Það hefur lítið verið um skemmtanir á þessum bæ eftir að Ísak fæddist. En ég fór á "aðalfund" Voces Masculorum á laugardaginn og það var virkilega gaman. Það var heilmikið sungið og spilað. Við vorum fjórir organistar þarna og þegar kom að því að syngja Brennið þið vitar þá þjösnuðust við allir fjórir á píanóinu með þeim afleiðingum að ein svört nóta brotnaði af. Svo voru sagðir tvíræðir brandarar sem uppskáru mikinn karlahlátur.
Í gær fórum fjölskyldan á Selfoss í sund því þar er þessi fínasta laug og svo settumst við á kaffihús þar sem ein beygla kostaði rúmlega 900 kr. Við létum okkur nú samt hafa það að borða þarna enda tilvalið að sitja úti í um tuttugu stiga hita.
Ég var svo að pæla í að hlusta á Sigurrós í gærkvöldi en var bara ansi þreyttur (kom frekar seint heim eftir "aðalfundinn" og var að spila í messu um morguninn). Hefði ég búið niðri í bæ þá hefði verið tilvalið að labba á Klambratúnið og upplifa stemninguna. Mér nægir reyndar að heyra eitt lag með þeim því mér finnst þeir eiginlega alltaf vera að flytja sama lagið.
fimmtudagur, júlí 27, 2006
miðvikudagur, júlí 26, 2006
Það er mjög merkilegt að bera saman fjölmiðla í Evrópu annars vegar og í Bandaríkjunum hins vegar hvað varðar umfjöllun um átökin í Líbanon. Þeir evrópsku fjalla um yfirgang Ísraela og árás þeirra á friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna. Í Bandaríkjunum er erfitt að finna umfjöllun um þá árás en aðallega talað um að það hefði ekki tekist að afvopna Hizbollah. Enda virðist meirihluti Bandaríkjamanna standa með Ísraelum.
Þessi fundur í dag gekk bara mjög vel. Nú erum við í góðum málum!
Þessi fundur í dag gekk bara mjög vel. Nú erum við í góðum málum!
Ég sé að Þóra Marteins er hætt að blogga. Ég skil hana vel. Maður var vanur því að geta skrifað hvað sem er þegar maður bjó í Svíþjóð en nú þarf maður virkilega að passa sig. Það tók mig dálítinn tíma að finna nýjan stíl.
Ég er að fara að hitta hljómsveitarstjóra frá Litháen á eftir sem vildi endilega hitta mig út af Fílharmóníunni. Það er voða spennandi allt saman. Bað formann kórsins að koma með. Ég veit eiginlega ekkert hvað hann hefur í huga. Litháarnir voru voða spenntir að vinna með kórnum en langaði ekkert sérstaklega að flytja Carmina burana enda hefur það verið flutt svo oft þarna úti. Þeir eru spenntari fyrir íslenskri tónlist. Sem er náttúrlega alveg frábært en þá þarf að hugsa þessa utanlandsferð kórsins alveg upp á nýtt, ef þetta er staðan. Ef ég var ekki búinn að taka það fram hér á blogginu þá er búið að hætta við að fara til Búlgaríu því þeir vildu að kórinn sæi um fjáröflun fyrir komu þeirra til Íslands. Auk þess þurfti kórinn að borga undir sig út. Það var ekki góður díll. Bara leiðinlegt hvað þetta kom í ljós seint.
Ísak er alveg við það að fara að skríða. Hann er farinn að snúa sér sitjandi og hefur stundum mjakað sér um ca. metra á nokkuð löngum tíma og þegar hann liggur á maganum sér maður hvað hann reynir að komast eitthvað en hann fer bara afturábak. Hann fór nú bara ansi langt þannig í morgun. Svo erum við að reyna að fá hann til að segja Mamma sem hann gerði reyndar í gær en þá var móðir hans hvergi nálægt og ég hafði ekki beðið hann um að segja þetta. Ég veit ekki hvor að þetta var tilviljun eða hvort hann er svona stoltur að hann vilji ekki láta það virka eins og hann sé að herma eftir manni og bíði því með að segja svona hluti þar til daginn eftir. Sama er uppi á teningnum þegar við spurjum hvað hann er stór. Maður sér á svipnum að hann er heilmikið að pæla hvað hann eigi að gera en svo gerist yfirleitt ekki neitt. En hann byrjar daginn oft á því að sýna okkur hvað hann er stór, alveg í óspurðum fréttum og svo klappar hann með okkur eftir á. Mamma hans flýtir sér oft að spurja hann þegar hún sér að hendurnar eru á leiðinni upp og þá verða allir glaðir og klappa og klappa.
Ég er að fara að hitta hljómsveitarstjóra frá Litháen á eftir sem vildi endilega hitta mig út af Fílharmóníunni. Það er voða spennandi allt saman. Bað formann kórsins að koma með. Ég veit eiginlega ekkert hvað hann hefur í huga. Litháarnir voru voða spenntir að vinna með kórnum en langaði ekkert sérstaklega að flytja Carmina burana enda hefur það verið flutt svo oft þarna úti. Þeir eru spenntari fyrir íslenskri tónlist. Sem er náttúrlega alveg frábært en þá þarf að hugsa þessa utanlandsferð kórsins alveg upp á nýtt, ef þetta er staðan. Ef ég var ekki búinn að taka það fram hér á blogginu þá er búið að hætta við að fara til Búlgaríu því þeir vildu að kórinn sæi um fjáröflun fyrir komu þeirra til Íslands. Auk þess þurfti kórinn að borga undir sig út. Það var ekki góður díll. Bara leiðinlegt hvað þetta kom í ljós seint.
