Um síðustu helgi fórum við í bústað og á leiðinni hlustuðum við á Dýrin í Hálsaskógi að beiðni Ísaks. Hann kallar það "mamamei" af einhverjum ástæðum. En ég uppgötvaði nokkuð merkilegt á leiðinni. Hann heitir Hérastubbur bakari en ekki Héraðsstubbur. Ég komst merkilegt nokk að þessu í fyrra líka en náði að gleyma því í millitíðinni.
Svo komst ég að því að Lilli klifurmús er frekar sjálfumglaður karakter, samanber vísan hans:
Ein mús er best af öllum og músin það er ég.
Í heimi mús er engin slík hetja stórkostleg.
Ég geng um allan daginn og gítarinn minn slæ,
en svengi mig á stundum þá syng ég bara og hlæ.
Dúddilían dæ.
og þetta syngur hann fyrir martein skógarmús, sem er mús nóta bene.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli