Jæja. Eftir aukaæfingu í morgun getur maður hiklaust mælt með þessum tónleikum. Þetta er alveg stórglæsilegt verk eftir hann Franz og mótetturnar eru í uppáhaldi hjá mér.
Ég fékk mitt hefðbundna stresskast í vikunni. Sá fyrir mér að þetta yrði algjört fíaskó, kvæsti á kórinn og boðaði aukaæfingu. En nú er ég mun rólegri og finn að þau kunna þetta mun betur. Kannski þurfti þetta kvæs til. En ég held að ég hafi alltaf fengið svona stresskast ca. tveimur vikum fyrir tónleika en svo rætist úr öllu, kannski einmitt af því að maður hefur svona miklar áhyggjur. Það var alla vega mjög notalegt í dag og gaman að því hvað allir hjálpuðust vel að. Ekki missa af þessum tónleikum, einsöngvararnir eru frábærir og bara einvalalið í hljómsveitinni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli