föstudagur, mars 30, 2007

Fyndinn tölvupóstur frá Sírni

Ég var að sjá auglýsta stöðu á auglýsingastofu í Gautaborg og ætla að sækja um þar. Nema hvað umsóknarfresturinn rennur út 30. mars... á morgun, þegar ég skrifa þetta bréf. Venjulega eru um 500-700 umsækjendur um svona stöður. Þar sem ég er bæði seinn til og alveg óundirbúinn þarf ég að vekja á mér eftirtekt á þennan hátt.
Ég vil biðja ykkur að nota virðulegasta veffangið sem þið eigið, helst eitthvað með æruverðugri undirskrift.
Sem og skrifa á ensku, því Svíar skilja enga íslensku aðra en "Þungur hnífur"

Skrifið í efni (subject) bréfsins : Do not hire Sírnir Einarsson

látið svo fylgja með einhverja gjörsamlega glórulausa ástæðu fyrir að ekki ráða mig td: I don't like his clothes, he drools when he talks, He said things about my mother, He smells like fish, He has a schrill and annoying voice. He knows nothing about origami, He sells drugs to children, He sucks eggs, He is a vampyre, He is Bin Laden, He is Elvis reborn

Eða skrifið eitthvað sjálf, látið það flakka, en reynið að halda því þannig að sá sem fær póstinn sjái hann allan í póstforritinu sínu

en bréfið verður að enda á :
and he got the secretary pregnant and took off with all the money

Engin ummæli: