laugardagur, ágúst 18, 2007

ÚBS!

Ég fann eftirfarandi á bloggsíðu Ólafs Kjartans:

"Ég gerði mér það að leik að “gúgla” sjálfan mig til þess að athuga hvort eitthvað væri að finna um tónleikana. Það eina sem ég fann af viti var af bloggsíðu kórstjóra Hljómeykis, en þar segir um óperutónleika sem haldnir voru á Klambratúni í fyrra:
Það var bara voða gaman á óperutónleikunum á Klambratúni í gær, skemmtileg stemmning og gaman að svona sé hægt að gera á Íslandi. Að vísu var hljóðið ekki upp á sitt besta og aríurnar komu misvel út. Svo er ég orðinn ansi þreyttur á því þegar óperusöngvarar ákveða að sprella eitthvað á sviðinu eins og Kristinn og Ólafur Kjartan gerðu í lokin. Það er alltaf boða barnalegur húmor og fer bara í taugarnar á mér.”
Ef ég bara myndi hvað í ósköpunum við Kristinn gerðum af okkur þarna um árið. Verð að spyrja karlinn betur út í þetta :-)"

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahaha.

hættur bloggsins...

Nafnlaus sagði...

Heill og sæll, þori ekki annað en að kvitta. Kíki hér inn nokkuð reglulega. Kveðja frá Hornafirði. Guðlaug Hestnes