mánudagur, ágúst 13, 2007

Yes!

Ísak er búinn að fá pláss hjá dagmömmu! Við vorum farin að örvænta. Kristjana sem hann var hjá í vetur ákvað að skipta um starf og hætti 1.júní. Það var mikil eftirsjá af henni en þá var Ísak samt búinn að fá inni á leikskólanum hér við hliðina. Svo vantar starfsfólk þannig að við vitum ekki hvenær hann fær að byrja. Við erum búin að vera í svo góðu sumarfríi að það hefur ekki verið neitt mál að hafa hann heima og þetta reddast alveg út mánuðinn en svo fór maður að heyra fréttir af því að krakkar kæmust jafnvel ekki inn fyrr en um jólin. Það fannst okkur nú ekki mjög ánægjulega fréttir. En það ætlar ein að taka hann að sér frá og með mánudeginum þar til hann kemst inn og við getum farið að sinna okkar vinnu að degi til.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jibbí

amma banani

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með það! Óþolandi að það sé ekki hægt að borga fólki mannsæmandi laun fyrir að sinna börnunum okkar. Ef svo væri, væri ekki svona erfitt að manna þessa leikskóla. Ekki nenni ég að vinna á leikskóla sem "hobbý".

Maggi sagði...

Nei ég skal alveg viðurkenna það að eftir að hafa kíkt á leikskólann hans í vor þá dáðist ég að starfsfólkinu því ég hefði ekki þolinmæði í þetta og gæti sennilega ekki meikað meira en einn dag. En þeir hækkuðu laun starfsmanna Seðlabankans um daginn því enginn sótti um nýjar stöður þar.