miðvikudagur, febrúar 28, 2007
miðvikudagur, febrúar 21, 2007
Það rann á okkur eitthvað kaupæði í síðustu viku. Við keyptum annars vegar nýja fartölvu. Sú gamla var orðin fjögurra og hálfs árs gömul og ansi lengi að komast í gang. Þessi nýja byrjaði reyndar ekki vel þar sem hún fer bara í gang eftir hentugleika. Ég er búinn að fara með hana tvisvar á verkstæðið og það á að setja í hana nýtt móðurborð. það er eins og það nái ekki alltaf samband við harða diskinn. Svo var strax kominn vírus í hana bara eftir nokkra daga og Norton antivirus gerði bara ekkert í þessu til að stöðva þann vírus. Það blikkuðu endalausar viðvaranir um að ég ætti að kaupa nýtt vírusarvarnarforrit eða öllu heldur antispyware en mér fannst þetta eitthvað grunsamlegt. Svo benti Einar Karl mér á ókeypis forrit sem hafði reynst vel og það reddaði málunum, heitir AVG anti-spyware. Það besta við nýju tölvuna er að nú get ég loksins hlustað á upptökur frá Rás 1. Það var ekki hægt í gömlu tölvunni af einhverjum ástæðum og nú þarf ég aldrei að missa af þætti Hlaupanótunni.
Svo keyptum við okkur bíl, Polo 2002 módel. Mjög fínn og alveg einstaklega sparneytinn. Eini gallin er að það heyrast svo miklir skruðningar í útvarpinu.
Á morgun fer Hrafnhildur til Sverige yfir helgina. Ég ætla að prufa að kveikja ekkert á sjónvarpinu á meðan. Bara spila tónlist og lesa bækur og gæta þess að sonur minn komist ekki í neinn síma!
Svo keyptum við okkur bíl, Polo 2002 módel. Mjög fínn og alveg einstaklega sparneytinn. Eini gallin er að það heyrast svo miklir skruðningar í útvarpinu.
Á morgun fer Hrafnhildur til Sverige yfir helgina. Ég ætla að prufa að kveikja ekkert á sjónvarpinu á meðan. Bara spila tónlist og lesa bækur og gæta þess að sonur minn komist ekki í neinn síma!
sunnudagur, febrúar 18, 2007
laugardagur, febrúar 17, 2007
Nú er ég gjörsamlega búinn á því eftir að hafa stjórnað Hljómeyki í allan dag. Það voru sem sagt upptökur sem byrjuðu klukkan tíu í morgun og lauk klukkan sjö. Náðum að taka upp níu kórverk. Það er bara ágætis dagsverk. Svo höldum við áfram á morgun með annað prógram, þ.e. verkin eftir Úlfar Inga sem við fluttum um daginn á Myrkum músikdögum.
fimmtudagur, febrúar 08, 2007
Það eru svo mörg tónleikaverkefni í hausnum á mér núna að ég er orðinn hálfruglaður. Fílharmónían mun flytja þýska 18. aldar kórtónlist eftir Mendelssohn, Brahms og Schubert í byrjun apríl, flytur Carmina burana í Vilnius 1. júlí og tvenna aðra tónleika með íslenskri kórtónlist, í haust er meiningin að flytja kletzmer tónlist, aðventutónleika og svo er ég þegar kominn með hugmyndir að vortónleikum næsta árs.
Hljómeyki er að fara að taka upp eftir rúma viku verk Úlfars Inga og tónskáldanna í kórnum. Svo var ég að leggja inn beiðni til Listvinafélags Hallgrímskirkju út af tónleikum í maí þar sem flutt verða nokkur spennandi erlend kórverk og Óttusöngvar á vori eftir Jón Nordal. Vonast til að fá svar í næstu viku. Svo mun kórinn syngja Carmen með Sinfó í byrjun júní, syngja verk eftir Svein Lúðvík í Skálholti í júlí, halda tónleika (hugsanlega í Iðnó) í haust með veraldlegri kórtónlist og frumflytja þar kantötu eftir Ríkarð Örn Pálsson, jólatónleika (sennilega á milli jóla og nýars því það gaf svo góða raun um daginn) og svo er ég með ákveðið verk í huga fyrir næsta vor.
Ég og Margrét Sig erum að plotta tónleika núna í vor í kirkjunni og ætlum svo að reyna að gera eitthvað stórt eftir ár með hljómsveit und alles! Ég var að pæla í að sækja um á orgeltónleika í Hallgrími í sumar en ég held hafi ekki almennilega tíma fyrir það.
Svo eru ýmsar uppákomur, aðallega hjá Fílunni, sem þarf að huga að og þarf að púsla því þannig saman að það taki ekki of mikinn tíma frá hefðbundnum æfingum. Best að reyna að samnýta prógrömmin, t.d. það sem kórinn mun syngja í messum sé líka hægt að syngja í Litháen.
Hljómeyki er að fara að taka upp eftir rúma viku verk Úlfars Inga og tónskáldanna í kórnum. Svo var ég að leggja inn beiðni til Listvinafélags Hallgrímskirkju út af tónleikum í maí þar sem flutt verða nokkur spennandi erlend kórverk og Óttusöngvar á vori eftir Jón Nordal. Vonast til að fá svar í næstu viku. Svo mun kórinn syngja Carmen með Sinfó í byrjun júní, syngja verk eftir Svein Lúðvík í Skálholti í júlí, halda tónleika (hugsanlega í Iðnó) í haust með veraldlegri kórtónlist og frumflytja þar kantötu eftir Ríkarð Örn Pálsson, jólatónleika (sennilega á milli jóla og nýars því það gaf svo góða raun um daginn) og svo er ég með ákveðið verk í huga fyrir næsta vor.
Ég og Margrét Sig erum að plotta tónleika núna í vor í kirkjunni og ætlum svo að reyna að gera eitthvað stórt eftir ár með hljómsveit und alles! Ég var að pæla í að sækja um á orgeltónleika í Hallgrími í sumar en ég held hafi ekki almennilega tíma fyrir það.
Svo eru ýmsar uppákomur, aðallega hjá Fílunni, sem þarf að huga að og þarf að púsla því þannig saman að það taki ekki of mikinn tíma frá hefðbundnum æfingum. Best að reyna að samnýta prógrömmin, t.d. það sem kórinn mun syngja í messum sé líka hægt að syngja í Litháen.
fimmtudagur, febrúar 01, 2007
Við fórum á alveg æðislega mynd áðan, Little miss sunshine. Indra hafði mælt með henni og við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Virkilega manneskjuleg og fyndin mynd. Laaaangt síðan ég var ánægður með mynd í bíó. Held það hafi verið Vera Drake fyrir tveimur árum. Svo er þetta græn sýning sem þýðir að það eru ekki auglýsingar í hálftíma eftir auglýstan sýningatíma og ekkert hlé! Frábært!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)