laugardagur, febrúar 17, 2007
Nú er ég gjörsamlega búinn á því eftir að hafa stjórnað Hljómeyki í allan dag. Það voru sem sagt upptökur sem byrjuðu klukkan tíu í morgun og lauk klukkan sjö. Náðum að taka upp níu kórverk. Það er bara ágætis dagsverk. Svo höldum við áfram á morgun með annað prógram, þ.e. verkin eftir Úlfar Inga sem við fluttum um daginn á Myrkum músikdögum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
já, þetta var hörkuprógramm hjá okkur. Örugglega ekki síðra á morgun (vona að röddin mín makki rétt eftir öll krummagörgin...)
Skrifa ummæli