mánudagur, apríl 02, 2007
Við feðgarnir erum heima í dag. Ísak er með hita, annan daginn í röð og ég er búinn að vera frekar slappur undanfarið. Ég svitnaði ekkert smá þegar ég var að stjórna nú um helgina. Loftræstingin var þar að auki biluð í kirkjunni þannig að það voru ansi margar sveittar efri varir á kórfélögum. En tónleikarnir heppnuðust mjög vel og það voru mjög margir heillaðir af Schubert messunni og hissa á því að hún skyldi ekki vera flutt oftar. Það hlakka held ég allir þáttakendur til að flytja hana aftur á morgun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli