föstudagur, janúar 26, 2007

Ég fékk yfirlit frá einum banka í morgun þar sem stóð að ég ætti 167.000 kr. á sparireikningi. Ég hafði ekki hugmynd um það og hefði betur vitað það í fyrra þegar við keyptum íbúðina. Ég hringdi og spurði hvenær hann hefði verið stofnaður og þá var ég beðinn um fjögurra stafa leyninúmer, ég prufaði að gefa upp eitt sem ég nota stundum og það virkaði?!?!?! Þessi reikningur var stofnaður 2003 þegar ég bjó úti í Svíþjóð og var bara fátækur námsmaður að safna fyrir brúðkaupinu en það er ekki séns að ég hafi stofnað reikning á Íslandi þá sem var bundinn til fimm ára. Ég hlýt að hafa komið einhvern veginn að þessu fyrst leyninúmerið passaði. Ég fór samt um hér í fyrra og tæmdi og lokaði öllum reikningum sem ég átti nema tveimur. Ég skil ekkert í þessu. En alltaf gaman að fá óvæntan pening þó svo hann sé ekki laus alveg strax.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú hefur kannski gert þetta í ölæði! ;)
þar með myndirðu líklegast slá flest með sem ábyrgur einstaklingur! hehehehe

Nafnlaus sagði...

met ekki með :P

Maggi sagði...

Já. Þá kemur alltaf skynsemin fram í mér þegar ég er kominn veeeel í glas.... eða hittó!