Það er ekki á hverjum degi sem maður fær að upplifa frumflutning á messu í sínu rétta formi. Manni líður eins og maður sé uppi á 18. öld. Ég fór sem sagt að hlusta á Vídalínsmessuna eftir Hildigunni í morgun og það tókst líka svona vel hjá öllum. Latneski hlutinn sem var fyrir kór og sópran var mjög fín en ég var ekki eins hrifinn af íslensku innskotunum, kannski af því að maður hlustar öðruvísi á textann og ég hef sjálfur reynslu af því að það er erfitt að láta hann hljóma eðlilega. En fyrsti hlutinn, kyrie, var mjög grípandi og skemmtilegur. Svo var alveg einstaklega fyndið að heyra prestinn vera alltaf að tala um Hallv..... Hildigunni Rúnarsdóttur. En það fór fyrir brjóstið á mér að ekki skuli hafa verið nein trúarjátning í messunni. Það hefði vel verið hægt að lesa hana. Það kemur mér á óvart að tveir prestar og einn djákni hafi ekki gert neitt í þessu.
Svo fór ég líka að hlusta á Schola cantorum með fyrstu tónleikana sína eftir að hann gerðist atvinnukór. Mótetturnar sem þau fluttu voru líka mjög fagmannlega sungnar, alveg tandurhreinar og vel mótaðar en það var meiri amatörbragur yfir smákonsertunum sem hver og einn kórmeðlimur fékk að spreyta sig á, ýmist sem sóló, dúett eða tríó. Sumir sungu mjög vel, alveg sérstaklega Jóhanna Halldórsdóttir alt, á meðan aðrir voru frekar óöruggir og svo voru reyndar nokkrir mjög kvefaðir.
föstudagur, mars 24, 2006
fimmtudagur, mars 23, 2006
Ég skellti mér á Sinfóníutónleika. Ég hef ekki komist síðan ég fór út, þ.e. vorið 2001. Ég hef alltaf komið heim um jólin og sumarið og þá hafa ekki verið neinir tónleikar. Það voru sem sagt tvær Shostakovits sinfóníur í boði og píanókonsert eftir hann líka. Allt voða flott og skemmtilegt nema hvað að nokkrum bekkjum fyrir aftan okkur Mömmu voru nokkrir skólakrakkar, sennilega heill 10. bekkur sem mætti bara með kókglös og snakk og voru frekar óróleg og hentu meira að segja einhverju pappírsdrasli í hausinn á mér. Við fluttum okkur fram á fimmta bekk eftir hlé og það var miklu betra. Hljómaði líka betur. Svo fannst mér reyndar aukalag píanistans furðu ómerkilegt, sem sagt Mazurka eftir Chopin, sem var frekar óáugaverður eftir allan þennan Shostakovits.
En það var mikill munur að fara á tónleika hérna miðað við úti. Maður þekkti annan hvern mann í kvöld en úti, alveg sérstaklega í Stokkhólmi, var maður yfirleitt alveg aleinn og ráfaði um eins og illa gerður hlutur í hléinu.
En það var mikill munur að fara á tónleika hérna miðað við úti. Maður þekkti annan hvern mann í kvöld en úti, alveg sérstaklega í Stokkhólmi, var maður yfirleitt alveg aleinn og ráfaði um eins og illa gerður hlutur í hléinu.
þriðjudagur, mars 21, 2006
Það er búið að gera þetta líka fína plakat fyrir tónleikana. Nú er um að gera að fara að verða sér úti um miða. Það er hægt að fá þá ódýrari í gegnum kórfélaga og mig náttúrlega. Þetta er farið að hljóma mjög vel. Ég gat rennt Mozart nánast öllum í gegn í gærkvöldi og unnið heilmikið með smáatriði og hljóminn. Haydn er svo miklu auðveldari fyrir kórinn en afar viðkvæmur. Mér finnst eiginlega skemmtilegast hvað kórfélagar eru hrifnir af verkunum. Enginn þekkti þau áður. Svo eru í gangi viðræður við RÚV um að taka upp tónleikana. Þeir hafa sýnt mikinn áhuga. Vonandi sé ég ykkur sem flest á pálmasunnudag eða þriðjudagskvöldið 11 april.
