Ég nýt þess að vera í fríi. Það varð eitthvað klúður í skipulagningunni þannig að ég er búinn að vinna fjórar helgar í röð en fékk að vera í fríi núna um helgina. Og þessa vikuna er haustfrí í flestum skólum og margir sem taka sér frí þ.a. það verður enginn unglingakór, engin kennsla í Uppsala né kóræfing hjá Mikaeli. Á laugardaginn fórum við hjónin í innkaupaferð aldrarinnar og keyptum ýmislegt handa Krulla, Skrám, í matinn og nokkrar jólagjafir. Við ákváðum að kaupa Babybjörn (burðarpoki fyrir smábörn) og mig langaði að prófa áður en við keyptum. Það var meira að segja dúkka í réttri stærð og þyngd en við sáum ekki alveg hvernig átti að gera þetta og því fór Hrafnhildur að sækja aðstoð en ég þrjóskaðist við og reyndi að átta mig á þessu sjálfur. Sem betur fer var ég ekki með alvöru barn því ég gat engan veginn fundið út úr þessu og var farinn að halda dúkkunni á hvolfi og um hælinn. Þegar starfsfólkið kom átti það ekkert auðveldara með þetta. Á endanum sáum við leiðbeiningar inni í pokanum og þá var þetta ekkert mál.
Á fimmtudaginn fórum við í síðasta foreldranámskeiðið og horfðum á norska fræðslumynd um brjóstagjöf frá 1984. Allir með sítt að aftan og strípur. Ein Jentan renndi sér á skíðum í þjóðbúningi, tók svo barnið sitt upp úr snjónum til að gefa því brjóst. Svo var líka sýndar svarthvítar myndir til að sýna fram á hvað menn voru vitlausir áður fyrr. Börnin voru tekin frá Mömmunum, gefnir pelar strax og álitin eign sjúkrahússins.
mánudagur, október 31, 2005
sunnudagur, október 23, 2005
föstudagur, október 21, 2005
Best að ítreka það að við höfum enga hugmynd hvort við eigum von á strák eða stelpu. Frá því að það kom í ljós að Hrafnhildur var ólétt höfum við kallað afkvæmið Krulli bara til að geta kallað það eitthvað og af því að það eru líkur á því að það fái krullur.
Jóna Björk kom í gær færandi hendi með barnaföt, afmælisgjafir, íslenskt NAMMI og rúgbrauð, flatkökur og hangikjöt. MMMMMMMMMMMMMMMMMM
Þegar í mætti í foreldranámskeiðið í gær angaði ég af hangikjöti. Hrafnhildur hafði hins vegar lent í því leiðinlega atviki að einhverjir foreldrar æptu á hana og kölluðu hana öllum illum nöfnum því þau neita að horfast í augu við það að það geti verið eitthvað að barninu þeirra og taka ekki í mál að það sé sett í sérbekk.
Ég og nýji presturinn erum bæði orðin mjög pirruð á vinnustaðnum og hún er jafnvel farin að sjá eftir að hafa skipt um vinnu. Ég átti fund með yfirmanninum í morgun en hann byrjaði á að segja að konan hans er jafnvel alvarlega veik þannig að ég hlífði honum við ýmsu sem ég hafði að kvarta yfir. En hann virtist ekki vera sammála mér um að það sé mikið að hér heldur vildi meina að ég væri bara svo rosalega skipulagður og gerði of miklar kröfur til annarra. Vandamálið finnst mér vera að fólk er alveg rosalega gleymið og það er ekki hægt að treysta neinum hérna og á endanum er maður farinn að gera hlutina sjálfur. Bara á einni viku er ég búinn að heyra setninguna: "Æ, já. Ég var búin að gleyma því" 7 sinnum.
Jóna Björk kom í gær færandi hendi með barnaföt, afmælisgjafir, íslenskt NAMMI og rúgbrauð, flatkökur og hangikjöt. MMMMMMMMMMMMMMMMMM
Þegar í mætti í foreldranámskeiðið í gær angaði ég af hangikjöti. Hrafnhildur hafði hins vegar lent í því leiðinlega atviki að einhverjir foreldrar æptu á hana og kölluðu hana öllum illum nöfnum því þau neita að horfast í augu við það að það geti verið eitthvað að barninu þeirra og taka ekki í mál að það sé sett í sérbekk.
Ég og nýji presturinn erum bæði orðin mjög pirruð á vinnustaðnum og hún er jafnvel farin að sjá eftir að hafa skipt um vinnu. Ég átti fund með yfirmanninum í morgun en hann byrjaði á að segja að konan hans er jafnvel alvarlega veik þannig að ég hlífði honum við ýmsu sem ég hafði að kvarta yfir. En hann virtist ekki vera sammála mér um að það sé mikið að hér heldur vildi meina að ég væri bara svo rosalega skipulagður og gerði of miklar kröfur til annarra. Vandamálið finnst mér vera að fólk er alveg rosalega gleymið og það er ekki hægt að treysta neinum hérna og á endanum er maður farinn að gera hlutina sjálfur. Bara á einni viku er ég búinn að heyra setninguna: "Æ, já. Ég var búin að gleyma því" 7 sinnum.
þriðjudagur, október 18, 2005
Ég er búinn að fá tvenns lags stimpil á mig í Uppsala. Annars vegar að ég mæti alltaf of seint og það er reyndar ekki að ástæðulausu því mér hefur bara einu sinni tekist að mæta á réttum tíma í tónfræðitímana sem eru klukkan hálf ellefu. Ég þarf sem sagt að taka strætó, lest og svo aðra lest til að komast á leiðarenda og fyrst missti ég af lestinni frá Stokkhólmi því ég hélt að hún færi á 20 mín. fresti en ég kom rétt rúmlega hálf tíu og rétt missti af lestinni og það fór engin önnur fyrr en kl. 10.10. Næsta mánudag tók ég strætó korteri fyrr en þá var lestin frá Södertälje 10 mín of sein og ég missti aftur af hinni lestinni og þurfti að bíða í 40 mín. og mætti því 40 mín. of seint í tímann. Næsta mánudag tók ég strætó ennþá fyrr en þá var alsherjarstopp í lestarkerfinu og ég mætti klukkutíma of seint í tímann ásamt þremur öðrum nemendum sem betur fer. Næsta mánudag tókst mér að mæta á réttum tíma og í síðustu viku var ég eitthvað slappur og fór ekkert til Uppsala. Í gær tók ég strætó hálf níu og þá var lestin korter of sein og ég þurfti aftur að bíða í 40 í Stokkhólmi. Og þegar ég mætti í tímann sagði kennarinn: "Nei, blessaður Magnús. Nú ertu BARA 42 mín. of seinn."
Hinn stimpillinn sem ég hef fengið á mig er að ég sé einhver snillingur. Þessi sami tónfræðikennari lét okkur hafa verkefni í generalbassa og á meðan allir áttu að gera verkefni nr. 5 fór hann sérstaklega fram til að ljósrita handa mér verkefni nr. 74 og sagði að þetta væri kannski allt of létt fyrir mig, sem það var nú reyndar ekki. Ég lærði generalbassa í eina önn í Gautaborg þegar við vorum í sembaltímum og ég sinnti því ekkert sérstaklega vel þar sem við höfðum þrettánhundruð önnur fög, þannig að ég er ekkert sérstaklega fær í að spila generalbassa. Svo sagðist einn nemandinn ætla að fá lánað strokleður frá mér þegar við áttum að skrifa út tóndæmi og sagði að það væri ábyggilega allt í lagi því "Magnús gerir örugglega aldrei mistök."
Mér gengur reyndar alveg ágætlega í þessu námi en að ég sé svona mikill snillingur er ég ekki alveg sammála. Og þeir sem þekkja mig best vita að mér er illa við að vera ofhælt. Þetta getur farið mjög í taugarnar á Hrafnhildi þegar hún er að reyna að hæla mér og mér finnst ég ekki eiga innistæðu fyrir því.
Það fer auðvitað líka í taugarnar á mér þegar ég er vanmetin. Það gerðist t.a.m. í Gautaborg þegar ég var í litúrgísku orgelspili. Ég hafði fengið mjög lága einkunn í því fagi í inntökuprófinu en ég lagði mig mikið fram til að ná hinum í bekknum en samt talaði kennarinn alltaf við mig eins og ég væri 6 ára: "Þetta var bara fínt hjá væni! Miklu betra en síðast." Þetta gat hún sagt margar vikur í röð þó svo ég hafi spilað jafn vel ef ekki betur en hinir í hópnum. Hún var bara búin að stimpla mig sem lélegan í þessu fagi. Í síðasta prófinu í fyrra vor var ég sá eini sem náði í bekknum mínum en þá var þessi kennari hættur þannig að ég náði ekki að núa henni því um nasir.
Í kvöld byrjum við í Mikaeli að æfa Requiem eftir Faure. Það verða tvær æfingar og svo konsert. Þetta er nú meira tempóið á þessum kór.
Hinn stimpillinn sem ég hef fengið á mig er að ég sé einhver snillingur. Þessi sami tónfræðikennari lét okkur hafa verkefni í generalbassa og á meðan allir áttu að gera verkefni nr. 5 fór hann sérstaklega fram til að ljósrita handa mér verkefni nr. 74 og sagði að þetta væri kannski allt of létt fyrir mig, sem það var nú reyndar ekki. Ég lærði generalbassa í eina önn í Gautaborg þegar við vorum í sembaltímum og ég sinnti því ekkert sérstaklega vel þar sem við höfðum þrettánhundruð önnur fög, þannig að ég er ekkert sérstaklega fær í að spila generalbassa. Svo sagðist einn nemandinn ætla að fá lánað strokleður frá mér þegar við áttum að skrifa út tóndæmi og sagði að það væri ábyggilega allt í lagi því "Magnús gerir örugglega aldrei mistök."
Mér gengur reyndar alveg ágætlega í þessu námi en að ég sé svona mikill snillingur er ég ekki alveg sammála. Og þeir sem þekkja mig best vita að mér er illa við að vera ofhælt. Þetta getur farið mjög í taugarnar á Hrafnhildi þegar hún er að reyna að hæla mér og mér finnst ég ekki eiga innistæðu fyrir því.
Það fer auðvitað líka í taugarnar á mér þegar ég er vanmetin. Það gerðist t.a.m. í Gautaborg þegar ég var í litúrgísku orgelspili. Ég hafði fengið mjög lága einkunn í því fagi í inntökuprófinu en ég lagði mig mikið fram til að ná hinum í bekknum en samt talaði kennarinn alltaf við mig eins og ég væri 6 ára: "Þetta var bara fínt hjá væni! Miklu betra en síðast." Þetta gat hún sagt margar vikur í röð þó svo ég hafi spilað jafn vel ef ekki betur en hinir í hópnum. Hún var bara búin að stimpla mig sem lélegan í þessu fagi. Í síðasta prófinu í fyrra vor var ég sá eini sem náði í bekknum mínum en þá var þessi kennari hættur þannig að ég náði ekki að núa henni því um nasir.
Í kvöld byrjum við í Mikaeli að æfa Requiem eftir Faure. Það verða tvær æfingar og svo konsert. Þetta er nú meira tempóið á þessum kór.
sunnudagur, október 16, 2005
Þetta er búin að vera ansi viðburðarrík vika, tónlistarlega séð. Händeltónleikarnir á þriðjudaginn tókust þrusuvel, það var alveg bravóhróp og læti og meira að segja gagnrýnandi sem var mjög jákvæður.
Á miðvikudaginn voru tónleikar í kirkjunni með fullt af krökkum og unglingum og heppnuðust mjög vel.
