Þá er mestu törninni lokið. Fílutónleikarnir heppnuðust mjög vel. Það voru svo margir hrifnir af Schubert messunni, þá er tilgangi mínum náð. Ég fékk líka mikið hól frá hljóðfæraleikurunum. Það er ekki verra. Svo gekk Jóhannes furðu vel. Þ.e. kórinn stóð sig mjög vel en mér fannst þetta of óöruggt á skírdag sökum æfingaleysis en þetta var mjög flott á föstudaginn langa.
En hvað er að gerast hjá Mogganum. Umfjöllun þeirra um klassíska tónlist er ekki orðin að neinu. Þeir slá saman umfjöllun um komandi tónleika í eina stutta grein og gagnrýnin er alveg svakalega lítil þá loksins þegar hún birtist. Þeir ætluðu ekki að senda gagnrýnanda á Fílutónleikana og hafa ekki gert í allan vetur en ritari kórsins þrætti nógu mikið í þeim og það skilaði árangri. Hins vegar fær maður þvílíkt notalega viðbrögð hjá Fréttablaðinu og ekkert mál að fá kynningu á tónleikum. Og ekki er Mogginn að spara umfjöllun um popptónleikana.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
er ekki Mogginn bara að missa það, ekki bara þarna. Svona áskriftardagblöð eru barasta liðin tíð.
Skrifa ummæli