laugardagur, mars 11, 2006
Ísak er allt í einu farinn að vilja að vera á maganum. Við höfum látið hann liggja þannig á hverjum degi frá fæðingu en allt í einu finnst honum gaman að því. Um daginn velti hann sér af maganum yfir á bakið og í morgun lá hann á gólfinu og var búinn að velta sér á hliðina. Við fórum á foreldramorgun til Jóhönnu í Áskirkju og þar var kona frá bókasafninu með kynningu. Hún vildi meina að maður ætti að lesa fyrir börnin sem allra fyrst. Ég hélt að Ísak væri of ungur fyrir það en prófaði að lesa fyrir hann Smábarnabíbluna sem mamma gaf honum í skírnargjöf og hann fylgdist vel með. Sömuleiðis fékk ég samviskubit af því að hafa ekki gert æfingar með honum eins og ég hafði lesið að maður ætti að gera í bók um barnauppeldi sem ég las í haust. Þannig að ég lét hann á gólfið, fletti upp á staðnum í bókinni en mér til mikillar undrunar þá hafði ég gert þetta allt með honum. Þarna stóð til að mynda að maður eigi að ýta fótunum upp að bringu og það hef ég gert lengi, lengi enda finnst honum það svo gaman. Það á að láta vafið handklæði undir bringuna þegar þau liggja á maganum þ.a. þau neyðist til að lyfta hausnum en hann hefur eiginlega haldið haus nánast frá fæðingu því hann var svo órólegur og alltaf að leyta að brjóstinu. Það á að toga í hendurnar þegar þau liggja og lyfta þeim þannig upp til að styrkja hausinn og það höfum við líka gert. Ég veit ekki hvort að þetta greiptist svona inn í undirmeðvitundina þegar ég las þetta í haust eða hvort við fengum einhverja vitrun í kringum fæðinguna.
sunnudagur, mars 05, 2006
Kórinn var með árshátið í gær og það var bara mjög gaman. Það er langt síðan við Hrafnhildur höfum fengið að sitja saman í svona veislu. Í Svíþjóð var alltaf séð til þess að pör fengju ekki að sitja saman. En við lentum á mjög skemmtilegu borði, maturinn var mjög góður og skemmtileg skemmtiatriði, þar á meðal saminn söngtexti um mig með tilvitnunum í kommentin mín á æfingum og meira að segja fjallað um Skrám.
Það er nú af sem áður var að maður skemmti sér langt fram eftir nóttu. Við kunnum ekki við annað en að koma okkur heim skömmu eftir miðnætti. Afinn og amman pössuðu Ísak og það gekk mjög vel, þurfti ekkert að hafa fyrir honum. Hins vegar er hann aftur dottinn inn í tveggja tíma rútínuna á nóttunni. Hann þarf að fara í átak aftur. Hin amma hans er svo í óvissuferð með Eimskip og í þetta skiptið lentu þau í Montreal.
Við ætlum svo að skoða íbúðina okkar í Mosarima í dag. Ég hef áhyggjur af því að ég sjái hana fyrir mér í dýrðarljóma og verði svo fyrir vonbrigðum í dag því við höfum bara séð hana einu sinni.
Það er nú af sem áður var að maður skemmti sér langt fram eftir nóttu. Við kunnum ekki við annað en að koma okkur heim skömmu eftir miðnætti. Afinn og amman pössuðu Ísak og það gekk mjög vel, þurfti ekkert að hafa fyrir honum. Hins vegar er hann aftur dottinn inn í tveggja tíma rútínuna á nóttunni. Hann þarf að fara í átak aftur. Hin amma hans er svo í óvissuferð með Eimskip og í þetta skiptið lentu þau í Montreal.
Við ætlum svo að skoða íbúðina okkar í Mosarima í dag. Ég hef áhyggjur af því að ég sjái hana fyrir mér í dýrðarljóma og verði svo fyrir vonbrigðum í dag því við höfum bara séð hana einu sinni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)