Nú er ég loksins kominn heim eftir vikudvöl í Skálholti, ég saknaði fjölskyldunnar alveg svakalega í lokin. Ísak var enda mjög glaður að sjá mig, hafði aðeins spurt um mig við og við. En Hljómeyki var í svaka stuði og söng oft alveg geððððððveikislega vel á tónleikunum í gær fyrir nánast fullri kirkju. Það var alveg mjög góð stemning í hópnum og frábært veður gerði það að verkum að þessi vikudvöl var alveg yndisleg. Það hefði verið gaman að drífa sig út í keppni með þennan hóp. Ég sá líka eftir því að hafa ekki komið með nótur að Rachmaninoff sem við ætlum að flytja í haust. Æfingarnar gengu það vel að það hefði alveg gefist tími til að foræfa það. En mér datt í hug og viðraði þá við Sigga Halldórs að við flyttum það verk næsta sumar í Skálholti ásamt messunni eftir Svein Lúðvík sem átti að flytja núna. Ég talaði um að kannski væri hægt að flytja Vesperið á fimmtudagskvöldinu og svo Svein Lúðvík á laugardegi og svo aftur í messunni á sunnudeginu. Honum þótti þetta mjög góð hugmynd og var einmitt búinn að hugsa um að hafa 19. aldar tónlist
á fimmtudagskvöldum. Verkið er reyndar samið 1915 en það sleppur nú alveg. En það er bara svo gott að fá að flytja svona frábær verk oftar en einu sinni eins og núna þegar við fluttum aftur Óttusöngvana. Flutningurinn verður líka enn betri þegar það líður smá tími á milli.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli