Í dag kom vorið. Ansi hlýtt, alla vega eftir hádegi. Allir á peysunni og mig langaði svo að hafa nemendur mína úti í dag en það var dálítið erfitt, sérstaklega með orgelnemann. Hún var voða dugleg í dag. Hún er voða músíkölsk og skilur svo vel þegar ég útskýri fyrir henni en það er ekki alltaf sem hún er búin að æfa sig mikið. Söngnemandinn var líka voða duglegur. Það er alveg týpiskt með hann að ég var búinn að undirbúa nokkur söngleikjalög og gospel fyrir hann til að hann halda áhuga hans en honum finnst skemmtilegast að syngja þessi gömlu klassísku lög.
Það gekk alveg ágætlega með Pro Musica á mánudaginn, alveg eins og mig grunaði að nóturnar sátu rétt mjög fljótt og þá fór maður strax í að móta og þannig. Svo voru kórtónleikar með kirkjumúsíkerkórnum í gær og það gekk voða vel og var ágætlega sótt. Ég söng nokkrar sólóstrófur, ein var ansi strembin nótnalega séð, frekar atónal en það tókst ágætlega.
Var að koma af sinfóníutónleikum. Sem tónlistarnemi fær maður miða á 20 kr. sem er alveg æðilegt en sætin eru á fyrstu bekkjunum þar sem hljómburðurinn er ekkert svo góður en maður reynir að finna laus sæti annars staðar. Í kvöld var það Mozart og Haydn, mjög vandað og fágað og stjórnandinn (Christian Zacharias) stjórnaði frá píanóinu og er mjög fær, en Haydn sinfónían var ekkert sérstök.
Á morgun er fyrirlestur í orgelsmíði og þá ætla ég að reyna að finna fína stellingu til að sitja.
Donka
miðvikudagur, mars 31, 2004
mánudagur, mars 29, 2004
Já Markús minn. "...og um ennið hélt." Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Ég varð mjög ánægður í fyrra þegar ég komst loksins að því hvað Ellen Kristjánsd. syngur í Einhvers staðar einhvern tíman aftur (sem er eitt besta íslenska dægurlagið):
"Það er alveg nóg af sorg og sút,
svo ég ætla eitthvað út,
finna einhvern félagsskap
því hik þú veist er sama' og tap."
Og hvað segir eiginlega Aretha Franklin í Respect: R-e-s-p-e-c-t find out what it means to me. R-e-s-p-e-c-t ... (og hvað svo). Ég hef alltaf sungið "Take care t-c-t" án þess að mér hafi fundist það meika einhvern sens. Hún Ellen Degeneres var að benda á þetta í einu af uppistandinu sínu, hún er alveg frábær. Ég horfði nú eiginlega aldrei á þættina hennar en hún er mjög fyndin á sviði.
Fyndnasta misskilninginn á bróðir minn sem söng á árum áður: Baby, now that I've drowned you I can let you go! Sem á reyndar að vera: Baby, now that I've found you I can't let you go! Og systir mín söng: Lítill fugl á ljúfum teini. Eins og það væri verið að grilla greyið fuglinn en það á víst að vera: Lítill fugl á laufgum teigi.
Þetta minnir mig líka á allar jarðarfarirnar sem maður var að syngja við. Stundum vorum við að skiptast á sögum og hlógum og hlógum og þurftum svo að fara inn mjög alvarleg og syngja. Eitt það fyndnasta var þegar við vorum að tala um Faðir vor (sem mér finnst alltaf svo asnalegt þegar bænin er kölluð Faðir vorið)
Það er vor
þúsund metra' á himnum.
Helgi! (stytt nafn)
til komi þitt ríki.
Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð og fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum (hér þurfti mamman að gera hlé á bæninni og hlaupa í símann og þegar hún kom aftur og spurði son sinn hvert þau voru komin þá sagði hann: Við vorum komin að nautunum.)
Eigi legg þú ost í frysti (Hann Guð kann að gefa góð heimilisráð)
Heldur frelsa oss frá illu.
Því þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu.
Amen.
maggiragg@hotmail.com
"Það er alveg nóg af sorg og sút,
svo ég ætla eitthvað út,
finna einhvern félagsskap
því hik þú veist er sama' og tap."
Og hvað segir eiginlega Aretha Franklin í Respect: R-e-s-p-e-c-t find out what it means to me. R-e-s-p-e-c-t ... (og hvað svo). Ég hef alltaf sungið "Take care t-c-t" án þess að mér hafi fundist það meika einhvern sens. Hún Ellen Degeneres var að benda á þetta í einu af uppistandinu sínu, hún er alveg frábær. Ég horfði nú eiginlega aldrei á þættina hennar en hún er mjög fyndin á sviði.
Fyndnasta misskilninginn á bróðir minn sem söng á árum áður: Baby, now that I've drowned you I can let you go! Sem á reyndar að vera: Baby, now that I've found you I can't let you go! Og systir mín söng: Lítill fugl á ljúfum teini. Eins og það væri verið að grilla greyið fuglinn en það á víst að vera: Lítill fugl á laufgum teigi.
Þetta minnir mig líka á allar jarðarfarirnar sem maður var að syngja við. Stundum vorum við að skiptast á sögum og hlógum og hlógum og þurftum svo að fara inn mjög alvarleg og syngja. Eitt það fyndnasta var þegar við vorum að tala um Faðir vor (sem mér finnst alltaf svo asnalegt þegar bænin er kölluð Faðir vorið)
Það er vor
þúsund metra' á himnum.
Helgi! (stytt nafn)
til komi þitt ríki.
Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð og fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum (hér þurfti mamman að gera hlé á bæninni og hlaupa í símann og þegar hún kom aftur og spurði son sinn hvert þau voru komin þá sagði hann: Við vorum komin að nautunum.)
Eigi legg þú ost í frysti (Hann Guð kann að gefa góð heimilisráð)
Heldur frelsa oss frá illu.
Því þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu.
Amen.
maggiragg@hotmail.com
sunnudagur, mars 28, 2004
Nú var ég að koma frá að spila í orgel continium í Stabat mater eftir Pergolesi í Oscar Fredriks kirkjunni. Það gekk nú bara vel. Allir voða ánægðir. Það var reyndar dáldið óþægilegt fyrir mig því kórorgelið er til hliðar og strengirnir og stjórnandinn nokkrum metrum frá mér og ég þurfti að horfa á hann í speglinum og konsertmeistarinn sneri baki í mig. En þetta blessaðist allt saman. Við náðum að renna einu sinni í gegnum stykkið með öllum og svo var konsert þannig að það gilti að vera vel vakandi fyrir öllu. Við hljóðfæraleikararnir æfðum reyndar sér í tæpan klukkutíma í safnaðarheimilinu og þá spilaði ég á píanó. Það er nú alveg merkilegt að þótt þetta sé alveg eðal barokkstykki þá varð þetta svo djassað þegar maður spilar á píanó með kontrabassa. Um jólin spilaði ég undir hjá barnakór á píanó og með mér spilaði kontrabassaleikari og það var alveg sama sagan þar. Allt varð svo djassað. Mér finnst þetta voða flott samsettning.
Það er búið að vera projekt vika í skólanum; fyrirlestrar, masterclass og kóræfingar, þ.e. sitja voða mikið. Furðulegt hvað maður verður fljótt þreyttur á að sitja þegar maður er á svona fyrirlestrum. Maður veltir sér um á stólnum, krossleggur fætur í allar áttir og teygir úr sér á allan hátt. Svo getur maður setið marga klukkutíma á kóræfingum og verður ekki vitund þreyttur á því að sitja. Þetta er svipað og þegar ég fer á búðarráp með Hrafnhildi. Ég verð alveg uppgefinn í löppunum eftir 10 mín. (stundum 5 mín.). Ég tók eftir því um daginn að ég dreg lappirnar á mjög sérstakan hátt. Síðast þegar við fórum á svona búðarráp þá tókst mér að haga fótunum betur og nú er þetta vandamál sennilega úr sögunni. Nú er bara að einbeita sér að fyrirlestrarstellingunni.
Það skemmtilegasta við vikuna var að ég var beðinn um að sitja í dómnefnd fyrir inntökupróf í stjórnun (ensambleledning) í skólanum. Við vorum bara tveir í dómnefndinni, gáfum einkunnir og bárum okkur svo saman í lokin. Umsækjendurnir áttu að stjórna serenöðu fyrir strengi, einu kórstykki og svo etýðu fyrir tvö hljóðfæri. Þau máttu velja hvaða verk og hvaða hljóðfæri áttu að spila (völdu sem sagt úr umsækjendahópnum). Serenaðan var yfirleitt flutt af málmblásturshljóðfærum og það hljómaði yfirleitt alveg hræðilega.
Á morgun er það svo Pro Musica og svo hefst kennsla samkvæmt stundarskrá á ný. Bæ ðe vei... nú erum við búin að skipta yfir í sumartíma þannig að nú erum við tveimur tímum á undan Íslandi.
maggiragg@hotmail.com
Það er búið að vera projekt vika í skólanum; fyrirlestrar, masterclass og kóræfingar, þ.e. sitja voða mikið. Furðulegt hvað maður verður fljótt þreyttur á að sitja þegar maður er á svona fyrirlestrum. Maður veltir sér um á stólnum, krossleggur fætur í allar áttir og teygir úr sér á allan hátt. Svo getur maður setið marga klukkutíma á kóræfingum og verður ekki vitund þreyttur á því að sitja. Þetta er svipað og þegar ég fer á búðarráp með Hrafnhildi. Ég verð alveg uppgefinn í löppunum eftir 10 mín. (stundum 5 mín.). Ég tók eftir því um daginn að ég dreg lappirnar á mjög sérstakan hátt. Síðast þegar við fórum á svona búðarráp þá tókst mér að haga fótunum betur og nú er þetta vandamál sennilega úr sögunni. Nú er bara að einbeita sér að fyrirlestrarstellingunni.
Það skemmtilegasta við vikuna var að ég var beðinn um að sitja í dómnefnd fyrir inntökupróf í stjórnun (ensambleledning) í skólanum. Við vorum bara tveir í dómnefndinni, gáfum einkunnir og bárum okkur svo saman í lokin. Umsækjendurnir áttu að stjórna serenöðu fyrir strengi, einu kórstykki og svo etýðu fyrir tvö hljóðfæri. Þau máttu velja hvaða verk og hvaða hljóðfæri áttu að spila (völdu sem sagt úr umsækjendahópnum). Serenaðan var yfirleitt flutt af málmblásturshljóðfærum og það hljómaði yfirleitt alveg hræðilega.
Á morgun er það svo Pro Musica og svo hefst kennsla samkvæmt stundarskrá á ný. Bæ ðe vei... nú erum við búin að skipta yfir í sumartíma þannig að nú erum við tveimur tímum á undan Íslandi.
maggiragg@hotmail.com
þriðjudagur, mars 23, 2004
Jibbí!
Kórstjórinn fyrir Pro Musica (Jan Yngwe) var að hringja í mig til að biðja mig um að sjá um kóræfinguna nú á mánudaginn. Hann kemst sennilega ekki sjálfur. Þetta verður fyrsta æfingin fyrir vortónleikana í maí og þess vegna mun ég þurfa að kenna þeim ca. þrjú ný lög. Það verður alla vega "Dieu! qu'il la fait bon regarder!" úr Trois chansons eftir Debussy sem ég söng með Hljómeyki fyrir nokkrum árum. Alveg æðisleg tónlist. Mjög tilfinningarík og hljómarnir eru afar spennandi. Þetta var í fyrsta skipti sem ég söng á frönsku og ég man hvað mér þótti það erfitt. Svo er það verk eftir Skotann James McMillan og annað eftir sænska konu fyrir kór og sex slagverksleikara. Ég hef ekki séð þau verk en bæði hljóma mjög spennandi. Svo verður sennilega tekin upp gömul verk og dæmigerð vorlög.
Það sem er svo gott með kórinn er að meðlimirnir eru svo flínkir í nótnalestri enda allir tónlistarmenntaðir. Nóturnar sitja rétt nánast frá byrjun. En þetta er jafnframt erfitt fyrir mig því þá þarf maður að fara beint í að móta og túlka strax á fyrstu æfingu. Hefði þetta verið "venjulegur" kór þá hefði maður rennt nokkrum sinnum í gegnum verkin til að leiðrétta nóturnar og um leið fengið tækifæri til að heyra stykkið og þá gefst manni tími til að mynda sér skoðun um túlkun, hvaða hljóm maður vill og farið í smáatriði. En þetta þarf maður yfirleitt að gera beint með Pro Musica.
Ég hef áður séð um æfingu og það var fyrsta æfingin fyrir jólatónleikana í haust þar sem ég kenndi þeim "Eg vil lofa eina þá" eftir Báru Grímsdóttur og æfði eitt verk (Änglanatt) eftir kórstjórann. Bára sló náttúrlega í gegn hjá kórnum og svo ég monti mig aðeins þá gekk mér betur að stjórna verki kórstjórans heldur en honum þegar hann mætti í vikunni á eftir (enda sögðu nokkrir við mig að ég hefði stjórnað betur). Alla vegna. Þetta verður spennandi.
Skrámur er eitthvað lasinn. Hann pissar blóði. Ég fór með hann á dýraspítalann í gær og hann fékk nokkur lyf og svo lagast þetta líklega eftir viku. Við vitum það hér á þessu heimili að ef það er búið að draga fram sófann og rúmið frá veggnum og allt á rúi og stúi þá hefur annað hvort okkar verið að reyna að fá Skrám í búrið sitt. Það eru mikil átök enda er ég með klóruför á bringunni og uppáhaldspeysan mín er orðin dáldið slitin.
Ég var að komast að einu mér til mikillar furðu. Þið vitið lagið með Bó: "Ég sá Hana' á skólaballinu' í gær" þá er settning seinna í laginu sem ég hef ALLTAF sungið: "... og upp að ljósastaurnum hallaði ofurmennið ég" og fannst það bara fínt, eitt það besta í textanum, fín kaldhæðni þetta, en svona er það bara ekki samkvæmt einhverri vefsíðu sem Hrafnhildur var að sína mér. Textinn er víst: "... og upp að ljósastórnum hallaði og um ennið hélt." Huhh! Ég gef nú ekki mikið fyrir það.
Kórstjórinn fyrir Pro Musica (Jan Yngwe) var að hringja í mig til að biðja mig um að sjá um kóræfinguna nú á mánudaginn. Hann kemst sennilega ekki sjálfur. Þetta verður fyrsta æfingin fyrir vortónleikana í maí og þess vegna mun ég þurfa að kenna þeim ca. þrjú ný lög. Það verður alla vega "Dieu! qu'il la fait bon regarder!" úr Trois chansons eftir Debussy sem ég söng með Hljómeyki fyrir nokkrum árum. Alveg æðisleg tónlist. Mjög tilfinningarík og hljómarnir eru afar spennandi. Þetta var í fyrsta skipti sem ég söng á frönsku og ég man hvað mér þótti það erfitt. Svo er það verk eftir Skotann James McMillan og annað eftir sænska konu fyrir kór og sex slagverksleikara. Ég hef ekki séð þau verk en bæði hljóma mjög spennandi. Svo verður sennilega tekin upp gömul verk og dæmigerð vorlög.
Það sem er svo gott með kórinn er að meðlimirnir eru svo flínkir í nótnalestri enda allir tónlistarmenntaðir. Nóturnar sitja rétt nánast frá byrjun. En þetta er jafnframt erfitt fyrir mig því þá þarf maður að fara beint í að móta og túlka strax á fyrstu æfingu. Hefði þetta verið "venjulegur" kór þá hefði maður rennt nokkrum sinnum í gegnum verkin til að leiðrétta nóturnar og um leið fengið tækifæri til að heyra stykkið og þá gefst manni tími til að mynda sér skoðun um túlkun, hvaða hljóm maður vill og farið í smáatriði. En þetta þarf maður yfirleitt að gera beint með Pro Musica.
Ég hef áður séð um æfingu og það var fyrsta æfingin fyrir jólatónleikana í haust þar sem ég kenndi þeim "Eg vil lofa eina þá" eftir Báru Grímsdóttur og æfði eitt verk (Änglanatt) eftir kórstjórann. Bára sló náttúrlega í gegn hjá kórnum og svo ég monti mig aðeins þá gekk mér betur að stjórna verki kórstjórans heldur en honum þegar hann mætti í vikunni á eftir (enda sögðu nokkrir við mig að ég hefði stjórnað betur). Alla vegna. Þetta verður spennandi.
Skrámur er eitthvað lasinn. Hann pissar blóði. Ég fór með hann á dýraspítalann í gær og hann fékk nokkur lyf og svo lagast þetta líklega eftir viku. Við vitum það hér á þessu heimili að ef það er búið að draga fram sófann og rúmið frá veggnum og allt á rúi og stúi þá hefur annað hvort okkar verið að reyna að fá Skrám í búrið sitt. Það eru mikil átök enda er ég með klóruför á bringunni og uppáhaldspeysan mín er orðin dáldið slitin.
Ég var að komast að einu mér til mikillar furðu. Þið vitið lagið með Bó: "Ég sá Hana' á skólaballinu' í gær" þá er settning seinna í laginu sem ég hef ALLTAF sungið: "... og upp að ljósastaurnum hallaði ofurmennið ég" og fannst það bara fínt, eitt það besta í textanum, fín kaldhæðni þetta, en svona er það bara ekki samkvæmt einhverri vefsíðu sem Hrafnhildur var að sína mér. Textinn er víst: "... og upp að ljósastórnum hallaði og um ennið hélt." Huhh! Ég gef nú ekki mikið fyrir það.
sunnudagur, mars 21, 2004
Þá virðist húsnæðismálin vera að leysast.
Það er nebblega hún Daniella í Stokkhólmi sem vill skipta við okkur. Hún er með íbúð rétt hjá Fridu fyrrverandi sambýliskonu Hrafnhildar og íbúðin er algjörlega endurnýjuð. Nú er það bara leigusalinn sem þarf að samþykkja okkur. Það tekur u.þ.b. tvær vikur. Við höfum smá áhyggjur af því að þeir hafni okkur þar sem við erum ekki búin að fá vinnu (hvorugt okkar búið að sækja um). Hrafnhildur var að ganga frá umsókninni sinni fyrir talmeinafræðistöðu í Stokkhólmi og það var voða flott hjá henni. Ég hef merkilegt nokk aldrei gert svona umsókn. Þó hef ég unnið á þó nokkrum stöðum. Yfirleitt hefur mér bara verið boðin vinna og þá hefur þetta bara verið ákveðið í gegnum símann. Einu sinni var ég beðinn um að skila inn formlegri umsókn þar sem ég var þegar byrjaður að vinna.
Áðan voru tónleikar með Pro Musica sem gengu mjög vel og voru vel sóttir. Núnar eru bara ca. 5 æfingar eftir og einir tónleikar og svo ekkert meira. Mér hefur reyndað verið boðið að koma með til Brasilíu í nóvember en ég veit ekki hvort ég kemst með þar sem ég veit ekki hvað ég verð að gera í haust. Ég á eftir að sakna kórsins mjög mikið. Bæði fólksins sem er mjög skemmtilegt og yndislegt og kórstjórans sem er mjög góður. Ég hef verið í ansi mörgum kórum og komist að því að það er mjög auðvelt að finna eitthvað að kórstjóranum en þessi vinnur mjög vel, alltaf vel undirbúinn og nánast alltaf í góðu skapi. Það er lítið hægt að setja út á hann. Svo er stemningin svo góð. þótt að þetta sé einn af bestu kórum Svíþjóðar er ekki til neinn hroki né öfundsýki. Mér hefur stundum ofboðið hrokinn og baktalið í íslensku kórunum og að það sé ekki hægt að sætta sig við að einhver annar geri hlutina öðruvísi.
maggiragg@hotmail.com
Það er nebblega hún Daniella í Stokkhólmi sem vill skipta við okkur. Hún er með íbúð rétt hjá Fridu fyrrverandi sambýliskonu Hrafnhildar og íbúðin er algjörlega endurnýjuð. Nú er það bara leigusalinn sem þarf að samþykkja okkur. Það tekur u.þ.b. tvær vikur. Við höfum smá áhyggjur af því að þeir hafni okkur þar sem við erum ekki búin að fá vinnu (hvorugt okkar búið að sækja um). Hrafnhildur var að ganga frá umsókninni sinni fyrir talmeinafræðistöðu í Stokkhólmi og það var voða flott hjá henni. Ég hef merkilegt nokk aldrei gert svona umsókn. Þó hef ég unnið á þó nokkrum stöðum. Yfirleitt hefur mér bara verið boðin vinna og þá hefur þetta bara verið ákveðið í gegnum símann. Einu sinni var ég beðinn um að skila inn formlegri umsókn þar sem ég var þegar byrjaður að vinna.
Áðan voru tónleikar með Pro Musica sem gengu mjög vel og voru vel sóttir. Núnar eru bara ca. 5 æfingar eftir og einir tónleikar og svo ekkert meira. Mér hefur reyndað verið boðið að koma með til Brasilíu í nóvember en ég veit ekki hvort ég kemst með þar sem ég veit ekki hvað ég verð að gera í haust. Ég á eftir að sakna kórsins mjög mikið. Bæði fólksins sem er mjög skemmtilegt og yndislegt og kórstjórans sem er mjög góður. Ég hef verið í ansi mörgum kórum og komist að því að það er mjög auðvelt að finna eitthvað að kórstjóranum en þessi vinnur mjög vel, alltaf vel undirbúinn og nánast alltaf í góðu skapi. Það er lítið hægt að setja út á hann. Svo er stemningin svo góð. þótt að þetta sé einn af bestu kórum Svíþjóðar er ekki til neinn hroki né öfundsýki. Mér hefur stundum ofboðið hrokinn og baktalið í íslensku kórunum og að það sé ekki hægt að sætta sig við að einhver annar geri hlutina öðruvísi.
maggiragg@hotmail.com
föstudagur, mars 19, 2004
Þá er vorið komið hingað til Gautaborgar, hiti 10 stig, skyggni ágætt... borgarstarfsmenn farnir að hreinsa sandinn af götunum og ég farinn að hjóla á ný. Mikið er það nú gaman. Þetta er svipuð tilfinning og þegar maður var krakki og fór að nota strigaskóna á ný eftir að hafa verið í kuldaskónum allan veturinn. Það eru reyndar ýmsir hér í borg sem hjóla allan veturinn þrátt fyrir snjó og hálku. Það er nú ekkert fyrir mig.
Ég á reyndar eftir að sakna tímans í sporvagninum því maður getur nýtt hann ágætlega með því að lesa. Stundum hef ég verið að skoða nótur og raulað mjög lágt. Það getur verið dáldið gaman því oftast fer sá sem situr fyrir framan mig að velta fyrir sér hvaðan hljóðið kemur, lítur í kringum sig, horfir upp í loftið, hann heldur ábyggilega að hann sé farinn að heyra raddir.
Svo hef ég stundum stúderað hljómsveitar- eða kórverk og æft mig í að stjórna. Ég vil taka það fram að ég nota mjög litlar hreyfingar en samt fer allur sporvagninn að glápa á mig, unglingsstelpur flissa og benda og þegar ég lít upp þykjast þær vera að tala um eitthvað allt annað og passa sig að horfa ekki á mig. Það er ekki eins og ég sé með einhverjar Bernstein hreyfingar þegar ég er innan um annað fólk. Það er nú önnur saga þegar ég er heima að æfa mig, þá er maður ekkert að spara sig og Skrámi finnst mjög gaman þegar ég sveifla tónsprotanum sem mest. Hann er eiginlega alltaf hjá mér þegar ég æfi hljómsveitarstjórn. Hann er þessi týpa "Handsome and he knows it" með svo sæt augu að maður getur ekki vísað honum frá þegar hann skríður upp í fangið á manni.
Ég á reyndar eftir að sakna tímans í sporvagninum því maður getur nýtt hann ágætlega með því að lesa. Stundum hef ég verið að skoða nótur og raulað mjög lágt. Það getur verið dáldið gaman því oftast fer sá sem situr fyrir framan mig að velta fyrir sér hvaðan hljóðið kemur, lítur í kringum sig, horfir upp í loftið, hann heldur ábyggilega að hann sé farinn að heyra raddir.
Svo hef ég stundum stúderað hljómsveitar- eða kórverk og æft mig í að stjórna. Ég vil taka það fram að ég nota mjög litlar hreyfingar en samt fer allur sporvagninn að glápa á mig, unglingsstelpur flissa og benda og þegar ég lít upp þykjast þær vera að tala um eitthvað allt annað og passa sig að horfa ekki á mig. Það er ekki eins og ég sé með einhverjar Bernstein hreyfingar þegar ég er innan um annað fólk. Það er nú önnur saga þegar ég er heima að æfa mig, þá er maður ekkert að spara sig og Skrámi finnst mjög gaman þegar ég sveifla tónsprotanum sem mest. Hann er eiginlega alltaf hjá mér þegar ég æfi hljómsveitarstjórn. Hann er þessi týpa "Handsome and he knows it" með svo sæt augu að maður getur ekki vísað honum frá þegar hann skríður upp í fangið á manni.
fimmtudagur, mars 18, 2004
Nú ganga þessi íbúðarmál aðeins betur.
Það eru góðar líkur á að við getum skipt við eina konu sem ætlar að flytja til Gautaborgar sem er með íbúð sem verið er að endurnýja algjörlega og hún á eftir að kosta svipað og það sem við erum að borga í leigu núna, ca. 5200 sek. Hrafnhildur gat ekki sofið um daginn af áhyggjum, það er svo margt óvisst, bæði íbúð, vinna fyrir okkur bæði og svo brúðkaupið í sumar. Hún er rólegri núna. Ég er hins vegar frekar rólegri og held að þetta reddist allt saman (týpískur karlmaður). Enda er ég búinn að vera með Ríó Tríó á heilanum: "Þeeeetta reddast..... já það reddast...... það reddast sjálfsagt eina ferð á ný! Jáááááá það reddast, þetta reddast.... það reddast (eitthvað eitthvað) ......... borg og bý." Man einhver eftir þessu lagi, ca. 10 ára gamalt. Ef svo þá geturðu ímyndað þér hvað það er gaman að hafa þetta á heilanum!
Þessi og næsta vika er projekt vika í skólanum sem þýðir að ekki er kennt skv. stundaskrá, heldur bara fullt af sérverkefnum: aðallega kóræfingar, fyrirlestrar og masterclass. Sem sagt óvenju mikil viðvera þannig að maður nær ekki að æfa sig eins mikið auk þess sem það eru inntökupróf í skólanum þannig að maður má ekki bóka æfingaherbergi. Á mánudaginn var masterclass í jass fyrir orgel og saxófón. Það var voða gaman, sérstaklega að djamma með saxófónistanum Håkan Lewin. Það er samt eitthvað við skandinavískan jass sem ég fíla ekki alveg. Ég held það sé ofnotkunin á stórri sjöund.
Framundan eru nokkrir tónleikar. Nú á sunnudaginn ætlar kórinn minn (Pro Musica) að flytja tónleikaprógrammið Ramaskri (öskur í Rama) sem er voða flott. Meðal annars tvær passíu mótettur eftir Poulenc sem ég alveg elska, bæn eftir Rachmaninov og Bölvun járnsins eftir eistlendinginn Tormis. Við höfum sungið það nokkrum sinnum áður og það er alveg magnað. Eitt af þessum verkum sem er neiðinlegt að æfa en magnað á tónleikum og vekur mikla lukku. Kórinn er líka alveg rosalega góður þótt ég segi sjálfur frá.
Næsta sunnudag er það svo Stabat mater eftir Pergolesi þar sem ég mun spila continio orgel. Þetta verður gert á enska háttinn. Þ.e. tónleikarnir eru hálf átta og fyrsta æfingin er kl. fimm sama dag. Svo á föstudaginn langa mun ég spila á stóra orgelið í Oscar Fredriks kirkjunni í messu fyrir kór og tvö orgel eftir Vierne. Það verður dáldið erfitt þar sem það verður svo langt á milli mín og kórsins og hins orgelsins og tekur langan tíma fyrir hljóðið að berast fram og til baka. Maður þarf því að stara í spegilinn til að sjá stjórnandann og liggja aðeins og undan slaginu.
Það eru góðar líkur á að við getum skipt við eina konu sem ætlar að flytja til Gautaborgar sem er með íbúð sem verið er að endurnýja algjörlega og hún á eftir að kosta svipað og það sem við erum að borga í leigu núna, ca. 5200 sek. Hrafnhildur gat ekki sofið um daginn af áhyggjum, það er svo margt óvisst, bæði íbúð, vinna fyrir okkur bæði og svo brúðkaupið í sumar. Hún er rólegri núna. Ég er hins vegar frekar rólegri og held að þetta reddist allt saman (týpískur karlmaður). Enda er ég búinn að vera með Ríó Tríó á heilanum: "Þeeeetta reddast..... já það reddast...... það reddast sjálfsagt eina ferð á ný! Jáááááá það reddast, þetta reddast.... það reddast (eitthvað eitthvað) ......... borg og bý." Man einhver eftir þessu lagi, ca. 10 ára gamalt. Ef svo þá geturðu ímyndað þér hvað það er gaman að hafa þetta á heilanum!
Þessi og næsta vika er projekt vika í skólanum sem þýðir að ekki er kennt skv. stundaskrá, heldur bara fullt af sérverkefnum: aðallega kóræfingar, fyrirlestrar og masterclass. Sem sagt óvenju mikil viðvera þannig að maður nær ekki að æfa sig eins mikið auk þess sem það eru inntökupróf í skólanum þannig að maður má ekki bóka æfingaherbergi. Á mánudaginn var masterclass í jass fyrir orgel og saxófón. Það var voða gaman, sérstaklega að djamma með saxófónistanum Håkan Lewin. Það er samt eitthvað við skandinavískan jass sem ég fíla ekki alveg. Ég held það sé ofnotkunin á stórri sjöund.
Framundan eru nokkrir tónleikar. Nú á sunnudaginn ætlar kórinn minn (Pro Musica) að flytja tónleikaprógrammið Ramaskri (öskur í Rama) sem er voða flott. Meðal annars tvær passíu mótettur eftir Poulenc sem ég alveg elska, bæn eftir Rachmaninov og Bölvun járnsins eftir eistlendinginn Tormis. Við höfum sungið það nokkrum sinnum áður og það er alveg magnað. Eitt af þessum verkum sem er neiðinlegt að æfa en magnað á tónleikum og vekur mikla lukku. Kórinn er líka alveg rosalega góður þótt ég segi sjálfur frá.
Næsta sunnudag er það svo Stabat mater eftir Pergolesi þar sem ég mun spila continio orgel. Þetta verður gert á enska háttinn. Þ.e. tónleikarnir eru hálf átta og fyrsta æfingin er kl. fimm sama dag. Svo á föstudaginn langa mun ég spila á stóra orgelið í Oscar Fredriks kirkjunni í messu fyrir kór og tvö orgel eftir Vierne. Það verður dáldið erfitt þar sem það verður svo langt á milli mín og kórsins og hins orgelsins og tekur langan tíma fyrir hljóðið að berast fram og til baka. Maður þarf því að stara í spegilinn til að sjá stjórnandann og liggja aðeins og undan slaginu.
miðvikudagur, mars 17, 2004
Jæja, þá hefst bloggið.
