Fílharmoníu í Langholtskirkju og naut þeirra ekki síður en í fyrra. Að vísu var meiri hluti efnisskrárinnar sá sami og eðlilega verður maður ekki eins hissa í annað sinn og maður var í fyrsta sinn, en í stað undrunar kom meiri nautn og þessi einstaki sæluhrollur sem grípur mann þegar maður þekkir það sem kemur og man. Fyrsta gæsahúðin fór um kroppinn undir "Ég vil lofa eina þá," yndislegu lagi Báru Grímsdóttur við gamla helgikvæðið um Maríu, hina dýrlegu mey. Svo heyrði ég í annað sinn verkið "Spádóm Jesaja" eftir stjórnanda kórsins, Magnús Ragnarsson. Það var alveg eins leikrænt, fjölbreytt og skemmtilegt og mig minnti. Annar einsöngvari kvöldsins, Nanna María Cortes, spreytti sig síðan á Ave Maríu Kaldalóns sem varð henni svolítið erfið. Mun betur tókst henni upp í einsöngnum í norska tónverkinu "Toner julenatt", þar sungu systkinin Nanna María og Aron Axel Cortes Heims um ból hluta verksins en kórinn óf hljómavef í kringum þau. Það var afar fagurt og sérkennilegt. Eftir hlé var byrjað á "Hátíð ríkir höllum í", eftir Svanfeldt við íslenskan texta Gunnlaugs V. Snævars. Þar klýfur Magnús kórinn, hefur hluta innst við altarið en annan hluta baka til í kirkjunni. Rosalega fallegt og áhrifamikið verk. Þar næst var komið að fyrsta "nýja" verkinu um kvöldið, franska laginu "Ding dong!" sem er sungið á ensku, kraftmikið og fjörugt. Aron Axel söng með í næsta lagi sem líka var nýtt, "Il est né" - Hann er fæddur - óvenjulegu og líflegu lagi. Næsta nýja lag var "The twelve days of Christmas", heillandi lag við þjóðvísuna makalausu þar sem stúlkan telur upp allt það sem unnustinn gefur henni (eða pilturinn telur upp allt það sem unnustan gefur honum, ég held að þetta sé ekki hægt að kyngreina) jóladagana tólf, allt frá fasananum í perutrénu að trommuleikurunum tólf. Kórinn söng þetta verk af miklum krafti, raddsetningin var óvænt og skemmtileg. Sérstaklega gaman var þegar allur kórinn beljaði tölurnar en sópraninn einn taldi upp gjafirnar. Æðislegt! Ennþá fegurra var næsta nýja lag, Ave Maria eftir sextándu aldar tónskáldið Giulio Caccini sem Nanna söng með kórnum. Þvílíkur unaður. Og bjó fulla kirkjuna undir lokaatriðið, "Magnificat" eftir kórstjórann sem frumflutt var á tónleikunum. Textinn er tekinn úr Lúkasarguðspjalli og er lofsöngur Maríu meyjar til guðs: "Önd mín miklar Drottin og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum. Því hann hefur litið til ambáttar sinnar í smæð hennar, héðan af munu allar kynslóðir mig sæla segja." Þetta er aðlaðandi verk, ekki eins leikrænt og "Spádómur Jesaja" en með glæsilegu einsöngshlutverki sem Nanna skilaði með bravúr. Hún var þá orðin verulega heit og tók "Ó helga nótt" sem uppklappslag eins og ekkert væri. Tónleikagestir héldu út í nóttina með fallega rödd hennar hljómandi í huga sér - og allt í einu var sjálfsagt að hlakka til jólanna. |
fimmtudagur, nóvember 22, 2007
Ég verð eiginlega að biðjast afsökunar á þessu bloggi. Þetta er eiginlega ekki orðið neitt nema plögg fyrir eigin tónleika. Þessi vetur er nebblega ansi hektískur. Ég er endalaust að reyna hreinsa upp hin og þessi verkefni og er alveg sífellt að. Þetta er barasta of mikið ef maður ætlar að reyna að verja tíma með fjölskyldunni líka. Ég hef reyndar verið með Ísak á morgnana og fer oft ekki með hann til dagmömmunar fyrr en um tíuleytið... eða jafnvel seinna. Við erum soddan svefnburkur.
Anyhow, hér kemur enn eitt plöggið.
Aðventutónleikar Fílharmóníunnar verða 9. og 12 des í Langholtskirkju. Þeir verða með svipuðu sniði og í fyrra enda heppnuðust þeir tónleikar alveg einstaklega vel og það myndaðist alveg frábær stemmning. Ég er enn að hitta fólk sem talar um þessa tónleika og ætlar pottþétt að mæta núna í ár. Miðar fást t.a.m. hjá mér eða Hrafnhildi með 20% afslætti!
Ég er að semja annað stykki sem ég klára vonandi fyrir næstu æfingu. Ég valdi nú ekki auðveldasta textann til að semja við, nefnilega Lofsöng Maríu sem er svo óreglulegur, alveg eins og Spádómur Jesaja sem ég samdi við í fyrra. En það er ansi gaman að taka það aftur og meta það með smá fjarlægð.
Þann 16. des verður svo aðventukvöld í Áskirkju þar sem Kór kirkjunnar flytur Maríumúsík eftir Anders Örwahll í "fyrsta skipti á Íslandi". Þetta er mjög skemmtilegt og grípandi verk og við erum þegar búin að ákveða að flytja það aftur á næsta ári og þá í "fyrsta skipti á Íslandi" með upprunalegum hljóðfærum, þ.e. sænskum flautum, sellói, kontrabassa og slagverki frá 1974. Og svo árið eftir ætlum við að flytja það "í fyrsta skipti á Íslandi" með upprunalegum hljóðfæraleikurum. Geri aðrir betur!
Svo er nottlega aðalmenningarviðburður ársins þegar Hljómeyki flytur "Vesper" eftir Rachmaninoff í Kristkirkju föstudaginn 28. des kl. 20.00. EKKI MISSA AF ÞVÍ! Alveg frábært verk og flutningurinn verður ekki amalegur!
mánudagur, október 08, 2007
Þessir klezmertónleikar heppnuðust alveg ótrúlega vel. Það var alveg fullt húsí dag og ansi vel mætt í gær. Þeir sem mættu í gær urðu svo hrifnir því þetta kom svo skemmtilega á óvart. Í dag fann maður að margir höfðu komið af afspurn og vissu því við hverju var að búast en stemmningin var engu að síður góð.
Þetta small allt saman á tónleikunum. Kórinn var alveg í hörkustuði og hljómsveitin fann sig endanlega í gær, enda ekki allir vanir að spila svona tónlist. Svo voru nokkrir gyðingar sem voru svo þakklátir að menning þeirra skyldi vera haldið á lofti. Það voru nokkrir kórfélagar sem töluðu um ýmsa áheyrendur sem hreyfðu varirnar með í flestum lögum. Nú tekur við aðventuprógrammið og Brahms. Það verður nú ekki leiðinlegt!
föstudagur, október 05, 2007
Mágur minn með sýningu
þriðjudagur, október 02, 2007
föstudagur, september 28, 2007
Þessi er ansi góður
Liðsmenn frá báðum fyrirtækjum æfðu stíft og voru í toppformi þegar að sjálfri keppninni kom. Japanirnir urðu 1 km á undan íslenska liðinu.
Eftir útreiðina var mórallinn að sjálfsögðu heldur slæmur í íslenska fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað að fyrirtækið yrði að vinna keppnina að ári. Var settur á fót vinnuhópur til að skoða vandamálið.
Eftir heilmiklar pælingar komst vinnuhópurinn að því að Japanirnir létu 7 menn róa en einn stýra. Í íslenska liðinu var það einn sem réri og sjö sem stjórnuðu. Vegna þessarar miklu krísu afréð yfirstjórn íslenska fyrirtækisins að fá ráðgjafarfyrirtæki til að kanna strúktur íslenska liðsins og gera nýtt skipurit ef á þyrfti að halda.
Eftir margra mánaða vinnu komust stjónunarfræðingarnir að því að í íslenska bátnum væru það of margir sem stjórnuðu en of fáir sem réru. Með hliðsjón af skýrslu sérfræðinganna var strax ráðist í skipulagsbreytingar. Í stað þess að hafa sjö stýrimenn, einn áramann voru nú hafði fjórir stýrimenn, tveir yfirstýrimenn, einn leiðtogi stýrimanna og einn áramaður. Að auki var áramaðurinn "motiveraður" samkvæmt meginreglunni: "Að breikka starfssvið starfsmanna og veita þeim meiri ábyrgð".
Næstu keppni unnu Japanirnir með 2 km forskoti.
Íslenska fyrirtækið rak að sjálfsögðu áramanninn með tilliti til lélegrar frammistöðu, en greiddi bónus til stjórnarinnar vegna þeirrar miklu vinnu sem hún hafði innt af hendi.
þriðjudagur, september 25, 2007
mánudagur, september 24, 2007
Þegar ég kom heim í kvöld fór ég að hlusta á annað draumaverkefni "Raua needmine" eftir Tormis. Það verður vonandi að ári. Þarf að finna eitthvað gott með því. Stefni líka á að flytja Messu fyrir tvo kóra eftir Frank Martin en var að komast að því að Mótettan ætlar að flytja það í vor og Rachmaninoff líka þannig að þetta er orðið doldið hallærislegt. Það lítur út eins og við Hörður séum að kópera hvorn annan sem er alls ekki raunin.
miðvikudagur, september 19, 2007
þriðjudagur, ágúst 28, 2007
Helgina 6 og 7 október kl. 17.00 flytur Fílharmónían klezmer tónlist í Seltjarnarneskirkju ásamt Hauki Gröndal og nýstofnuðu bandi hans og Ragnheiði systur hans.
Laugardaginn 3 nóvember syngur Hljómeyki Vakna þú sál mín eftir Jón Þórarinsson á tónleikum í Dómkirkjunni í tilefni af níræðis afmæli tónskáldsins. Kór Langholtskirkju og Dómkórinn flytja einnig kórverk eftir Jón og Marteinn leikur á orgelið.
Sunnudaginn 11 nóvember kl. 18 í Seltjarnarneskirkju flytur Hljómeyki hið frábæra Vesper eftir Rachmaninoff
Sunnudaginn 9 og miðvikudaginn 12 desember stendur Fílharmónían fyrir aðventutónleikum kl. 20 í Langholtskirkju. Þeir verða með svipuðu sniði og í fyrra enda heppnuðust þeir alveg einstaklega vel. Nanna María Cortes syngur með sinni silkimjúku rödd og Steingrímur orgelsnillingur spilar með.
Föstudaginn 28 desember verður Hljómeyki með jólatónleika í Seltjarnarneskirkju kl. 20.
Það verður pottþétt flott tónlist í mjög góðum flutningi.
Fimmtudaginn 13 mars kl. 19.30 flytur Fílharmónían Þýsku sálumessuna eftir Brahms ásamt Sinfóníunni.
Svo koma dagsetningar fyrir kór Áskirkju bráðum.
laugardagur, ágúst 18, 2007
ÚBS!
"Ég gerði mér það að leik að “gúgla” sjálfan mig til þess að athuga hvort eitthvað væri að finna um tónleikana. Það eina sem ég fann af viti var af bloggsíðu kórstjóra Hljómeykis, en þar segir um óperutónleika sem haldnir voru á Klambratúni í fyrra:
Pirraður!
Svo bentu nokkrir Fílufélagar á að hvergi var minnst á í fréttatilkynningum að Fílharmónían myndi koma fram. Í einni voru meira að segja allir kórarnir taldir upp og stjórnendur þeirra nema ég og Fílan. Í dag fór þetta alveg ferlega í taugarnar á mér enda kom ég þessari athugasemd á framfæri við skipuleggjendur. Ég er reyndar á þvi núna að þetta sé slys og að það hafi óvart klippst aftan af tilkynningunnni.
Svo þegar ég kom heim var Hrafnhildur svo pirruð á Ísak sem hafði verið alveg sérstaklega önugur og sérvitur. Hann fór t.a.m. alveg að hágráta því hún hafði ekki sett rúsínurnar í rétta skál. Við ákváðum að í stað þess að við værum öll heima í kvöld að pirrast hvort á öðru þá myndi hún fara niður í bæ með fjölskyldunni og ég gæti fengið útrás á blogginu.
fimmtudagur, ágúst 16, 2007
miðvikudagur, ágúst 15, 2007
Ó nei!
mánudagur, ágúst 13, 2007
Yes!
sunnudagur, júlí 15, 2007
á fimmtudagskvöldum. Verkið er reyndar samið 1915 en það sleppur nú alveg. En það er bara svo gott að fá að flytja svona frábær verk oftar en einu sinni eins og núna þegar við fluttum aftur Óttusöngvana. Flutningurinn verður líka enn betri þegar það líður smá tími á milli.
mánudagur, júlí 09, 2007
sunnudagur, júní 17, 2007
föstudagur, júní 08, 2007
Svo var partý eftirá, kom ekki heim fyrr en hálf sex í alveg yndislegu veðri... drakk aðeins of mikið af bjór. En er bara i rólegheitum heima með Ísak í dag á meðan Hrafnhildur vinnur næst síðasta daginn í skólanum.
miðvikudagur, júní 06, 2007
mánudagur, júní 04, 2007
sunnudagur, maí 27, 2007
föstudagur, maí 25, 2007
Svo komst ég að því að Lilli klifurmús er frekar sjálfumglaður karakter, samanber vísan hans:
Ein mús er best af öllum og músin það er ég.
