miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Það rann á okkur eitthvað kaupæði í síðustu viku. Við keyptum annars vegar nýja fartölvu. Sú gamla var orðin fjögurra og hálfs árs gömul og ansi lengi að komast í gang. Þessi nýja byrjaði reyndar ekki vel þar sem hún fer bara í gang eftir hentugleika. Ég er búinn að fara með hana tvisvar á verkstæðið og það á að setja í hana nýtt móðurborð. það er eins og það nái ekki alltaf samband við harða diskinn. Svo var strax kominn vírus í hana bara eftir nokkra daga og Norton antivirus gerði bara ekkert í þessu til að stöðva þann vírus. Það blikkuðu endalausar viðvaranir um að ég ætti að kaupa nýtt vírusarvarnarforrit eða öllu heldur antispyware en mér fannst þetta eitthvað grunsamlegt. Svo benti Einar Karl mér á ókeypis forrit sem hafði reynst vel og það reddaði málunum, heitir AVG anti-spyware. Það besta við nýju tölvuna er að nú get ég loksins hlustað á upptökur frá Rás 1. Það var ekki hægt í gömlu tölvunni af einhverjum ástæðum og nú þarf ég aldrei að missa af þætti Hlaupanótunni.
Svo keyptum við okkur bíl, Polo 2002 módel. Mjög fínn og alveg einstaklega sparneytinn. Eini gallin er að það heyrast svo miklir skruðningar í útvarpinu.
Á morgun fer Hrafnhildur til Sverige yfir helgina. Ég ætla að prufa að kveikja ekkert á sjónvarpinu á meðan. Bara spila tónlist og lesa bækur og gæta þess að sonur minn komist ekki í neinn síma!

Engin ummæli: