föstudagur, september 29, 2006
Ég lenti mjög skrítinni reynslu í kvöld. Við vorum að æfa Carminu með öllum og í ljós kom að það vantaði tvær blaðsíður hjá öllum sex slagverksleikurunum. Þeir mundu þetta svona nokkurn veginn þannig að við æfðum nótnalaust og ég benti Eggerti pákuleikara og Ólafi Hólm á bassatrommu hvenær þeir áttu að spila. Það gekk alveg fullkomlega upp. Hver segir svo að stjórnendur séu óþarfir?
miðvikudagur, september 27, 2006
Nú gekk vel á varaorkuforðann hjá mér í kvöld. Var að æfa Carmina burana í kirkjunni með öllum nema slagverki og drengjakór. Kórinn er í hörkustuði! Hljómar mjög vel. Það var bara einn staður sem var ekki tilbúinn en hann hreinsaðist upp í kvöld og verður eflaust flottasta og eftirminnilegasta atriðið. Og karlakórinn er barasta mjög flottur. Nú mega Fóstbræður fara að vara sig. Það lítur út að það komi ansi margir á sunnudaginn, fáir miðar eftir. En ég er búinn að redda mínu fólki og kominn með alla miða í hendurnar.
Hljómeykistónleikarnir gengu líka mjög vel, sérstaklega í gærkvöldi. Frumraun mín sem stjórnandi kórsins byrjaði vel eða hittó því þegar ég hneigði mig á sviðinu á Eiðum í upphafi tónleikanna hrundu allar nóturnar úr möppunni, af sviðinu og niður á gólf. Ég þurfti að príla niður af sviðinu og tína þær upp á meðan kórinn og áheyrendur biðu. En svo gekk þetta mjög vel fyrir utan örfáa staði. Leigutenórinn stóð sig mjög vel, var að lesa þetta allt beint af blaði fyrir utan fjögur verk. En tónleikarnir í gær gengu alveg hnökralaust fyrir sig og voru á köflum alveg æðislegir. Hljómurinn í kórnum var líka virkilega góður. Ég hafði mestar áhyggjur af því þegar ég tók við í haust því þá var intónasjónin ekki nógu góð. Svo er barasta fullt af spennandi verkefnum framundan, raunar í báðum kórunum mínum.
Hljómeykistónleikarnir gengu líka mjög vel, sérstaklega í gærkvöldi. Frumraun mín sem stjórnandi kórsins byrjaði vel eða hittó því þegar ég hneigði mig á sviðinu á Eiðum í upphafi tónleikanna hrundu allar nóturnar úr möppunni, af sviðinu og niður á gólf. Ég þurfti að príla niður af sviðinu og tína þær upp á meðan kórinn og áheyrendur biðu. En svo gekk þetta mjög vel fyrir utan örfáa staði. Leigutenórinn stóð sig mjög vel, var að lesa þetta allt beint af blaði fyrir utan fjögur verk. En tónleikarnir í gær gengu alveg hnökralaust fyrir sig og voru á köflum alveg æðislegir. Hljómurinn í kórnum var líka virkilega góður. Ég hafði mestar áhyggjur af því þegar ég tók við í haust því þá var intónasjónin ekki nógu góð. Svo er barasta fullt af spennandi verkefnum framundan, raunar í báðum kórunum mínum.
þriðjudagur, september 19, 2006
Þá fer að líða að tónleikatörninni. Carmina burana eins og sjá má 1 og 4 október. Kórinn var bara í hörkustuði í gær. Þetta verður glæsilegt.
Hins vegar fer ég með Hljómeyki á Eiðar nú á laugardaginn að flytja prógram sem samanstendur fyrst og fremst af tónverkum eftir meðlimi kórsins. Tónleikarnir verða svo fluttir í Hásölum Hafnarfirði á þriðjudaginn klukkan 20.00. Mjög flott prógram. Ekki missa af því!
sunnudagur, september 17, 2006
Mér finnst náttúrlega algjört hneyksli að það sé búið að reka Hilmar úr Skálholti. Maðurinn er búinn að vera þvílík lyftistöng fyrir tónlistarlífið á Suðurlandi. Það hefði alveg eins verið hægt að reka Jónsa úr Langholtskirkju. Maður er búinn að heyra ýmislegt um hverjir eða hver standi á bakvið þetta og ef það reynist rétt þá missir viðkomandi ansi mörg stig hjá mér. Tímasetningin finnst mér þar að auki alveg fyrir neðan allar hellur. Það hefði átt að gera þetta að vori til til að gefa honum færi á að sækja um aðrar stöður. Hann hefði getað farið á Selfoss t.a.m. Ég þekki það af eigin raun að það losnar ekkert yfir veturinn. Það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur í staðinn í Skálholti og hvað verður um Sumartónleikana.
Var að koma af fimm tíma æfingu með Hljómeyki. Það eru nefnilega tónleikar á laugardaginn á Eiðum. Eins og vanalega finnur maður ekki fyrir þreytu fyrr en maður sest niður eftir æfinguna. Þá er maður gjörsamlega búinn. En mér er farið að lítast ansi vel á þetta. Svo verða tónleikar í bænum þriðjudag eftir viku í Hásölum í Hafnarfirði. Ekki missa af því!
Ég hef vísvitandi ekkert bloggað um Drengjakórinn undanfarnar vikur. Ástæðan er sú að ég fann mjög fljótlega að þetta átti ekki við mig. Ég hef nokkrum sinnum unnið með krökkum áður og það hefur eftir á að hyggja gengið ágætlega, sérstaklega með unglingakórinn í Nynäshamn þegar á leið. En ég átti í erfiðleikum með að fá þessa drengi til að vinna almennilega. Ég sagði fljótlega við Jónsa að það þurfti einhvern í þetta sem hefur gott lag á krökkum frekar en einhvern færan kórstjóra. Hann var alltaf að hvetja mig áfram. Ég held að hann hafi séð að ég náði svo sem ágætu sambandi við strákana og þeim fannst flestum voða gaman. En ég bað hann um að svipast um eftir einhverjum öðrum. Við vorum ekki vongóðir um að finna nokkurn en viti menn. Það birtist eitt stykki breskur barítónsöngvari sem er nýfluttur til landsins og er í leit að vinnu. Hann er búinn að ráða sig í undirleik niðri í Söngskóla í afleysingum og var sjálfur í Drengjakór. Kappinn heitir Alexander Ashworth og er að sögn Jónasar tenórs einn besti barítónsöngvari á landinu um þessar mundir. Þeir voru að syngja saman í Glyndbourne í sumar. Hann á íslenskan strák og talar því ágæta íslensku. En annars eru það margir af drengjunum sem kunna ensku að þeim finnst voða gaman að þýða fyrir hann þegar hann vantar íslensku orðin. Hann mætti á æfinguna í gær og það gekk voða vel. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki viljað skrifa neitt um þetta er að ég vildi ekki fæla foreldra sem gætu lesið þetta frá því að senda drengi í kórinn. En það er kominn ágætur hópur, tæplega 20 strákar og ég hef fulla trú á að þetta eigi eftir að verða mjög góður kór þegar fram líða stundir.
Ég hef vísvitandi ekkert bloggað um Drengjakórinn undanfarnar vikur. Ástæðan er sú að ég fann mjög fljótlega að þetta átti ekki við mig. Ég hef nokkrum sinnum unnið með krökkum áður og það hefur eftir á að hyggja gengið ágætlega, sérstaklega með unglingakórinn í Nynäshamn þegar á leið. En ég átti í erfiðleikum með að fá þessa drengi til að vinna almennilega. Ég sagði fljótlega við Jónsa að það þurfti einhvern í þetta sem hefur gott lag á krökkum frekar en einhvern færan kórstjóra. Hann var alltaf að hvetja mig áfram. Ég held að hann hafi séð að ég náði svo sem ágætu sambandi við strákana og þeim fannst flestum voða gaman. En ég bað hann um að svipast um eftir einhverjum öðrum. Við vorum ekki vongóðir um að finna nokkurn en viti menn. Það birtist eitt stykki breskur barítónsöngvari sem er nýfluttur til landsins og er í leit að vinnu. Hann er búinn að ráða sig í undirleik niðri í Söngskóla í afleysingum og var sjálfur í Drengjakór. Kappinn heitir Alexander Ashworth og er að sögn Jónasar tenórs einn besti barítónsöngvari á landinu um þessar mundir. Þeir voru að syngja saman í Glyndbourne í sumar. Hann á íslenskan strák og talar því ágæta íslensku. En annars eru það margir af drengjunum sem kunna ensku að þeim finnst voða gaman að þýða fyrir hann þegar hann vantar íslensku orðin. Hann mætti á æfinguna í gær og það gekk voða vel. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki viljað skrifa neitt um þetta er að ég vildi ekki fæla foreldra sem gætu lesið þetta frá því að senda drengi í kórinn. En það er kominn ágætur hópur, tæplega 20 strákar og ég hef fulla trú á að þetta eigi eftir að verða mjög góður kór þegar fram líða stundir.
þriðjudagur, september 05, 2006
Litli kútur tók upp á því í dag að pissa blóði. Það var brunað strax upp á heilsugæslu og svo á Barnaspítala. Hann var skoðaður í bak og fyrir og tekin þvagprufa. Svo þurftum við að bíða í tvo tíma. Hann var hinn hressasti allan tímann og skreið um öll gólf og elti alla aðra krakka. Svo kom í ljós að þetta var einhver erting í þvagrásinni og er alveg liðin hjá. Við eigum að fylgjast með honum næstu dagana en sennilega er þetta alveg búið og var aldrei hættulegt.
Phew!
Phew!
mánudagur, september 04, 2006
Ég er alveg í skýjunum yfir upptökum þessa dagana. Ég hlustaði á Stabat mater í dag og heyri auðvitað allar misfellur en sumt var alveg gullfallegt, sérstaklega það sem Nanna María söng. Það var bara gjörsamlega tilbúið að fara í útgáfu.
Svo fékk ég að heyra það sem við tókum upp í Hljómeyki á föstudaginn og það var alveg æðislega flott, tandurhreint og hárnákvæmt.
Það eru komnir 14 í drengjakórinn en svo voru nokkrir sem komust ekki í inntökuprófið í dag og því verð ég með annað á föstudaginn klukkan 17 í Langholtskirkju. Svo er fyrsta æfingin á laugadaginn milli tíu og tólf. Ef þið vitið um einhvern efnilegan dreng sendið hann endilega til mín.
Best að spara sér símtalið og segja Hildigunni að Finnur sé kominn inn. Mætið bæði á laugardaginn kl. 10.00. Jónsi vill tala við ykkur foreldrana á meðan ég æfi með strákunum.
Æfingar á Carminu burana ganga þrusuvel. Vantar reyndar nokkra karla í viðbót. En þetta verða mjög góðir tónleikar. Takið frá dagsetningar fyrir tónleikana nú þegar, þetta verður sunnudaginn 1 október kl. 17.00 og miðvikudaginn 4 okt. kl. 20.00. Hallveig, Bergþór og Einar Clausen syngja, Gurrý og Kristinn Örn á píanó og slagverk úr Sinfó auk drengjanna hennar Tótu. Miðaverð 2500 kr. en 2000 í gegnum mig. Panta strax! Síðast varð fólk frá að hverfa.
Svo fékk ég að heyra það sem við tókum upp í Hljómeyki á föstudaginn og það var alveg æðislega flott, tandurhreint og hárnákvæmt.
Það eru komnir 14 í drengjakórinn en svo voru nokkrir sem komust ekki í inntökuprófið í dag og því verð ég með annað á föstudaginn klukkan 17 í Langholtskirkju. Svo er fyrsta æfingin á laugadaginn milli tíu og tólf. Ef þið vitið um einhvern efnilegan dreng sendið hann endilega til mín.
Best að spara sér símtalið og segja Hildigunni að Finnur sé kominn inn. Mætið bæði á laugardaginn kl. 10.00. Jónsi vill tala við ykkur foreldrana á meðan ég æfi með strákunum.
Æfingar á Carminu burana ganga þrusuvel. Vantar reyndar nokkra karla í viðbót. En þetta verða mjög góðir tónleikar. Takið frá dagsetningar fyrir tónleikana nú þegar, þetta verður sunnudaginn 1 október kl. 17.00 og miðvikudaginn 4 okt. kl. 20.00. Hallveig, Bergþór og Einar Clausen syngja, Gurrý og Kristinn Örn á píanó og slagverk úr Sinfó auk drengjanna hennar Tótu. Miðaverð 2500 kr. en 2000 í gegnum mig. Panta strax! Síðast varð fólk frá að hverfa.
sunnudagur, september 03, 2006
Undarleg upplifun í kvöld. Tókum upp seinna "lagið" fyrir Mýrina. Mugison sagði mér ca. hvaða tóna hann vildi hafa í hljómi sem kórinn átti að syngja og svo átti ég að impróvisera með kórinn. Hildigunnur kom með sagarhljóð og stelpurnar áttu að öskra við og við. Þær voru eitthvað feimnar við það fyrir upptökuna en þegar á hólminn var komið voru þær mjööög sannfærandi.
föstudagur, september 01, 2006
Við erum að horfa á Law & Order þátt sem er greinilega byggður á Knutby-morðinu í Svíþjóð þar sem prestur í sértrúarsöfnuði lét barnapíuna sem hann átti í ástarsambandi við drepa eiginkonuna sína. Hann sendi henni meðal annars sms og lét hana halda að Guð væri að segja henni fyrir verkum. Hefði ég ekki vitað um Knutby þá þætti mér söguþráðurinn frekar ólíkindalegur. Hann er þó ekki eins svæsinn og raunveruleikinn.
Upptökurnar gengu mjög vel. Þetta er nokkuð fallegt stykki. Svo verður myndin frumsýnd í október. Þetta á að vera í senu sem Guðmunda Elíasdóttir leikur í. Allir að leggja vel við hlustir þegar hún fer með dramatíska ræðu. Það er voða gaman að stjórna Hljómeyki. Þetta er svo menntað fólk og fylgir manni svo vel.
Svo fékk ég upptökur frá RÚV í kvöld frá tónleikum Fílunnar í vor. Ég á alltaf mjög erfitt með að hlusta á það sem ég hef gert, hvað þá að horfa en ég skellti þessu strax í geislaspilarann í bílnum og viti menn, þetta var barasta mjög fínt. Alla vega Mozart. Veit ekki hvenær ég legg í að hlusta á Haydn. Ég fékk DVD upptökuna í júní en hef ekki safnað í mig kjarki til að horfa á hana.
Svo fékk ég upptökur frá RÚV í kvöld frá tónleikum Fílunnar í vor. Ég á alltaf mjög erfitt með að hlusta á það sem ég hef gert, hvað þá að horfa en ég skellti þessu strax í geislaspilarann í bílnum og viti menn, þetta var barasta mjög fínt. Alla vega Mozart. Veit ekki hvenær ég legg í að hlusta á Haydn. Ég fékk DVD upptökuna í júní en hef ekki safnað í mig kjarki til að horfa á hana.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)