Í heimi mús er engin slík hetja stórkostleg.
Ég geng um allan daginn og gítarinn minn slæ,
en svengi mig á stundum þá syng ég bara og hlæ.
Dúddilían dæ.
og þetta syngur hann fyrir martein skógarmús, sem er mús nóta bene.
Messa í h-moll BWV 232 eftir Johann Sebastian Bach
Mótettukór Hallgrímskirkju, sem nú fagnar 25 ára afmæli sínu flutti h-moll messuna 1998 í Skálholtsdómkirkju, sem enn er í minnum haft. Nú hljómar þetta stórvirki í fyrsta sinn í Skálholti með barokksveit.
Miðaverð: 4.900/3.600"
Þessi "fyrsta sinn" frasi er orðinn ansi þreyttur. 1998 hefur þetta væntanlega verið í frysta skipti í Skálholti. Hvað er hægt að segja núna... jú í fyrsta skipti í skálholti með barokksveit... og 4900 kr. Er ekki verið að djóka?Ég fór á masterclass hjá Radulescu á miðvikudaginn. Þvílíkur viskubrunnur. Það vall upp úr honum spekin um Bach og hvernig bæri að túlka orgelverkin hans. Spilastíllinn hans er reyndar af gamla skólanum og algjörlega á skjön við það sem ég lærði í Svíþjóð en samt mjög flottur. Ég fór svo á tónleika í gærkvöldi þar sem hann stjórnaði tveimur kantötum eftir Bach, hann hafði reyndar lokið við aðra sjálfur. Eftirvæntingin var mikil og ég fór líka á æfingu til að fylgjast með vinnubrögðunum hans. Hljómsveitin og Kór Langholtskirkju hljómuðu yfirleitt mjög vel en prófessorinn olli vonbrigðum. Það klikkaði ansi mikið á tónleikum og það skrifast eiginlega allt á hann. Einu sinni duttu eiginlega allir út því slagið var svo óskýrt hjá honum. Hann flautaði meira að segja sólóið í staðinn fyrir óbóið. Það var frekar fyndið.
laugardagur, maí 12, 2007
fimmtudagur, maí 10, 2007
miðvikudagur, maí 09, 2007
mánudagur, maí 07, 2007
EF svona lagað fer virkilega í taugarnar á manni þá er best að benda kurteisislega á það, ekki hreyta í konuna mína: "Farðu út með barnið þarna!" og ekki predika yfir mér tíu mínútum eftir tónleikana með son minn í fanginu. Það fer bara öfugt í mann. Það er búið að eyðileggja fyrir mér þessa góðu tilfinningu sem ég hafði annars fyrir tónleikunum.
Ansi margir kennarar mínir hafa kennt mér að vera við öllu búinn á tónleikum og láta ekki setja sig út af laginu. Ég hef enda lent í ýmsu svæsnu á tónleikum og bara reynt að leiða það hjá mér og gert gott úr þessu. Þegar ég hélt píanótónleika í Svíþjóð fékk einn áheyrandinn flogakast, ég þurfti að stoppa í miðju lagi á meðan beðið var eftir sjúkrabíl, svo hélt ég bara áfram og reyndi að gera gott úr þessu. Í haust leið yfir eina í kórnum í tvígang og það var mjög óhugnalegt þar sem ég vissi ekki hvort hún væri dáinn. En svo varð ég að halda áfram að stjórna og láta þetta ekki hafa áhrif á mig. Þegar ég söng 9.sinfóníuna með Óperukórnum, tónleika sem voru teknir upp til að gefa út á plötu, þá var þroskaheftur maður í salnum sem klappaði hátt og snjallt á mínútu fresti. Þetta var vissulega truflandi en flestir ef ekki allir reyndu bara að leiða þetta hjá sér og sjá fegurðina í því að hann skuli tjá sig á þennan hátt.
sunnudagur, maí 06, 2007
Ísak mætti á tónleikana og sumir létu það fara í taugarnar á sér. Mér fannst hann hins vegar algjört æði, sérstaklega þegar hann sagði "vá!" eftir eitt sóló hjá Sverri Guðjóns. Hann klappaði á milli þátta og sagði í byrjun "Babba lalala og sveiflaði höndunum". Hvernig er hægt að láta svona fara í taugarnar á sér?
þriðjudagur, maí 01, 2007
mánudagur, apríl 30, 2007
Plöggidíplögg
Flutt verður Tebe poyem sem er stutt og afar falleg bæn eftir Sergej Rachmaninov. Þá flytur kórinn A Child’s Prayer eftir skoska tónskáldið James Macmillan, en hann samdi verkið til minningar um fórnarlömb skotárásarinnar í Dunblane 1996 þar sem 16 börn og kennarinn þeirra létust. Verkið er samið fyrir tvo sópransólista og kór. Því næst verður
flutt verk eftir bandaríska tónskáldið Gregg Smith og er það mjög sérstök útsetning á gamalli laglínu og er texti verksins úr 23. Davíðssálmi. Í verkinu er kórnum skipt upp í þrjá hópa sem skiptast á að syngja og á tímabili hljóma allt að fjórar tóntegundir í einu. Sænski kórstjórinn Gunnar Eriksson útsetti djasslagið To the Mothers in Brazil fyrir kór og notaðist við Salve regina textann. Verkið er tileinkað fátækum mæðrum í Brasilíu. Kórnum til aðstoðar í þessu verki verður Frank Aarnink, slagverksleikari. Seinasta verkið af þessum fimm verkum er svo eftir eistneska tónskáldið Eduard Tubin, sem lést 1982. Eduard Tubin hefur smátt og smátt hlotið þá viðurkenningu sem hann á skilið, sérstaklega fyrir tilstuðlan hljómsveitarstjórans og samlanda Neeme Järvi. Á tónleikunum verður flutt mjög tilkomumikil Ave Maria eftir hann.
Óttusöngvar á vori eftir Jón Nordal eru seinasta og jafnfram viðamesta verk tónleikanna. Hann samdi tónverkið árið 1993 að beiðni aðstandenda Sumartónleika í Skálholtskirkju og tileinkaði Skálholtsdómskirkju. Verkið skiptist í fjóra kafla. Þrír hinir fyrstu eru hefðbundnir messuþættir, þ.e. Kyrie, Sanctus og Agnus Dei, en fjórði kaflinn er saminn við Sólhjartarljóð eftir Matthías Johannessen. Matthías samdi Sólhjartarljóð í tilefni af því að þúsund ár voru síðan kristni var fyrst boðuð í landinu og í kvæðinu vitnar hann beint til Sólarljóða.
Auk Hljómeykis koma fram söngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir og Sverrir Guðjónsson, Sigurður Halldórsson sellisti, Frank Aarnink slagverksleikari og Lenka Mátéova organisti. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson. Miðaverð 1500 / 500 kr.
föstudagur, apríl 27, 2007
fimmtudagur, apríl 26, 2007
föstudagur, apríl 13, 2007
"HIN æruverðuga Söngsveit Fílharmónía, er vantar tvennt í fimmtugt og Íslandsfrumflutti fjölda klassískra stórverka fyrstu árin í samstarfi við SÍ undir stjórn Róberts A. Ottóssonar, stóð fyrir forvitnilegum tónleikum á þriðjudag. Fyrst voru tvær stuttar a cappella-mótettur (að vísu aðeins tekinn 1. þáttur af 4 hinnar seinni) – Richte mich, O Gott (1843) eftir Mendelssohn og Warum ist das Licht gegeben (1875?) eftir Brahms. Kórsöngurinn var framan af svolítið daufur, einkum í upphafi Brahms, en sótti í sig veðrið og varð víða glæsilegur í Schubert, þó þýzkuframburðurinn væri linur og fámennur tenórinn í varnarstöðu.
30 ár ku liðin síðan eitt viðamesta kórverk Schuberts heyrðist fyrst hér á landi. Þótt styttri sé en h-moll messa Bachs og Missa Solemnis Beethovens er hin ægifagra og kraftmikla As-dúr messa (1819–26) í svipuðum "konsert"-flokki og spannar allt frá Haydn að Wagner. Dýnamísk stjórn Magnúsar Ragnarssonar tryggði dramatíska vídd í jafnt 30 manna hljómsveit sem 54 manna kór, og sólistarnir reyndust einvalalið í hópsöng þó einsöngstækifærin gæfust aðeins örfá og stutt."
Ríkarður Ö. Pálsson
sunnudagur, apríl 08, 2007
En hvað er að gerast hjá Mogganum. Umfjöllun þeirra um klassíska tónlist er ekki orðin að neinu. Þeir slá saman umfjöllun um komandi tónleika í eina stutta grein og gagnrýnin er alveg svakalega lítil þá loksins þegar hún birtist. Þeir ætluðu ekki að senda gagnrýnanda á Fílutónleikana og hafa ekki gert í allan vetur en ritari kórsins þrætti nógu mikið í þeim og það skilaði árangri. Hins vegar fær maður þvílíkt notalega viðbrögð hjá Fréttablaðinu og ekkert mál að fá kynningu á tónleikum. Og ekki er Mogginn að spara umfjöllun um popptónleikana.
miðvikudagur, apríl 04, 2007
þriðjudagur, apríl 03, 2007
Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um tónleikana
Himnesk gleði |
|
Söngsveitin Fílharmónía hélt vortónleika sína á sunnudagskvöldið og endurtekur þá í kvöld kl. 20. Þar syngur sveitin undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar tvö stutt verk, "Richte mich, Gott" eftir Mendelssohn og "Warum ist das Licht gegeben dem Mühseligen" eftir Brahms en endar svo á hinni miklu Messu í As dúr eftir Schubert. Tónverkið "Richte mich, Gott" eða Lát mig ná rétti mínum, Guð eftir Felix Mendelssohn-Bartholdy er mótetta við 43. Davíðssálm, skemmtilega skrifuð fyrir blandaðan kór þannig að karlar og konur skiptast á að syngja uns þau sameinast í lokin í heitu bænarákalli. Það er falleg og áhrifamikil stígandi í verkinu sem naut sín afar vel í flutningi kórsins á sunnudagskvöldið. Mótettukaflann "Warum ist das Licht gegeben dem Mühseligen" (Hví gefur Guð ljós hinum þjáðu og líf hinum sorgbitnu) samdi Johannes Brahms við texta úr Jobsbók. Þar spilar Brahms á orðið "warum" (hvers vegna) sem hljómar eins og þunglyndisleg stuna hvað eftir annað til að undirstrika angist þess sem talar. Magnús kórstjóri segir í efnisskrá að þetta sé afar erfitt verk í flutningi en það var ekki að heyra. Fegurðin og áhrifamátturinn nutu sín virkilega vel. Aðalatriði kvöldsins var svo Messa í As dúr (D 678) eftir Franz Schubert sem mun aðeins einu sinni hafa verið flutt hér á landi áður. Það var árið 1977 og flytjendur voru þá sem nú: Söngsveitin Fílharmónía. Með sveitinni sungu fjórir einsöngvarar, Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Nanna María Cortes alt, Jónas Guðmundsson tenór og Alex Ashworth bassi. Þau fengu öll eitthvað að gera, en ég veit ekki hvort það var af aðdáun á Huldu Björk eða raunveruleiki að mér fannst hún syngja fleiri strófur en hin. Altént hæfði röddin hennar Schubert einstaklega vel og fyllti kirkjuna af himneskum hljómi. Nanna María er mjög vaxandi söngkona og glæsileg á sviði eins og hún á kyn til. Jónas var lítt áberandi en Alex hefur skínandi fallegan bassa sem hljómaði tignarlega á móti birtu raddar Huldu. Messan er tilkomumikið verk, upphafið á Gloríu-kaflanum er hreinlega mergjað. Í lok þess kafla verður mikil stígandi og endirinn eiginlega rokk og ról. Algert æði! Sömuleiðis var rosalegur kraftur í Trúarjátningunni, Credóinu, en meiri heilagleiki og kyrrð yfir síðustu köflum messunnar. Þetta var vissulega upphafin helgistund, en tilfinningin sem sat eftir og bjó í manni næstu daga var þó fyrst og fremst gleði. Þar áttu trúi ég jafnan þátt Franz Schubert með sína snilli og Söngsveitin, stjórnandi hennar og einsöngvarar. Söngsveitin fer í sumar í ferðalag til Vilníus þar sem hún tekur þátt í stórri listahátíð. Henni fylgja árnaðaróskir en líka vissan um að hún muni sigra alla viðstadda með frábærum flutningi sínum á Carmina Burana. |
mánudagur, apríl 02, 2007
Þið getið haft sambandi við mig á magnus.ragnarsson@gmail.com til að panta miða með afslætti, þ.e. 2500 kr. í stað 3000 kr. Þar með væruð þið líka að styðja þetta verkefni mitt og stjórnar að flytja fáheyrð meistaraverk. Hljómsveitin er nefnilega ansi stór og þetta er dýrt fyrirtæki fyrir svona sjálfstætt starfandi kór. Það koma reyndar 24 á mínum vegum á morgun en það er um að gera að fylla kirkjuna.
föstudagur, mars 30, 2007
Fyndinn tölvupóstur frá Sírni
laugardagur, mars 24, 2007
Ég var með hljómsveitaræfingu í morgun fyrir Schubert messuna. Gekk þrusuvel þrátt fyrir nokkur veikindi. Það vantaði þrjá hljóðfæraleikara og alla einsöngvarana. Jónas var reyndar sá eini sem gat mætt en ég sagði honum bara að vera heima. Ég söng bara í staðinn fyrir þau. Hljóðfæraleikararnir voru líka svo hrifnir af verkinu. Ekki missa af þessu! Tónleikar eftir rúma viku.
fimmtudagur, mars 22, 2007
laugardagur, mars 17, 2007
Ég fékk mitt hefðbundna stresskast í vikunni. Sá fyrir mér að þetta yrði algjört fíaskó, kvæsti á kórinn og boðaði aukaæfingu. En nú er ég mun rólegri og finn að þau kunna þetta mun betur. Kannski þurfti þetta kvæs til. En ég held að ég hafi alltaf fengið svona stresskast ca. tveimur vikum fyrir tónleika en svo rætist úr öllu, kannski einmitt af því að maður hefur svona miklar áhyggjur. Það var alla vega mjög notalegt í dag og gaman að því hvað allir hjálpuðust vel að. Ekki missa af þessum tónleikum, einsöngvararnir eru frábærir og bara einvalalið í hljómsveitinni.
miðvikudagur, febrúar 28, 2007
miðvikudagur, febrúar 21, 2007
Svo keyptum við okkur bíl, Polo 2002 módel. Mjög fínn og alveg einstaklega sparneytinn. Eini gallin er að það heyrast svo miklir skruðningar í útvarpinu.
Á morgun fer Hrafnhildur til Sverige yfir helgina. Ég ætla að prufa að kveikja ekkert á sjónvarpinu á meðan. Bara spila tónlist og lesa bækur og gæta þess að sonur minn komist ekki í neinn síma!
sunnudagur, febrúar 18, 2007
laugardagur, febrúar 17, 2007
fimmtudagur, febrúar 08, 2007
Hljómeyki er að fara að taka upp eftir rúma viku verk Úlfars Inga og tónskáldanna í kórnum. Svo var ég að leggja inn beiðni til Listvinafélags Hallgrímskirkju út af tónleikum í maí þar sem flutt verða nokkur spennandi erlend kórverk og Óttusöngvar á vori eftir Jón Nordal. Vonast til að fá svar í næstu viku. Svo mun kórinn syngja Carmen með Sinfó í byrjun júní, syngja verk eftir Svein Lúðvík í Skálholti í júlí, halda tónleika (hugsanlega í Iðnó) í haust með veraldlegri kórtónlist og frumflytja þar kantötu eftir Ríkarð Örn Pálsson, jólatónleika (sennilega á milli jóla og nýars því það gaf svo góða raun um daginn) og svo er ég með ákveðið verk í huga fyrir næsta vor.
Ég og Margrét Sig erum að plotta tónleika núna í vor í kirkjunni og ætlum svo að reyna að gera eitthvað stórt eftir ár með hljómsveit und alles! Ég var að pæla í að sækja um á orgeltónleika í Hallgrími í sumar en ég held hafi ekki almennilega tíma fyrir það.
Svo eru ýmsar uppákomur, aðallega hjá Fílunni, sem þarf að huga að og þarf að púsla því þannig saman að það taki ekki of mikinn tíma frá hefðbundnum æfingum. Best að reyna að samnýta prógrömmin, t.d. það sem kórinn mun syngja í messum sé líka hægt að syngja í Litháen.
fimmtudagur, febrúar 01, 2007
þriðjudagur, janúar 30, 2007
mánudagur, janúar 29, 2007
sunnudagur, janúar 28, 2007
laugardagur, janúar 27, 2007
föstudagur, janúar 26, 2007
Eyþór Eðvaldsson tók á móti okkur og sá um okkur allan tímann. Hann var formaður Fóstbræðra en flutti út fyrir tveimur árum og á Remax fyrirbærið í öllum Eystrasaltslöndunum og Finnlandi. Auk þess hefur hann keypt nokkrar fasteignir, gert þær upp og selt aftur á góðu verði. Hann var mjög flott klæddur þegar hann tók á móti okkur og keyrði okkur um Vilnius á nýjum Benz sem er ábyggilega flottasti bíllinn í Litháen. Ég held að forsetinn eigi ekki svona flottann bíl. Í græjunum hljómaði DVD upptaka af Fóstbræðrum og Bó með Sinfó í Dolby stereo og ég veit ekki hvað. Þegar við komum svo á þetta flotta hótel fannst mér eins og maður þyrfti að kaupa sér Boss jakkaföt hið fyrsta en við vorum bara í gallabuxum og peysu með bakpoka og í gönguskóm.
