miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Ó nei!

Ísak er kominn með hlaupabólu. Jökull frændi hans var með alveg svakalegar bólur hér um daginn sem eru að hverfa núna. Ég held það sé alveg mánuður síðan hann fékk þetta og við héldum að Ísak hefði sloppið. Vonandi verður þetta bara vægt tilfelli. Það er samt ágætt að ljúka þessu af og þetta er bara ágætis tími fyrir þetta á meðan hann er svona lítill og við getum verið heima með honum en ekki bundin of mikið í vinnu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æh, það er nú bara fínt að hann klári þetta. Vonandi sleppur hann vel (samt ekki of vel - þá geta þau fengið hana aftur)