sunnudagur, febrúar 26, 2006
laugardagur, febrúar 25, 2006
Nemendur mínir voru að spila á tónleikum í dag, 17 af 22. Stóðu sig öll mjög vel enda hafði ég valið tónleikalag fyrir nokkrum vikum og þau voru flest öll búin að ná því utanbókar í síðustu viku. Ég ætla ekki að velja lag svona snemma hjá þeim yngstu fyrir næstu tónleika. Einn átta ára hvíslaði að mér þegar ég var að stilla píanóstólinn: "Ég er kvíðinn." Hann vildi endilega hafa nóturnar fyrir framan sig þótt hann kynni lagið utan að. En svo spilaði hann voða vel. Á fyrstu tónleikunum í haust mætti hann en þorði ekki að spila þ.a. ég var feginn að hann dreif í þessu núna.
Við erum að fara í útskrift til Hjalta mágs míns, sagnfræðings. Hann er reyndar í masternámi núna og átti að útskrifast með BA gráðuna í haust en fékk þá að vita að hann vantaði einn kúrs upp á sem var kenndur þegar hann var úti í Noregi. Það var búið að segja við hann að hann þyrfti ekki að taka hann og fékk undanþágu en kerfið myndi ekki ná að afgreiða þetta fyrir útskrift og því varð hann að bíða þangað til núna. En í gær fór hann spyrjast fyrir niðri í Háskóla og kom þá í ljós að hann útskrifaðist eftir allt í haust en það gleymdist bara að láta hann vita. Hann mætti því ekki í sjálfa athöfnina í dag enda ekkert skírteini til að taka á móti.
Svo er Jóna hans Gunnars á spítala í rannsóknum. Hún er búin að vera mjög andstutt síðustu vikurnar. Við vonum bara að þetta fari allt á besta veg.
Við erum að fara í útskrift til Hjalta mágs míns, sagnfræðings. Hann er reyndar í masternámi núna og átti að útskrifast með BA gráðuna í haust en fékk þá að vita að hann vantaði einn kúrs upp á sem var kenndur þegar hann var úti í Noregi. Það var búið að segja við hann að hann þyrfti ekki að taka hann og fékk undanþágu en kerfið myndi ekki ná að afgreiða þetta fyrir útskrift og því varð hann að bíða þangað til núna. En í gær fór hann spyrjast fyrir niðri í Háskóla og kom þá í ljós að hann útskrifaðist eftir allt í haust en það gleymdist bara að láta hann vita. Hann mætti því ekki í sjálfa athöfnina í dag enda ekkert skírteini til að taka á móti.
Svo er Jóna hans Gunnars á spítala í rannsóknum. Hún er búin að vera mjög andstutt síðustu vikurnar. Við vonum bara að þetta fari allt á besta veg.
föstudagur, febrúar 24, 2006
Ísak er allt í einu farinn að teygja sig eftir hlutum og svo tók hann upp á því í gær að hlæja upphátt. Við höfðum heyrt eitt og eitt skrík í síðustu viku sem var óljóst hvort væri hlátur eða ekki en það fór ekkert á milli mála í gær. Í morgun vorum við tveir á teppinu frammi í stofu að leika okkur. Mig langaði að hlusta á H-moll messuna eftir Bach (einnig til að leyfa honum að kynnast almennilegri tónlist) og hann varð alveg heillaður,gapti og starði út í loftið og fór svo að berjast við svefninn og sofnaði eftir bara nokkrar mínútur. Þá var hann eiginlega bara nývaknaður eftir langan nætursvefn.
Það er dálítið skrítið að blogga þegar maður er fluttur heim til Íslands. Í Svíþjóð gat maður eiginlega skrifað hvað sem er þar sem ég vissi að enginn Svíi las eða gat skilið síðuna. En nú þarf ég allt í einu að passa mig á því hvað ég skrifa. Það lesa þetta líka fleiri en ég gerði ráð fyrir. Það er náttúrlega bara hið besta mál og ég hvet fólk til að vera ekki ófeimið við að "kommenta". Mér finnst eins og það séu færri sem gera það eftir að ég skipti um kommentakerfi.
Það er dálítið skrítið að blogga þegar maður er fluttur heim til Íslands. Í Svíþjóð gat maður eiginlega skrifað hvað sem er þar sem ég vissi að enginn Svíi las eða gat skilið síðuna. En nú þarf ég allt í einu að passa mig á því hvað ég skrifa. Það lesa þetta líka fleiri en ég gerði ráð fyrir. Það er náttúrlega bara hið besta mál og ég hvet fólk til að vera ekki ófeimið við að "kommenta". Mér finnst eins og það séu færri sem gera það eftir að ég skipti um kommentakerfi.
fimmtudagur, febrúar 23, 2006
Við skrifuðum undir kaupsamninginn í gær. Íbúðin er dyrnar til hægri undirstiganum á myndinni. Seljendurnir eru búnir að finna annað hús og ætla skrifa undir kaupsamninginn í næstu viku. Þau fá afhent 1.apríl þannig að það er sjéns að við fáum að flytja inn eitthvað fyrr en 1.maí. En þau ætla bæði að dytta að ýmsu í Mosarima sem og í nýju íbúðinni og svo er maðurinn voða mikið á ferðalagi í útlöndum í mars og apríl. Það var bæði gaman en jafnframt ógnvekjandi að vera með þrjár komma fjórar milljónir á debetkortinu í rúman sólarhring. Ég var voða mikið að reyna að vera eðlilegur þegar ég gekk um með veskið í vasanum, ekki eins og ég væri hræddur um að því væri stolið.
þriðjudagur, febrúar 21, 2006
sunnudagur, febrúar 19, 2006
laugardagur, febrúar 18, 2006
Kaupsamingurinn verður undirritaður á miðvikudaginn. Þetta er búið að taka voða tíma allt saman og það verður gott að vera búinn að þessu. Ég er ábyggilega ekki heilbrigður því mér hefur þótt ágætlega gaman að því að standa í þessu lánaveseni. Mér féllust hendur þegar ég byrjaði því það var úr svo mörgum möguleikum að velja en ég held að þessi samsetning sem við enduðum á sé sú hagstæðasta.
Nú er lífið okkar fjölskyldunnar að komast í aðeins fastara form. Ísak vaknar yfirleitt bara tvisvar á nóttu til að drekka. Við skiptum nóttunum á milli okkar því það þarf ansi oft að stinga snuðinu upp í hann. Maður stendur oft í því á korters fresti þangað til það dugar ekki lengur og hann verður að drekka.
Hann dáir ömmur sínar og skælbrosir ef þær koma nálægt honum. En hann virðist bera mikla virðingu fyrir afa sínum því hann virðir hann mjög alvarlega fyrir sig jafnvel þótt afinn hoppar og skoppar fyrir framan hann. Það var rétt sem margir hafa sagt við okkur að við erum að fara gleyma hvað þessar fyrstu vikur voru rosalega erfiðar. Það fór í taugarnar á mér (eins og mjög mörgum öðrum foreldrum) þegar fólk sér okkur með nýfætt barn og spyr: "Er þetta ekki yndislegt?" Ég átti það til að svara (sérstaklega þegar ég var nær ósofinn): "Bæði og."
Ég hef verið að fylgjast með ýmsum íslenskum kórstjórum og verð stundum alveg gáttaður á því hvað kórinn syngur vel miðað við hvað kórstjórinn stjórnar skringilega. Ég held að kennarar mínir í Svíþjóð hefðu ýmislegt að segja við marga af þekktustu kórstjórunum.
Nú er lífið okkar fjölskyldunnar að komast í aðeins fastara form. Ísak vaknar yfirleitt bara tvisvar á nóttu til að drekka. Við skiptum nóttunum á milli okkar því það þarf ansi oft að stinga snuðinu upp í hann. Maður stendur oft í því á korters fresti þangað til það dugar ekki lengur og hann verður að drekka.
Hann dáir ömmur sínar og skælbrosir ef þær koma nálægt honum. En hann virðist bera mikla virðingu fyrir afa sínum því hann virðir hann mjög alvarlega fyrir sig jafnvel þótt afinn hoppar og skoppar fyrir framan hann. Það var rétt sem margir hafa sagt við okkur að við erum að fara gleyma hvað þessar fyrstu vikur voru rosalega erfiðar. Það fór í taugarnar á mér (eins og mjög mörgum öðrum foreldrum) þegar fólk sér okkur með nýfætt barn og spyr: "Er þetta ekki yndislegt?" Ég átti það til að svara (sérstaklega þegar ég var nær ósofinn): "Bæði og."
Ég hef verið að fylgjast með ýmsum íslenskum kórstjórum og verð stundum alveg gáttaður á því hvað kórinn syngur vel miðað við hvað kórstjórinn stjórnar skringilega. Ég held að kennarar mínir í Svíþjóð hefðu ýmislegt að segja við marga af þekktustu kórstjórunum.