Ég og Ingibjörg héldum hádegistónleika í gær og fluttum meðal annars Söngva förusveins eftir Mahler. Við æfðum fyrst fyrir viku og ég hélt ég væri nokkuð vel undirbúinn en ég þurfti að liggja yfir þessu í vikunni því það er svo mikið af tempóbreytingum. En þetta tókst allt saman mjög vel. Þegar við æfðum í kirkjunni á föstudaginn sat einn róni og hlustaði á okkur. Þegar ég ætlaði að loka klukkan fjögur sagði hann okkur hvað við spiluðum vel. Við spurðum hvort hann vildi ekki koma á tónleikana. Hann sagðist muna vera upptekinn þá. Hann mundi ekki vera edrú.
Í kvöld var svo tónlistarguðsþjónusta með kórunum og brassbandi og allt voða gaman og heppnaðist voða vel. Söfnuðurinn söng fullum hálsi.
Í morgun lenti ég í því að missa aðra linsuna úr mér rétt áður en ég átti að byrja á forspilinu að fyrsta sálminum. Þegar svona gerist er best að setja hana strax í sig aftur áður en hún þornar. Ég gat það sem sagt ekki og varð að spila alla messuna þar sem það var alveg ferlega erfitt að fókusera. Ég náði að setja hana svo aftur í mig sem betur fer í hádeginu því klukkan tvö var finnsk messa og ég þurfti stundum að vera forsöngvari. Ég skildi náttúrlega ekki orð nema Jesuksen Kristuksen. En þetta gekk reyndar furðu vel.
En Mahler Magnússon. Hljómar það ekki bara ágætlega.
Á miðvikudaginn voru tónleikar í kirkjunni með fullt af krökkum og unglingum og heppnuðust mjög vel.
Ég og Ingibjörg héldum hádegistónleika í gær og fluttum meðal annars Söngva förusveins eftir Mahler. Við æfðum fyrst fyrir viku og ég hélt ég væri nokkuð vel undirbúinn en ég þurfti að liggja yfir þessu í vikunni því það er svo mikið af tempóbreytingum. En þetta tókst allt saman mjög vel. Þegar við æfðum í kirkjunni á föstudaginn sat einn róni og hlustaði á okkur. Þegar ég ætlaði að loka klukkan fjögur sagði hann okkur hvað við spiluðum vel. Við spurðum hvort hann vildi ekki koma á tónleikana. Hann sagðist muna vera upptekinn þá. Hann mundi ekki vera edrú.
Í kvöld var svo tónlistarguðsþjónusta með kórunum og brassbandi og allt voða gaman og heppnaðist voða vel. Söfnuðurinn söng fullum hálsi.
Í morgun lenti ég í því að missa aðra linsuna úr mér rétt áður en ég átti að byrja á forspilinu að fyrsta sálminum. Þegar svona gerist er best að setja hana strax í sig aftur áður en hún þornar. Ég gat það sem sagt ekki og varð að spila alla messuna þar sem það var alveg ferlega erfitt að fókusera. Ég náði að setja hana svo aftur í mig sem betur fer í hádeginu því klukkan tvö var finnsk messa og ég þurfti stundum að vera forsöngvari. Ég skildi náttúrlega ekki orð nema Jesuksen Kristuksen. En þetta gekk reyndar furðu vel.
En Mahler Magnússon. Hljómar það ekki bara ágætlega.
þriðjudagur, október 11, 2005
Maður á einmitt aldrei að segja aldrei! Netið virkar og síminn en við komumst að því um helgina að það var ekki hægt að hringja í okkur. Fyrst var alltaf á tali þó svo við notuðum eiginlega ekkert símann og svo komu skilaboð um að enginn notandi væri með þetta númer. Telia er ábyggilega að gera tilraun og sjá hvenær við förum yfirum. En nú er búið að laga þetta. Mér finnst ég endalaust vera í símanum að tala við stofnanir og fyrirtæki, eða réttara sagt, biða eftir að fá samband við einhvern starfsmann.
Við Gunnar erum sammála um það að frændinn okkar er æðislegur. Ég heyrði frá mömmunni í gærkvöldi og hún verður á spítalanum fram á miðvikudag. Ég fæ vonandi bráðum fleiri myndir af honum og þær verða líklega settar inn á myndasíðuna hjá Hrafnhildi.
Í kvöld ætlum við að flytja Dixit Dominus og fleiri verk eftir Händel og það verður eflaust mjög flott. Það er alveg hörku barokksveit með og flest þeirra spila standandi.
Unglingakórinn söng í messunni á sunnudaginn var. Þau mættu öll sem betur fer því nokkrar stelpur höfðu bitið í sig að þær vildu ekki syngja fyrir fermingakrakkana sem áttu að vera þarna. Þau sungu mjög vel. Þetta er bæði það erfiðasta við starfið og ánægjulegasta því maður verður svo áþreifanlega var við framfarir hjá þeim. Eins og alltaf þá eru þau með einhvern mótþróa áður en þau eiga að syngja og svo eftir á spurja þau rosa spennt hvenær þau fá að syngja næst.
Við Gunnar erum sammála um það að frændinn okkar er æðislegur. Ég heyrði frá mömmunni í gærkvöldi og hún verður á spítalanum fram á miðvikudag. Ég fæ vonandi bráðum fleiri myndir af honum og þær verða líklega settar inn á myndasíðuna hjá Hrafnhildi.
Í kvöld ætlum við að flytja Dixit Dominus og fleiri verk eftir Händel og það verður eflaust mjög flott. Það er alveg hörku barokksveit með og flest þeirra spila standandi.
Unglingakórinn söng í messunni á sunnudaginn var. Þau mættu öll sem betur fer því nokkrar stelpur höfðu bitið í sig að þær vildu ekki syngja fyrir fermingakrakkana sem áttu að vera þarna. Þau sungu mjög vel. Þetta er bæði það erfiðasta við starfið og ánægjulegasta því maður verður svo áþreifanlega var við framfarir hjá þeim. Eins og alltaf þá eru þau með einhvern mótþróa áður en þau eiga að syngja og svo eftir á spurja þau rosa spennt hvenær þau fá að syngja næst.
laugardagur, október 08, 2005
föstudagur, október 07, 2005
Hrafnhildur fór að heimsækja Fridu yfir helgina og ég notaði tækifærið í kvöld og skellti mér í óperuna. Ég hef nefnilega skammarlega lítið nýtt mér hið mikla framboð af menningu hér í Stokkhólmi og ætla að reyna að bæta svolítið úr því það sem eftir er af dvöl minni hér í höfuðborginni. Ég hef t.d. aldrei farið á tónleika hjá Fílharmóníunni og bara einu sinni hjá Útvarpshljómsveitinni. Það stafar reyndar af því að tónleikarnir eru nánast alltaf á fimmtudagskvöldum og þá er ég með kóræfingu eða á miðvikudögum en þá byrja þeir klukkan sex og ég er með unglingakórinn fram til sex. En með því að vera á bíl aukast möguleikarnir og ég ætla að reyna að komast tvisvar í haust.
En í kvöld sá ég Eugene Onegin og eins og vanalega þá voru söngvararnir, sem og hljómsveitin mjög fín en uppsetningin ekkert sérstök. Hún var reyndar skárst af þeim sem ég hef séð en það verður alltaf glatað og jafnvel vandræðalegt þegar kórmeðlimir eða statistar reyna að vera fyndnir á sviðinu. Það er alltaf gengið svo langt til þess að tryggja að fólk fatti að þetta eigi að vera fyndið. Undir lokin kemur bassinn inn, syngur örfáa takta og svo eina aríu og hann fékk langmesta klappið og bravóhróp. Þetta var einhver ítali með rosalega flotta rödd.
Ég keyrði sem sagt Hrafnhildi á lestarstöðina upp úr hálfsex og keyrði til baka eftir óperuna rétt fyrir 11 og á þessum klukkutímum lækkaði bensínverðið úr rúmlega 12 kr./líter niður í rúmlega 10 kr. Hvað gerðist eiginlega í kvöld?
Í dag þurfti ég að leysa af við jarðarför úti á eyju sem liggur suður af Nynäshamn. Það var svo fallegt að keyra þangað því tréin skarta sínum fínustu haustlitum og svo er verðið svo gott (tæplega 20 stig). Ég sá fullt af húsum á leiðinni þar sem ég hugsaði að ég gæti alveg hugsað mér að búa í þeim. Ég er meira og meira til í að búa úti á landi en samt ekki of langt frá aksjóninu. Þegar veðrið er svona gott á haustin heitir það Brittsommar en hefur ekkert með Bretland að gera eins og ég hélt heldur er dagurinn í dag nafnadagur fyrir Birgittu.
En í kvöld sá ég Eugene Onegin og eins og vanalega þá voru söngvararnir, sem og hljómsveitin mjög fín en uppsetningin ekkert sérstök. Hún var reyndar skárst af þeim sem ég hef séð en það verður alltaf glatað og jafnvel vandræðalegt þegar kórmeðlimir eða statistar reyna að vera fyndnir á sviðinu. Það er alltaf gengið svo langt til þess að tryggja að fólk fatti að þetta eigi að vera fyndið. Undir lokin kemur bassinn inn, syngur örfáa takta og svo eina aríu og hann fékk langmesta klappið og bravóhróp. Þetta var einhver ítali með rosalega flotta rödd.
Ég keyrði sem sagt Hrafnhildi á lestarstöðina upp úr hálfsex og keyrði til baka eftir óperuna rétt fyrir 11 og á þessum klukkutímum lækkaði bensínverðið úr rúmlega 12 kr./líter niður í rúmlega 10 kr. Hvað gerðist eiginlega í kvöld?
Í dag þurfti ég að leysa af við jarðarför úti á eyju sem liggur suður af Nynäshamn. Það var svo fallegt að keyra þangað því tréin skarta sínum fínustu haustlitum og svo er verðið svo gott (tæplega 20 stig). Ég sá fullt af húsum á leiðinni þar sem ég hugsaði að ég gæti alveg hugsað mér að búa í þeim. Ég er meira og meira til í að búa úti á landi en samt ekki of langt frá aksjóninu. Þegar veðrið er svona gott á haustin heitir það Brittsommar en hefur ekkert með Bretland að gera eins og ég hélt heldur er dagurinn í dag nafnadagur fyrir Birgittu.
fimmtudagur, október 06, 2005
Veeeeiiiiiiii nú virkar netið. Maður á aldrei að segja aldrei en ég býst ekki við að það verði meira vesen með þetta. Ég skrifaði sem sagt kvörtunarbréf fyrir tveimur vikum, ég fékk svar tæpri viku seinna þar sem þau báðu um farsímanúmerið mitt, þau hringdu samt ekki í mig fyrr en á þriðjudaginn var. Þá kom sem sagt í ljós að breiðbandið virkar ekki nema maður hafi venjulega símaáskrift og af hverju í ósköpunum sagði enginn mér það um daginn. Ég hélt það yrði einfaldara að hafa allt hjá sama fyrirtækinu en það virðist ekki vera. En þau komu til móts við okkur og ég er bara nokkuð sáttur. En ef það dirfist einher að ónáða mig frá símafyrirtæki í framtíðinni mun ég svo sannarlega láta hann heyra það.
Ég var tekinn fyrir of hraðann akstur í gær, keyrði 75 þar sem hámarkshraðinn var 50. Fékk sekt upp á heilar 16 000 íslenskar krónur en hefði ég verið yfir 80 þá hefði ég misst skírteinið. Það voru ansi margir stoppaðir á þessum veg þannig að ég skammast mín ekkert og löggan sem talaði við mig var rosalega viðkunnanleg. Hrafnhildur reif óvart niður baksýnisspegilinn um daginn og ég hafði ekki náð að líma hann aftur upp og var mjög nervus um að löggan mundi taka eftir því en hún gerði það sem betur fer ekki. En ég hefði kannski átt að segja eins og Baldur bekkjarbróðir minn úr MR þegar hann var tekinn fyrir of hraðan akstur: "En, ég hef alltaf keyrt svona!"
