Þá eru prófin búin og þau gengu bara vel. Ég var með þrjá nemendur af fimm sem fóru í grunnpróf hér í skólanum.
Núna á sunnudagskvöldið kl. 20.00 verður fundur um drengjakórinn í Langholtskirkju fyrir þá sem hafa áhuga.
fimmtudagur, maí 11, 2006
Þá erum við loks sameinuð á ný fjölskyldan.
Skrámur kom til okkar í gærkvöldi og kann bara ágætlega við sig. Ísak er mjög hrifinn af honum og fylgist náið með og hlær þegar hann klifrar upp hillurnar. Skrámur er hins vegar ekkert áhugasamur um Ísak. Hann fór aðeins út á pall og var með varann á sér allann tímann. Við erum búin að setja á hann ól og ætlum að leyfa honum að fara inn og út að vild eftir rúma viku.
Nú eru þrír nemendur mínir að fara í grunnpróf. Það er sem sagt búið að leggja niður stigsprófin og í stað 8 stigsprófa þá fara tónlistarnemendur bara í þrjú áfangapróf. Sú fyrsta er búin og hún stóð sig rosalega vel. Ég var mjög stoltur.
Skrámur kom til okkar í gærkvöldi og kann bara ágætlega við sig. Ísak er mjög hrifinn af honum og fylgist náið með og hlær þegar hann klifrar upp hillurnar. Skrámur er hins vegar ekkert áhugasamur um Ísak. Hann fór aðeins út á pall og var með varann á sér allann tímann. Við erum búin að setja á hann ól og ætlum að leyfa honum að fara inn og út að vild eftir rúma viku.
Nú eru þrír nemendur mínir að fara í grunnpróf. Það er sem sagt búið að leggja niður stigsprófin og í stað 8 stigsprófa þá fara tónlistarnemendur bara í þrjú áfangapróf. Sú fyrsta er búin og hún stóð sig rosalega vel. Ég var mjög stoltur.
mánudagur, maí 08, 2006
Nú erum við sjálf flutt inn. Sváfum í fyrsta skipti þarna í nótt. Það var bara góð tilfinning. Ísak hélt reyndar fyrir okkur vöku með alveg ágætis öskurkasti. Hann hefur tekið eitt slíkt undanfarna viku en það færist alltaf fram um korter með hverri nótt. Ég hef sofið hans megin og stungið upp í hann snuðinu og gert það fram til klukkan hálf fjögur en þá fær hann að drekka og svo aftur um klukkan sjö. Við höfum passað okkur á því að taka hann ekki upp eða horfa í augun á honum og það hjálpaði til að byrja með en nú verða þessi öskurköst alltaf lengri.
Við erum búin að fá alveg fullt af aðstoð og stundum veltir maður því fyrir sér hvernig þetta hefði gengið ef hennar hefði ekki notið við. En svo mundum við að við erum búin að flytja þrisvar áður og sáum um það svo gott sem ein. Við fengum hjálp við sjálfan flutninginn en við komum okkur sjálf fyrir. Munurinn núna er að við erum með Ísak og það þarf oftast einhver að sinna honum. Stundum getur hann reyndar legið á gólfinu lengi og dundað sér og svo sefur hann auðvitað í vagninum.
Það ríkir einhver símabölvun yfir okkur því við fáum ekki síma- og nettengingu fyrr en eftir tvær vikur... vonandi!
Við erum búin að fá alveg fullt af aðstoð og stundum veltir maður því fyrir sér hvernig þetta hefði gengið ef hennar hefði ekki notið við. En svo mundum við að við erum búin að flytja þrisvar áður og sáum um það svo gott sem ein. Við fengum hjálp við sjálfan flutninginn en við komum okkur sjálf fyrir. Munurinn núna er að við erum með Ísak og það þarf oftast einhver að sinna honum. Stundum getur hann reyndar legið á gólfinu lengi og dundað sér og svo sefur hann auðvitað í vagninum.
Það ríkir einhver símabölvun yfir okkur því við fáum ekki síma- og nettengingu fyrr en eftir tvær vikur... vonandi!
þriðjudagur, maí 02, 2006
Við fengum lyklana afhenta á föstudagskvöldið og erum búin að vera að mála síðan þá. Ég gleymdi því næstum að ég ætti afmæli. Ég er búinn að vera að mála þrjá daga í röð. Við tókum bara alla veggi og loftið. Það var kominn tími á það. Við hjónin fórum út að borða og svo í leikhúsið á afmælisdaginn. Fórum að sjá Belgíska Kongó. Það var mjög skemmtilegt. Við vorum reyndar mjög hissa þegar það var bara allt í einu búið og við ekki fengið svör við ansi mörgum spurningum. En við vorum ekkert smá þreytt eftir alla málningavinnuna. Svo ætlum við að flytja dótið inn í kvöld og flytjum svo sjálf seinna í vikunni, kannski á föstudaginn eða eitthvað svoleiðis. Það á eftir að veggfóðra einn vegg og við getum ekki ákveðið munstrið fyrr en við vitum hvernig við ætlum að raða í íbúðina. Svo er spurning hvort við skellum eldhúsinnréttingunni í plashúðun eða kaupum bara nýja eftir nokkra mánuði. Það væri fínt að auka við skápaplássið og hafa þá alveg upp í loft þannig að maður þurfi ekki alltaf að vera að þrífa ofan af þeim.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)