Undanfarnar vikur (eiginlega síðan ég kom aftur út til Gautaborgar í janúar) hef ég varla gert neitt annað en að undirbúa mig fyrir inntökuprófin í stjórnendadeildina í Stokkhólmi. Þess vegna hef ég ekkert verið voða duglegur að skrifa vinum mínum og láta vita hvað ég er að gera. Svo tekur það svo langan tíma fyrir mig að skrifa tölvupóst því ég þarf alltaf að segja frá svo mörgu þegar ég loksins læt verða af því að skrifa. Þetta blog-dæmi lýst mér ansi vel á og vona að það virki.
Alla vegna. Eins og ég var búinn að undirbúa mig mikið fyrir inntökuprófin þá komst ég samt ekki inn og varð heldur betur fyrir vonbrigðum. Nú er ég þó búinn að jafna mig á þessu. Þetta er barasta mjög erfitt. Það voru 30 sem sóttu um og ca 3 sem komust inn. Svo voru allir að spurja mig hvort ég væri þarna í fyrsta skipti. Það var nebblega þannig að þeir sem sögðust vera þarna í fyrsta skiptið voru bara að prófa til að gera þetta almennilega á næsta ári og þeir sem komust inn höfðu reynt árið áður.
Mér gekk samt alveg ágætlega í prófunum. Ég stjórnaði strengjakvintett, eitt stykki eftir Mozart og eitt eftir Puccini. Það gekk mjög vel og dómnefndin virkaði mjög ánægð. Áður en ég fór inn í prófið hafði ég heyrt að Jorma Panula (hljómsveitarstjóri) væri mjög gagnrýninn og komið með fullt af kommentum fyrir þá sem voru að stjórna en hann sagði ekkert við mig og virkaði mjög ánægður. Kórstjórnarprófið gekk líka vel en það sem ég klikkaði á var prima vista prófið þar sem ég átti að spila hluta af einhverju Haydn píanóstykki og nokkra takta úr hljómsveitarverki eftir Stravinski og það gekk ekki eins vel. Það var mjög erfitt ritmískt, alltaf að skipta um takttegund og fullt af punkteringum og þríólum.
Nú er bara að undirbúa sig fyrir inntökuprófin á næsta ári og til öryggis ætla ég að sækja um í Kaupmannahöfn líka. Þá gæti Hrafnhildur starfað í Malmö og annað hvort okkar pendlað á milli með lestinni. En ef ég kemst inn í Stokkhólmi þá tek ég það.
Undanfarnar vikur (eiginlega síðan ég kom aftur út til Gautaborgar í janúar) hef ég varla gert neitt annað en að undirbúa mig fyrir inntökuprófin í stjórnendadeildina í Stokkhólmi. Þess vegna hef ég ekkert verið voða duglegur að skrifa vinum mínum og láta vita hvað ég er að gera. Svo tekur það svo langan tíma fyrir mig að skrifa tölvupóst því ég þarf alltaf að segja frá svo mörgu þegar ég loksins læt verða af því að skrifa. Þetta blog-dæmi lýst mér ansi vel á og vona að það virki.
Alla vegna. Eins og ég var búinn að undirbúa mig mikið fyrir inntökuprófin þá komst ég samt ekki inn og varð heldur betur fyrir vonbrigðum. Nú er ég þó búinn að jafna mig á þessu. Þetta er barasta mjög erfitt. Það voru 30 sem sóttu um og ca 3 sem komust inn. Svo voru allir að spurja mig hvort ég væri þarna í fyrsta skipti. Það var nebblega þannig að þeir sem sögðust vera þarna í fyrsta skiptið voru bara að prófa til að gera þetta almennilega á næsta ári og þeir sem komust inn höfðu reynt árið áður.
Mér gekk samt alveg ágætlega í prófunum. Ég stjórnaði strengjakvintett, eitt stykki eftir Mozart og eitt eftir Puccini. Það gekk mjög vel og dómnefndin virkaði mjög ánægð. Áður en ég fór inn í prófið hafði ég heyrt að Jorma Panula (hljómsveitarstjóri) væri mjög gagnrýninn og komið með fullt af kommentum fyrir þá sem voru að stjórna en hann sagði ekkert við mig og virkaði mjög ánægður. Kórstjórnarprófið gekk líka vel en það sem ég klikkaði á var prima vista prófið þar sem ég átti að spila hluta af einhverju Haydn píanóstykki og nokkra takta úr hljómsveitarverki eftir Stravinski og það gekk ekki eins vel. Það var mjög erfitt ritmískt, alltaf að skipta um takttegund og fullt af punkteringum og þríólum.
Nú er bara að undirbúa sig fyrir inntökuprófin á næsta ári og til öryggis ætla ég að sækja um í Kaupmannahöfn líka. Þá gæti Hrafnhildur starfað í Malmö og annað hvort okkar pendlað á milli með lestinni. En ef ég kemst inn í Stokkhólmi þá tek ég það.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)