Ég var tekinn fyrir of hraðann akstur í gær, keyrði 75 þar sem hámarkshraðinn var 50. Fékk sekt upp á heilar 16 000 íslenskar krónur en hefði ég verið yfir 80 þá hefði ég misst skírteinið. Það voru ansi margir stoppaðir á þessum veg þannig að ég skammast mín ekkert og löggan sem talaði við mig var rosalega viðkunnanleg. Hrafnhildur reif óvart niður baksýnisspegilinn um daginn og ég hafði ekki náð að líma hann aftur upp og var mjög nervus um að löggan mundi taka eftir því en hún gerði það sem betur fer ekki. En ég hefði kannski átt að segja eins og Baldur bekkjarbróðir minn úr MR þegar hann var tekinn fyrir of hraðan akstur: "En, ég hef alltaf keyrt svona!"
sunnudagur, október 02, 2005
laugardagur, október 01, 2005
Við sögðum upp íbúðinni núna í vikunni og strax í gærkvöldi komu mæðgur að skoða hana. Þær voru yfir sig hrifnar. Ákváðu eiginlega strax að taka hana um leið og þær sáu eldhúsið. Dóttirin var 28 ára og ekkert á því að flytja að heiman. Þær voru bara hjá okkur í korter sögðu okkur samt söguna af því þegar eiginmaðurinn dó þegar konan var í gallsteinauppskurði.
Svo eru þrír þegar búnir að hafa samband út af organistastöðunni minni og ég hef gengið úr skugga um það í byrjun samtalsins að þeir séu örugglega að hugsa um að sækja um. Þar á meðal er einn sem hefur haft stöðu í stórri kirkju í miðbæ Gautaborgar og er alveg fantagóður organisti og impróvisatör. Og annar sem er konsertorganisti frá Póllandi.
Ég er búinn að heyra ansi oft frá fólki: Hvernig geturðu gert okkur þetta, að fara frá okkur. Að vissu leyti þykir mér vænt um þetta en þetta fer líka í taugarnar á mér því ég tók það mjög skírt fram þegar ég sótti um að ég yrði bara hér í eitt ár. Nú verð ég meira að segja aðeins lengur en þetta átti ekki að koma á óvart og ég kann ekki við að fólk kenni mér um.
Krulli sparkar alveg svakalega mikið og við höfðum áhyggjur af því að þetta yrði fótboltamaður og við myndum ekki ná neinu sambandi við hann. En Hrafnhildur kom með ágætis tilgátu um daginn: Þetta er náttúrlega organisti að gera pedalæfingar!
HA!
Svo eru þrír þegar búnir að hafa samband út af organistastöðunni minni og ég hef gengið úr skugga um það í byrjun samtalsins að þeir séu örugglega að hugsa um að sækja um. Þar á meðal er einn sem hefur haft stöðu í stórri kirkju í miðbæ Gautaborgar og er alveg fantagóður organisti og impróvisatör. Og annar sem er konsertorganisti frá Póllandi.
Ég er búinn að heyra ansi oft frá fólki: Hvernig geturðu gert okkur þetta, að fara frá okkur. Að vissu leyti þykir mér vænt um þetta en þetta fer líka í taugarnar á mér því ég tók það mjög skírt fram þegar ég sótti um að ég yrði bara hér í eitt ár. Nú verð ég meira að segja aðeins lengur en þetta átti ekki að koma á óvart og ég kann ekki við að fólk kenni mér um.
Krulli sparkar alveg svakalega mikið og við höfðum áhyggjur af því að þetta yrði fótboltamaður og við myndum ekki ná neinu sambandi við hann. En Hrafnhildur kom með ágætis tilgátu um daginn: Þetta er náttúrlega organisti að gera pedalæfingar!
HA!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)