sunnudagur, júní 17, 2007
Móðurbróðir minn hringdi áhyggjufullur í mömmu í dag þar sem hann sá auglýst eftir nýjum organista í Breiðholtskirkju, hélt jafnvel að ég hefði verið rekinn. En ég er sem sagt búinn að segja upp þar því ég ætla að fara yfir í Áskirkju frá og með haustinu. Mér líst bara vel á þá stöðu, ég vann með prestinum árið áður en ég flutti út og það var mjög gott samstarf og svo er nottlega mjög góður kór þar.
föstudagur, júní 08, 2007
Þetta gekk allt mjög vel í gær, allir voru í svaka stuði og móttökurnar alveg frábærar.
Svo var partý eftirá, kom ekki heim fyrr en hálf sex í alveg yndislegu veðri... drakk aðeins of mikið af bjór. En er bara i rólegheitum heima með Ísak í dag á meðan Hrafnhildur vinnur næst síðasta daginn í skólanum.
Svo var partý eftirá, kom ekki heim fyrr en hálf sex í alveg yndislegu veðri... drakk aðeins of mikið af bjór. En er bara i rólegheitum heima með Ísak í dag á meðan Hrafnhildur vinnur næst síðasta daginn í skólanum.
miðvikudagur, júní 06, 2007
Þá er maður á fullu að æfa fyrir Carmen sem verður á morgun, það er alveg uppselt þannig að þetta er ekki plögg en hægt verður að hlusta á þetta í útvarpinu. Það er alltaf sama vandamálið með þetta hús, það berst eiginlega ekkert fram. Hljómeyki er á fullum krafti nánast allan tímann en það er óttalega dempaður hljómur. Hlakka til að vinna í nýja húsinu og vona svo innilega að það verði vel heppnað.
mánudagur, júní 04, 2007
Nýja fartölvan datt í gólfið um daginn og skjárinn brotnaði. Hún var keypt í gegnum vinnuna en ég var að klára að borga þriðju og síðustu greiðsluna um daginn en hins vegar ekki búinn að fá kvittunina og Árný samstarfskonan mín sem veit hvar kvittunin er hefur verið í kórferðalagi í útlandinu. Þannig að við höfum notað gömlu ógeðslega hægfara fartölvuna sem við keyptum 2002. En þar sem Hrafnhildur fer alltaf með hana í vinnuna á mánudögum vorum við Ísak alveg tölvulausir í dag sem gerði það að verkum að ég fékk ekki tölvupóst frá Sinfó um að hljómsveitarstjórinn kæmi ekki á kóræfingu í kvöld sem var sett á alveg sérstaklega fyrir hann. Ég var samt búinn að biðja Helgu Hauks að hringja í mig við fyrsta tækifæri og reyndi nokkrum sinnum að ná í hana í dag en fékk aldrei svar. Ég fór á hótelið og varð mjög hissa að hann væri ekki búinn að tékka inn og skrifaði skilaboð til hans um að hann ætti að hringja í mig ef hann vildi koma á æfingu. En það kom svo sem ekkert að sök þar sem við gátum bara æft enn betur. Ég er að hugsa um að segja Hljómeyki við og við að það sem að koma útlendur hljómsveitarstjóri á æfinguna þvi aldrei þessu vant voru eiginlega allir mættir á réttum tíma, búnir að stilla upp stólum og settu meira að segja nótnastatíf á mitt gólf. Ég hef ekki hugmynd hvernig þessir Carmen tónleikar eiga eftir að koma út en eitt er víst að kórinn kann orðið sína frönsku!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)