sunnudagur, nóvember 28, 2004

Gleðilega aðventu.
Það var voða gaman í dag. Var með messu þar sem bæði kórinn minn og kammerkórinn á staðnum sungu og það var voða gaman og þau sungu voða vel allir gasalega ánægðir. Svo dreif ég mig í Adolf Fredriks kirkjuna til að syngja á aðventutónleikum og þar var líka fullt af fólki að hlusta. Anders Eby sagði við mig að hann fattaði ekki af hverju fólk fer á tónleika á fyrsta í aðventu. Það kom greinilega í ljós á síðustu kóræfingu að þetta er ekki uppáhaldsdagurinn hans. Ég held að það sé vegna þess að hann þarf flytja svo mikið af þessum "skylduverkum" og svo voru þrír kórar, allir á sitthvorum staðnum, organleikari á öðrum og svo trompetleikarar og það þurfti að koreografera allt saman.
Ég bölvaði mér í sand og ösku þegar ég þurfti að rífa mig upp úr rúminu í gærmorgun. Ég var búinn að boða til auka kóræfingu sem átti að byrja klukkan tíu og vera til tvö. Ég ákvað þetta snemma í haust þegar það var svo gott veður en núna er snjór út um allt, erfitt að komast um og ég er alltaf svo þreyttur. En þegar ég var búinn að fara í sturtu og byrjaði að æfa þá var ég miklu hressari. Það sögðu reyndar margir í kórnum að ég hefði verið alveg óstöðvandi og fólkið alveg uppgefið um kvöldið.

Núna ætlum við hjónin að halda upp á eigin aðventu í kvöld með jólaköku og jólageisladiski.

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Er þetta ekki týpískt íslenskt?
Alltaf þurfa Íslendingar að færa allt í aukana og reyna breiða sem mest úr sér.
Í síðasta tölublaði tímirits kirkjutónlistarmanna hér í Svíþjóð birtist gagnrýni um geisladiska þeirra kóra sem tóku þátt í norræna kirkjutónlistarmótinu í Árósum. Þar er fjallað um níu diska og í fyrsta sæti lendir Graduale Nobile og fær mjög góða gagnrýni. Það er skrifað að kórinn hafi heillað áheyrendur upp úr skónum með virtúósa flutningi af íslenskri nútímatónlist. Og þegar gagnrýnandinn hlustaði á diskinn stóðst hann allar væntingar og telur svo upp hvaða verk eru flutt.
Ég sendi Jónsa þessa gagnrýni um daginn og var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að þýða hana eða ekki en ég ákvað bara að senda hana nákvæmlega eins og hún stendur á sænsku. Ég fékk mjög stutt skilaboð til baka og hélt jafnvel að hann hefði ekki áhuga á þessu. En svo sá ég auglýsingu fyrir tónleika kórsins og fylgir gagnrýnin með og þar stendur að gagnrýnandinn hafi skrifað: "Geisladiskurinn, sem hafnar í efsta sæti listans, uppfyllir allt sem hægt er að fara fram á."
Hmmmmmm...... ekki alveg það sama.

mánudagur, nóvember 15, 2004

Ég veit ekki af hverju en ég get ekki viðurkennt að fólk hafi vakið mig þegar það hringir í mig. Jafnvel þegar fólk hringir eldsnemma um morguninn eða jafnvel um miðja nótt eins og þegar ég vann á Hótel Sögu. Það er líka sama hvað ég þjálfa upp röddina áður en ég tala í símann þá virðist það ekki duga neitt því það er alltaf spurt: Guð, fyrirgefðu, var ég að vekja þig?.
Ég: "Ha..... nei, nei.... ég var (þögn, þögn, þögn) ég var alveg vakandi."
Klukkan sjö í morgun hringdi Eva sem vinnur með Hrafnhildi og auðvitað vakti hún mig en sem betur fer spurði hún ekkert heldur baðst bara afsökunar á að hafa vakið mig þannig að ég þurfti ekki að neita því.

Ég var líka extra þreyttur í gærkvöldi því það var langur dagur í gær. Messa um morguninn og svo æfingar allan daginn og fixa prógram og svoleiðis fyrir fyrstu kórtónleikana sem voru klukkan sex. Þeir heppnuðust svaka vel og voru mjög vel sóttir og allir obboðslega ánægðir, sérstaklega sóknarpresturinn (eða kirkjuhirðirinn eins og embættið heitir á sænsku). Kórinn söng barasta mjög vel og gerði ekki ein einustu mistök en mikið af tónlistinni var með endalaust mörgum endurtekningum. Ingibjörg spilaði á básúnuna, bæði með kórnum og svo með mér á orgelið, svo spilaði Robin, kolleginn minn, á píanó en hann er ferlega góður í svona djasspíanói. Svo var íslenskur kontrabassaleikari sem hefur starfað í Svíþjóð í 40 ár. Það er alveg ótrúlegt hvað einn kontrabassi gerir mikið fyrir heildarhljóminn.

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Í kvöld voru tónleikar með tveimur listamannapörum í kirkjunni minni. Annars vegar Benneth Fagerlund og Evabritt Sandgren og hins vegar Plura og Carla Jonsson. Þau eru öll fræg hér í Svíþjóð. Ég þekkti náttúrlega ekkert til þeirra. Ég hitti Benneth fyrir tónleikana en Plura og Carla höfðu skilið gítarana sína eftir og farið út að borða. Svo þurfti ég að fara á fund og kom aftur korter fyrir tónleikana til að tala við þau öll og þá hitti ég Benneth og Evabritt og svo voru tveir gítaristar sem ég gerði ráð fyrir að myndu spila undir hjá Plura og Carla sem voru ekki þarna. Ég kynnti tónleikana og bauð Benneth og Evabritt velkomin og fór svo upp að hlusta. Þau voru með mjög skemmtilegt prógram í ca. hálftíma og svo var komið að hinu dúóinu. Þá komu út gítaristarnir tveir, báðir nokkuð þybbnir með sítt að aftan og byrjuðu að spila og syngja. En ekkert bólaði á Plura og Carla. Þá áttaði ég mig á því. Plura og Carla voru þessir tveir miðaldra karlar. Ég var alveg handviss um að þetta væru tvær stelpur. Hvaða karlmaður heitir Plura, hvað þá Carla? Sem betur fer er sænskan þannig að það kom ekki fram í kynningu minni að ég hélt að þeir væru stelpur.

Ég fékk nýtt leikfang um daginn. Ipod mini. Það rýmir 4 gígabæt af tónlist. Ég er búinn að hlaða inn ca 10 sinfóníum, tveimur óperum, nokkrum heilum kórverkum, ca. 6 stand up show og ég veit ekki hvað mikið af öðrum diskum en hef samt ekki náð að fylla minnið. Þetta er alveg frábært tæki en það eina sem ég er ekki ánægður með er að rafhlaðan dugar ekkert svakalega lengi. Ég þarf eiginlega að hlaða hana daglega. En ég alveg elska þessar Apple vörur. Svo kom þetta í alveg svakalega flottum kassa. Híhíhí.

mánudagur, nóvember 08, 2004

Jæja, þar kom að því. Ég talaði óvart sænsku við Hrafnhildi. Það var í miðri messu og ég var að hvísla að henni til að biðja hana um að hjálpa mér við að fletta í eftirspilinu og skildi ekki af hverju hún fór að hlæja. Svo fer það að verða algengara að við spurjum hvort annað hvað hitt og þetta heiti aftur á íslensku. Og stundum koma bara sænsk orð hér og þar.

Það voru sænskir vinir okkar í heimsókn á laugardaginn og það var svo fyndið þegar þau fóru að tala um sænska grínmynd sem heitir Torsk på Tallinn og þau fóru að skellihlæja án þess að ná að útskýra eitt eða neitt. Við höfum ekki séð myndina og gátum ekki gert neitt annað en að hlæja að þeim þar sem þau hlógu. Það væri ábyggilega sama upp á tengingnum ef við færum að tala um Stellu í orlofi. Það er öðruvísi þegar Ingibjörg fær sín hlátursköst. Þá gildir bara að bíða þolinmóður eftir að hún nái andanum (bókstaflega) því þegar hún nær að útskýra hvað er svona fyndið þá er það alltaf ógeðslega fyndið.

Núna um helgina var heilmikil spilamennska í tilefni allra heilagra messu. Ég fékk samstarfskonu Hrafnhildar til að syngja við þrjár athafnir og svo hélt ég orgeltónleika sem voru ágætlega sóttir og vel tekið. Ég endaði á Adagio eftir Albinoni sem er náttúrlega búið að spila allt of oft og ég var mjög efins hvort ég ætti að spila það yfir höfuð en það er bara eitthvað við þetta verk. Ég táraðist allavegna þegar ég spilaði það. En það er mikil kúnst að flytja verk sem eru svona þekkt. Ég man eftir að hafa verið á sinfóníutónleikum þar sem meðal annars átti að flytja Bolero eftir Ravel en ég var orðinn ansi þreyttur á því og spenntastur fyrir forleik eftir Beethoven. En flutningurinn var bara svo góður og allir svakalega hrifnir.

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Djö.....

mánudagur, nóvember 01, 2004

Fólk hringir í mig nokkrum sinnum í viku til að bjóða fram þjónustu sína eða biðja um að fá að halda tónleika í kirkjunni. En það er alveg týpískt að akkúrat það fólk sem mig vantar hefur ekki haft samband þannig að ég þarf að leita.

Svo hafa tveir umsboðsmenn haft samband við mig til að skipuleggja eigin tónleika með þekktum listamönnum. Annar umboðsmaðurinn er karlmaður og hinn kona og þau eru svo ólík. Maðurinn er mjög hress í símann og við höfum talast við ca. þrisvar og mér finnst mjög gott að vinna með honum því hann er ekkert að flækja hlutina að óþörfu og er mjög hnitmiðaður í öllu sem hann gerir.
Konan er mjög viðkunnanleg en ég hef hins vegar talað við ca. 9 sinnum því hún hefur áhyggjur af svo mörgu, og er alltaf að ítreka sömu spurningarnar sem ég er búinn að svara mörgum sinnum. Ég er nokkuð viss um að ef ég væri kona þá kynni ég betur við hana og þætti maðurinn einum of kærulaus. Þetta er eins og í umferðinni. Ef það væru bara karlar sem keyrðu þá gengi umferðin betur fyrir sig. Eins ef það væru bara konur í umferðinni. Ef ég t.d. vill hleypa manni inn í bílaröð þá grípur hann strax tækifærið og þakkar vonandi fyrir sig. En ef ég hleypi konu þá fæ ég þetta: ha... á ég... núna... en er það örugglega í lagi.... bíddu... á ég að halda áfram... altso núna... ok, ég fer þá bara....eða hvað?
og þetta er bara töf fyrir mig og ég verð pirraður. En ef ég væri kona þá myndi ég vita betur hvernig hún hugsar og þætti karlmenn óþarflega frekir. EKKI SAKA MIG UM AÐ VERA KARLREMBA. ÉG ER EINHVER MESTI JAFNRÉTTISSINNI SEM TIL ER!

Ég horfi oft á BBC World á morgnana þegar ég er heima á annað borð og þar er fréttaþulur sem les efnahagsfréttirnar. Það er gullfalleg indversk stelpa með alveg rosalega stór augu og glansandi varir. Vandamálið er bara að maður nær ALDREI um hvað hún er að tala. Sér í lagi þegar hún les upp nýjustu vísutölur með miklum tilþrifum með bros á vör.
Jæja Torfi. Það er bara að fara til London og leita hana uppi!