Svo hittum við Jurgitu (framkvæmdastjóra listahátíðarinnar) og prófessor Katkus (listræna stjórnandann). Við ræddum um praktísku atriðin og kíktum á tónleikastaðinn sem er nokkuð stórt útiport við málverkasafnið. Það verður spennandi því það var góður hljómburður. Svo var okkur boðið á skrifstofuna þar sem Jurgita tók fram Kampavín til að skála í. Við litum á klukkuna sem var hálf tólf (hálf tíu á Íslandi). Þá tók prófessorinn flöskuna aftur og kom í staðinn með koníaksflösku, skenkti okkur öllum, sagði isvergata og tæmdi glasið á tveimur sekúndum. Við fylgdum fordæmi hans. Svo skenkti hann þar til flaskan var tóm. Svo buðu þau okkur út að borða á írskum pöbb og heimtuðu að við drukkum litháískan bjór. Hann var nota bena að fara að æfa með hljóðfæraleikurum í hljómsveitinni.
Við kíktum á hótelið sem kórinn mun líklega gista á í sumar, hittum ræðismanninn sem ætlar að verða okkur innan handar með að ná kontakt við íslensku fyrirtækin í Litháen, fórum út á flugvöll og sóttum Davíð Ólafs bassasöngvara sem á nokkrar íbúðir með Eyþóri sem hafði hringt í hann daginn áður og sagt honum að koma sér til Vilnius til að skrifa undir þinglýsingar því það var kominn kaupandi. Svo var farið út að borða á mjög góðum veitingastað, við fjórir og kærastan hans Eyþórs. Forréttur, aðalréttur, fordrykkur, nokkur vínglös og koníak eftir á kostaði allt í allt 28 þúsund krónur. Eyþór hafði nýlega boðið fjölskyldu sinni út að borða á íslandi og það kostaði 70 þúsund.
Við skoðuðum íbúðina sem þeir voru að selja. Þetta var mjög flott 200 fm glæsiíbúð með gyllingum í loftinu. Þegar við komum í eldhúsið hittum við kráku sem hafði þvælst niður loftstokkinn og komst ekki út. Við opnuðum alla glugga en hún klessti bara á glerið fyrir ofan. Greyið flaug fram og til baka móð og másandi. Loks fengum við stiga og Davíð náði að grípa í stélið og henda henni út.
Í gær náðum við aðeins að kíkja í búðir, við erum reyndar ekkert sérstaklega áhugasamir um það en fyrst allt er svona ódýrt en samt vönduð og fín vara keypti ég sitt lítið að hverju á litlu fjölskylduna mína. Svo vorum við samferða Davíð heim sem mætti bara í jakkafötunum sínum til Vilnius (ekki kjólfötunum eins og maður er vanur að sjá hann) og með fartölvuna sína, engan annan farangur. Þetta var virkilega inspírerandi ferð og ég get ekki beðið eftir að koma aftur í sumar með kórinn.
fimmtudagur, janúar 11, 2007
Þetta er allt að skýrast með ferð Fílharmóníunnar til Litháen en ég og Einar Karl ætlum samt að fara þangað út í nokkra daga til að fá hlutina almennilega á hreint. Kórinn mun allavega flytja Carmina burana með hljómsveit þann 1 júlí á opnunartónleikum Listahátíðarinnar í Vilnius. Einsöngvarar verða þeir sömu og í haust og ég fæ að stjórna þessu öllu saman..... vúhúúúúú!!! Það verður toppurinn á mínum listræna ferli... allavega hingað til.
sunnudagur, janúar 07, 2007
fimmtudagur, janúar 04, 2007
Maður er svo stoltur af systur sinni
Undirrituð, sem yfirleitt situr við lestur jólabókanna á þessum helga degi, átti fullt í fangi með að halda einbeitingu við bókmenntirnar svo sterkt togaði útvarpið í athyglina.
Þátturinn var frábær heimild um það hvernig ungur tónlistarmaður, sem alinn er upp á hjara veraldar (og þar af leiðandi við allt annars konar aðgengi að tónlist en jafnaldri sem fæddist til að mynda í Vínarborg eða London), hleypir heimdraganum og nær að þroska sig sem listamann á heimsmælikvarða.
Arfleifð hans í íslenskri tónlistarsögu er að sama skapi merkileg og í raun undravert hversu mikið samtímafólk hér á landi á þessum frumherjum í íslensku menningarlífi að gjalda.
Þátturinn um Árna hét því skemmtilega nafni "Maðurinn er hann sjálfur", áminning um það m.a. að þrátt fyrir allt er hver og einn auðvitað sinnar eigin gæfu smiður.
Fríða Björk Ingvarsdóttir