"HIN æruverðuga Söngsveit Fílharmónía, er vantar tvennt í fimmtugt og Íslandsfrumflutti fjölda klassískra stórverka fyrstu árin í samstarfi við SÍ undir stjórn Róberts A. Ottóssonar, stóð fyrir forvitnilegum tónleikum á þriðjudag. Fyrst voru tvær stuttar a cappella-mótettur (að vísu aðeins tekinn 1. þáttur af 4 hinnar seinni) – Richte mich, O Gott (1843) eftir Mendelssohn og Warum ist das Licht gegeben (1875?) eftir Brahms. Kórsöngurinn var framan af svolítið daufur, einkum í upphafi Brahms, en sótti í sig veðrið og varð víða glæsilegur í Schubert, þó þýzkuframburðurinn væri linur og fámennur tenórinn í varnarstöðu.
30 ár ku liðin síðan eitt viðamesta kórverk Schuberts heyrðist fyrst hér á landi. Þótt styttri sé en h-moll messa Bachs og Missa Solemnis Beethovens er hin ægifagra og kraftmikla As-dúr messa (1819–26) í svipuðum "konsert"-flokki og spannar allt frá Haydn að Wagner. Dýnamísk stjórn Magnúsar Ragnarssonar tryggði dramatíska vídd í jafnt 30 manna hljómsveit sem 54 manna kór, og sólistarnir reyndust einvalalið í hópsöng þó einsöngstækifærin gæfust aðeins örfá og stutt."
Ríkarður Ö. Pálsson
4 ummæli:
Djö er ég ógó svekkt yfir þessum pósti sem ég var að fá frá Einari. Helv. :(
En ok dómur, flott þetta ,,dynamísk stjórn''
Já. Þú ert ekki ein um að vera svekkt!
Ég er ekki svekkt. Ég er BRJÁL...
ætli við getum dregið til baka boð okkar íslendinga um að Litháen sé sjálfstætt ríki! Þetta fólk. uss!
Skrifa ummæli