mánudagur, október 08, 2007

Þá er þessi tónleikatörn búin.
Þessir klezmertónleikar heppnuðust alveg ótrúlega vel. Það var alveg fullt húsí dag og ansi vel mætt í gær. Þeir sem mættu í gær urðu svo hrifnir því þetta kom svo skemmtilega á óvart. Í dag fann maður að margir höfðu komið af afspurn og vissu því við hverju var að búast en stemmningin var engu að síður góð.
Þetta small allt saman á tónleikunum. Kórinn var alveg í hörkustuði og hljómsveitin fann sig endanlega í gær, enda ekki allir vanir að spila svona tónlist. Svo voru nokkrir gyðingar sem voru svo þakklátir að menning þeirra skyldi vera haldið á lofti. Það voru nokkrir kórfélagar sem töluðu um ýmsa áheyrendur sem hreyfðu varirnar með í flestum lögum. Nú tekur við aðventuprógrammið og Brahms. Það verður nú ekki leiðinlegt!

föstudagur, október 05, 2007

Mágur minn með sýningu

Í dag kl. 17 verður opnuð sýning á teikningum eftir Ingólf Arnarsson í Kubbnum, sýningarsal Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91. Hljómsveitin Stilluppsteypa spilar frumsamið efni við opnunina. Ingólfur Arnarsson hefur sýnt verk sín víða; í sýningarsölum hérlendis sem erlendis. Hann gegndi prófessorsstöðu við Listaháskóla Íslands 2000–2007, og hefur kennt velflestum myndlistarmönnum okkar af af yngri kynslóðum. Sýningin er opin á skólatíma til 12. okt, og 13. okt. frá 14-16 er hún liður í Sequences hátíðinni.

þriðjudagur, október 02, 2007


Í gær æfðum við með öllum fyrir klezmer-tónleikana í Seltjarnar-neskirkju. Á köflum var þetta alveg æðislegt. Ragnheiður og Haukur kunna sko á þetta fag. Hvet ykkur eindregið til að mæta. Sveiflan er ansi góð og kórinn kemur til með að vera í hörkustuði. Miðar fást með afslætti í gegnum mig.
Svo er nú ekkert leiðinlegt að horfa á þessa manneskju syngja.