þriðjudagur, september 16, 2008
YEEEEEEEEEEEESSSSSSSSSSSSSSS!
Ég er búinn að taka til eftir Kára. Tók ekki nema eitt ár. Ohhhh hvað ég sé eftir að hafa ekki tekið mynd af skrifstofunni eins og hún var.
laugardagur, september 13, 2008
fimmtudagur, september 04, 2008
Enn ein sagan af Ísak
Eins og Hrafnhildur var búin að minnast á í blogginu sínu þá erum við að reyna að fá Ísak til að pissa í klósettið. Nú fær hann límmiða á koppinn sinn ef það kemur eitthvað. Í fyrradag komum við heim og ég spurði hvort hann vildi fá límmiða á koppinn og hann sagði já. Hann sagðist hafa fengið tvo límmiða deginum áður og fór að skoða þá. Svo fóru fram eftirfarandi samræður:
Ísak: Ég fékk tvo límmiða í gær. Það er bara nokkuð gott.
Ég: Viltu pissa í klósettið núna og fá fleiri límmiða?
Ísak: Nei, nei. Þetta er orðið gott!
Ísak: Ég fékk tvo límmiða í gær. Það er bara nokkuð gott.
Ég: Viltu pissa í klósettið núna og fá fleiri límmiða?
Ísak: Nei, nei. Þetta er orðið gott!
miðvikudagur, september 03, 2008
Ég er búinn að hlusta á tæplega hundrað manns í raddprófum Fílharmóníunnar. Ég og Margrét raddþjálfari prófuðum bæði gamla og nýja. Ég held að þessi mikli áhugi stafi af vel heppnuðum síðasta vetri þannig að flestir sem voru með í fyrra vildu vera með áfram. Ég fann að verkefni vetrarins draga að sem og nýtt æfingafyrirkomulag en við æfum nú bara eitt kvöld í viku auk langra laugardagsæfinga, tvisvar á önn. Svo er staða kórsins út á við mjög góð. Það er kominn nokkuð traustur áheyrendaskari og ansi margir sem þekkja kórinn. Ég átti í nokkrum vandræðum því það voru ansi margir sem stóðust þær kröfur sem ég geri og því þurfti ég að vísa frá hæfum kórsöngvurum sem ég hefði ábyggilega ekki hikað við að taka inn í fyrra.
Fyrsta æfing var í kvöld og hljómurinn var mjög góður. Nú verður hamrað á góðum mætingum og kórmeðlimum gert grein fyrir því að ef þeir standa sig ekki þá er af nógu góðu fólki til að taka inn i kórinn.
Fyrsta æfing var í kvöld og hljómurinn var mjög góður. Nú verður hamrað á góðum mætingum og kórmeðlimum gert grein fyrir því að ef þeir standa sig ekki þá er af nógu góðu fólki til að taka inn i kórinn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)