Ísak verður skírður á morgun. Athöfnin verður heima hjá mömmu á Sólvallagötu og það verður bara nánasta fjölskylda. Samt verðum við ca. 18 manns. Hefðum við boðið foreldrasystkinum líka þá hefði þetta strax orðið 50 manns. En sonur minn verður í skírnarkjól sem var saumaður úr brúðarslöri mömmu og við systkinin vorum öll skírð í. Svo verður notuð skírnarskál sem nánast allir í föðurfjölskyldu minni voru skírðir upp úr (þ.á.m. við systkinin). Svo verður hann með nælu sem var næld í Ernu ömmu Hrafnhildar þegar hún gekk út úr kirkjunni eftir hjónavígsluna sína. Ég og Indra ætlum að spila Litfríð og ljóshærð eftir Emil Thoroddsen (Gunnar Emil heitir í höfuðið á honum) og sunginn verður sálmurinn Guð leiði þig eftir Jórunni Viðar og bæði lögin voru flutt við jarðarför ömmu Elísarbetar. Halldór ætlar að syngja lagið Unu sem við spiluðum oft fyrir Ísak þegar við vorum úti í Svíþjóð. Halldór sendi mér upptöku af því með Út í vorið kvöldið sem hann fæddist. Svo verður séra Jón Helgi prestur og hann jarðsöng bæði pabba og ömmu Jónu. Þannig að þetta verður allt morandi í hefðum.
föstudagur, febrúar 17, 2006
Ég held ég myndi ekki vilja vera tónlistarkennari til frambúðar. Mér finnst þetta ágætt eins og er, sérstaklega af því að ég veit ég mun bara gera þetta fram á vor. Stundum dugir ekki tíminn fyrir nemandann og stundum er ég í vandræðum með að halda sumum í fullar 30 mínútur, sérstaklega sjö og átta ára krökkunum. Maður má helst ekki hleypa þeim fyrr úr tímanum því þá gætu foreldrarnir kvartað og heimtað afslátt (það hefur víst gerst). En það er voða gaman þegar maður nær vel til þeirra.
Ég er með eina gelgju sem finnst allt ómögulegt og fannst "geht hallærislegt" að þurfa að spila utanbókar á tónleikunum og skildi ómögulega afhverju þess þurfti. Svo er hún að æfa Tyrkneska marsinn eftir Mozart og var búin að læra hann utanbókar að eigin frumkvæði og þá gat ég stoltur bent henni að hún hafði fundið sjálf hjá sér þörf til þess læra þetta utanað. Ég hef líka sagt sumum nemendum að semja lag og nota niðurlagshljóma sem þau kunna sem undirspil. Það kemur angistarsvipur hjá nánast öllum þegar ég minnist á þetta fyrst en svo hefur gengið mjög vel. Einn 9 ára gutti tók sig til og samdi tvö lög á nokkrum dögum (yfirleitt eru þetta bara nokkrir taktar) en hann hafði skrifað þau niður á blað og fékk pabba sinn til að hanna fyrir sig nótnablað. Hann sat líka límdur einn morguninn við tónsmíðarnar og mamma hans ætlaði aldrei að geta slitið hann frá píanóinu til að fara í skólann. Vinur hans var að æfa lag sem heitir Boogie og páfagaukurinn hans fílaði það svo vel að hann fór alltaf að dansa með á ákveðnum stað í laginu.
Ég er með eina gelgju sem finnst allt ómögulegt og fannst "geht hallærislegt" að þurfa að spila utanbókar á tónleikunum og skildi ómögulega afhverju þess þurfti. Svo er hún að æfa Tyrkneska marsinn eftir Mozart og var búin að læra hann utanbókar að eigin frumkvæði og þá gat ég stoltur bent henni að hún hafði fundið sjálf hjá sér þörf til þess læra þetta utanað. Ég hef líka sagt sumum nemendum að semja lag og nota niðurlagshljóma sem þau kunna sem undirspil. Það kemur angistarsvipur hjá nánast öllum þegar ég minnist á þetta fyrst en svo hefur gengið mjög vel. Einn 9 ára gutti tók sig til og samdi tvö lög á nokkrum dögum (yfirleitt eru þetta bara nokkrir taktar) en hann hafði skrifað þau niður á blað og fékk pabba sinn til að hanna fyrir sig nótnablað. Hann sat líka límdur einn morguninn við tónsmíðarnar og mamma hans ætlaði aldrei að geta slitið hann frá píanóinu til að fara í skólann. Vinur hans var að æfa lag sem heitir Boogie og páfagaukurinn hans fílaði það svo vel að hann fór alltaf að dansa með á ákveðnum stað í laginu.
mánudagur, febrúar 13, 2006
Það sem ég var dálítið óöruggur með þegar ég byrjaði með Fílharmóníuna var það að vinna með píanista. Ég hef sjaldan gert það. En svo kom þetta bara af sjálfu sér. Hún Gurrý er náttúrlega alveg hörkufínn píanisti og les nótur eins og ég veit ekki hvað. Nú er hún í Bandaríkjunum í tvær vikur og þá fannst mér allt í einu skrítið að vera ekki með píanista á æfingu. En æfingin gekk mjög vel nema hvað að kórinn átti það til að falla þegar ég lét hann syngja undirleikslaust.
Fór svo að sjá Öskubusku í óperunni í gær og var bara ánægður með það. Skemmtileg uppfærsla. Fór stundum yfir strikið í að fiska eftir hlátri, sérstaklega Beggi, og það fór í taugarnar á mér og stundum voru menn ekki alveg samtaka, sérstaklega Garðar Thór sem virtist vilja hafa hraðara tempó en Kurt.
Fór svo að sjá Öskubusku í óperunni í gær og var bara ánægður með það. Skemmtileg uppfærsla. Fór stundum yfir strikið í að fiska eftir hlátri, sérstaklega Beggi, og það fór í taugarnar á mér og stundum voru menn ekki alveg samtaka, sérstaklega Garðar Thór sem virtist vilja hafa hraðara tempó en Kurt.
sunnudagur, febrúar 12, 2006
Ég fór á tónleika hjá Jónasi í Salnum í gær og þeir voru æðislega flottir. Mjög metnaðarfullt og flott prógram (ekki oft sem maður getur sagt það um tenóra) sem hann söng mjög vel, allt utanbókar, meira að segja þó nokkur lög á rússnesku. Hann er orðinn barasta virkilega góður, með mjög flotta tækni og hefur ekkert fyrir háu tónunum en nú var hann með svo flotta túlkun líka og öruggari sviðframkomu. Ég fór bak við til að þakka honum fyrir og talaði við Jónas Ingimundar líka og reyndi að þakka honum fyrir píanóleikinn en hann gerði eins og vanalega og svaraði alltaf hvað strákurinn væri með fína rödd. Svo sátum við heima hjá Hjálmari um kvöldið og skiptumst á slúðri fram til tvö í nótt. Svo er það óperan í kvöld.
föstudagur, febrúar 10, 2006
Ég er orðinn þrítugur en samt er skólastjórinn að koma inn til manns með skilaboðin: Magnús á að hringja í mömmu sína.
Maður vex víst aldrei upp. Gunnar bróðir var einu sinni úti í körfubolta þegar hann var 18 ára. Þegar spurt var eftir honum í símann heyrði ég Mömmu segja að hann væri "úti að leika sér".
Ég er að hugsa um að kýla á þetta með drengjakórinn. Þeim virðist vera alveg full alvara með þessu. Ég er jafnvel að spá í að skreppa til Gautaborgar og kannski Uppsala í nokkra daga í vor og sjá hvernig þeir gera þetta í dómkirkjunum þar.
Maður vex víst aldrei upp. Gunnar bróðir var einu sinni úti í körfubolta þegar hann var 18 ára. Þegar spurt var eftir honum í símann heyrði ég Mömmu segja að hann væri "úti að leika sér".
Ég er að hugsa um að kýla á þetta með drengjakórinn. Þeim virðist vera alveg full alvara með þessu. Ég er jafnvel að spá í að skreppa til Gautaborgar og kannski Uppsala í nokkra daga í vor og sjá hvernig þeir gera þetta í dómkirkjunum þar.
Ég varð vitni að stórtíðindum í sjónvarpssögunni. Oprah kom í þáttinn til Letterman. Hann er búinn að tala um þetta í nokkur ár og gert heilmikið úr þessu alltaf en hún hefur ekki viljað tala við hann af einhverjum ástæðum. En svo mætti hún og það var meira að segja leikið á pákur þegar hún gekk inn. Við fylgdumst alltaf með David úti í Svíþjóð, hann er langskemmtilegastur af þessum þremur spjallþáttagæjum. Svo er svo leiðinlegt að hann sé ekki sýndur hérna heima en við náum að sjá hann nú á norska sjónvarpinu. Tengdaforeldrarnir voru að fá sér evrópska pakkann hjá Skjánum.
miðvikudagur, febrúar 08, 2006
Kóræfingar ganga alltaf betur og betur og kórinn var í hörkustuði á mánudagskvöldið, enda var vel mætt í allar raddir og hljómurinn lofar góðu. Nú er búið að ganga frá öllum einsöngvurum. Það verða sem sagt Hulda Björk, Nanna María, Jónas og Davíð Ólafs. Svo ætlum við að fara að ganga í að redda hljóðfæraleikurum um helgina.
Einn af mínum veikleikum er að ég er afskaplega óduglegur við að koma mér á framfæri. Það gerist oft að ég fæ hlutina upp í hendurnar á mér og þegar ég reyni að gera eitthvað í málunum mistekst það oftast. Ég hefði til að mynda átt að vera búinn að hringja í alla organista og umsjónarmenn jarðarfarahópa og minnt á mig en þetta hefur bara gerst af sjálfu sér. Ég hef haft mátulega mikið að gera í messuspili og jarðarfararsöng. Þetta vindur svona upp á sig. Ég sótti vissulega um þetta kennarastarf en var búinn að gefa það upp á bátinn þegar allt í einu var hringt í mig og boðin vinna. Ég hafði ekki hugmynd um að Fílharmónían vantaði kórstjóra og hefði ekki sótt um nema af því að fulltrúar hennar komu að máli við mig og bentu mér á að sækja um. Og núna á föstudaginn ætla ég að hitta Jónana í Langholti því þeir vilja að ég komi á fót og stjórni drengjakór þar. Ég veit að þeir eru búnir að pæla í þessu lengi og Jónsi minntist á þetta við mig fyrir rúmu ári en ég vissi ekki hversu mikil alvara lá að baki því þá. Þetta er eitthvað sem getur verið rosalega gaman og ánægjulegt ef vel tekst til en ég veit líka að þetta getur verið alveg rosalega mikil vinna og orkuþjófur. Ég ætla að athuga málið.
Einn af mínum veikleikum er að ég er afskaplega óduglegur við að koma mér á framfæri. Það gerist oft að ég fæ hlutina upp í hendurnar á mér og þegar ég reyni að gera eitthvað í málunum mistekst það oftast. Ég hefði til að mynda átt að vera búinn að hringja í alla organista og umsjónarmenn jarðarfarahópa og minnt á mig en þetta hefur bara gerst af sjálfu sér. Ég hef haft mátulega mikið að gera í messuspili og jarðarfararsöng. Þetta vindur svona upp á sig. Ég sótti vissulega um þetta kennarastarf en var búinn að gefa það upp á bátinn þegar allt í einu var hringt í mig og boðin vinna. Ég hafði ekki hugmynd um að Fílharmónían vantaði kórstjóra og hefði ekki sótt um nema af því að fulltrúar hennar komu að máli við mig og bentu mér á að sækja um. Og núna á föstudaginn ætla ég að hitta Jónana í Langholti því þeir vilja að ég komi á fót og stjórni drengjakór þar. Ég veit að þeir eru búnir að pæla í þessu lengi og Jónsi minntist á þetta við mig fyrir rúmu ári en ég vissi ekki hversu mikil alvara lá að baki því þá. Þetta er eitthvað sem getur verið rosalega gaman og ánægjulegt ef vel tekst til en ég veit líka að þetta getur verið alveg rosalega mikil vinna og orkuþjófur. Ég ætla að athuga málið.
Það hefur ekki gefist neinn tími til að blogga undanfarið. En við erum sem sagt búin að finna íbúð við Mosarima sem er á fyrstu hæð með smá verönd, ljós og skemmtileg. Tilboðsleikurinn tók tæpa viku og við enduðum nær okkar hugmyndum um verð og nær dagsetningunni þeirra, þ.e. við fáum hana ekki fyrr en fyrsta maí... súkk! En þetta verður fljótt að líða. Verst finnst mér að hafa allt dótið í kössum niðri í skúr. Annað lánið gekk í gegn í dag og hitt verður sennilega komið eftir viku. Ég geri ráð fyrir að kaupsamningurinn verði eftir eina og hálfa viku, ekki það að það liggi eitthvað á.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)