Ísak er alveg við það að fara að skríða. Hann er farinn að snúa sér sitjandi og hefur stundum mjakað sér um ca. metra á nokkuð löngum tíma og þegar hann liggur á maganum sér maður hvað hann reynir að komast eitthvað en hann fer bara afturábak. Hann fór nú bara ansi langt þannig í morgun. Svo erum við að reyna að fá hann til að segja Mamma sem hann gerði reyndar í gær en þá var móðir hans hvergi nálægt og ég hafði ekki beðið hann um að segja þetta. Ég veit ekki hvor að þetta var tilviljun eða hvort hann er svona stoltur að hann vilji ekki láta það virka eins og hann sé að herma eftir manni og bíði því með að segja svona hluti þar til daginn eftir. Sama er uppi á teningnum þegar við spurjum hvað hann er stór. Maður sér á svipnum að hann er heilmikið að pæla hvað hann eigi að gera en svo gerist yfirleitt ekki neitt. En hann byrjar daginn oft á því að sýna okkur hvað hann er stór, alveg í óspurðum fréttum og svo klappar hann með okkur eftir á. Mamma hans flýtir sér oft að spurja hann þegar hún sér að hendurnar eru á leiðinni upp og þá verða allir glaðir og klappa og klappa.
mánudagur, júlí 17, 2006
Ég var að koma frá Akureyri, söng tónleika með Schola cantorum sem gengu svona bara glimrandi vel. Einn tenórinn forfallaðist fyrir rúmri viku og því fyrirvarinn ekki mikill. Það er ágætt að syngja í kór við og við, hef ekki sungið síðan í nóvember. Fengum svona líka yndislegt veður í dag. Er ekki einmitt alltaf svo gott veður á Akureyri?
föstudagur, júlí 14, 2006
Ég talaði við formann sóknarnefndar Lindasóknar og lét hann heyra það. Hann stóð fastur á því að þetta væri góð ráðning og sýndi mér ferilskrána. Hún er vissulega fín fyrir tónlistarmann en er ekkert sérstök þegar horft er á kirkjutónlistarhliðina, þar hef ég tvímælalaust vinninginn.
Ísak er svo kátur þessa dagana og er alltaf að hlæja og brosa og svo heyrist ansi mikið í honum, það eru bara heilu tónleikarnir stundum. Þetta er skemmtilegur tími. Hann á það þó að væla þegar mamma hans fer í burtu.
Ísak er svo kátur þessa dagana og er alltaf að hlæja og brosa og svo heyrist ansi mikið í honum, það eru bara heilu tónleikarnir stundum. Þetta er skemmtilegur tími. Hann á það þó að væla þegar mamma hans fer í burtu.
miðvikudagur, júlí 12, 2006
Nú er ég fúll. Ég sótti um organistastöðuna í Lindasókn. Sendi inn þessa líka fína umsókn með bestu meðmælum. Svo fór ég í viðtal fyrir viku og það gekk bara mjög vel. Þar var ég sérstaklega spurður að því hvort ég liti á þetta sem framtíðarstarf og ég sagðist gera það. Þetta væri spennandi staða því það á að byrja að byggja kirkjuna á næsta ári og það er mjög spennandi að fá að byggja upp safnaðar- og tónlistarstarfið. Sömuleiðis var ég spurður hvort ég gerði mér grein fyrir aðstæðunum fram að byggingu kirkjunnar, þ.e. að guðsþjónusturnar eru haldnar í mötuneyti Lindaskóla og þarf að bera rafmagnspíanó fram og til baka. Þetta vissi ég því ég hafði spilað þarna í janúar og gerði mér fulla grein fyrir aðstæðum en sagði að til lengri tíma litið væri þetta mjög áhugaverð staða enda verður þetta að öllum líkindum einn stærsti söfnuður landsins þegar fram líða stundir.
Svo fæ ég að vita í fyrradag að það sé búið að ráða Keith Reed í stöðuna. Ástæðan fyrir því að ég er fúll er sú að hann er ekki menntaður sem kirkjutónlistarmaður. Hann er rétt byrjaður í námi Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Ég hef ekkert á móti honum persónulega og ég væri ekki fúll hefðu þeir ráðið einhvern sem hefði klárað einhverja kirkjutónlistarmenntun. En með þessari ákvörðun er sóknarnefndin að gefa skít í allt kirkjutónlistarnám. Maður veltir því fyrir sér afhverju maður var að læra þetta í sex ár ef það er hægt að ráða bara hvern sem er. Þetta er mjög erfitt nám, fáir leggja í að stunda það og margir hætta við eftir nokkur ár.
Ég reyndi að ná í prestinn í dag en hann er kominn í frí og svarar ekki í símann fyrr en eftir 6. ágúst... mjög hentugt. Ég ætla að tala við sóknarnefndarformanninn á morgun og láta hann vita hvað ég er ósáttur við þetta. Ég var búinn að segja þremur organistum frá þessu sem allir voru steinhissa, sérstaklega af því að organistafélagið gerði heilmikið mál úr því þegar Keith var ráðinn í Breiðholtskirkju fyrir tveimur árum þrátt fyrir að útskrifaðir organistar hefðu sótt um. Það mál á að fara fyrir félagsdóm. Svo þegar ég ætlaði að segja þeim fjórða frá þessu vissi hann þegar af þessu og sagði að þetta væri altalað um allan bæ og væri þvílíkt hneyksli.
Svo fæ ég að vita í fyrradag að það sé búið að ráða Keith Reed í stöðuna. Ástæðan fyrir því að ég er fúll er sú að hann er ekki menntaður sem kirkjutónlistarmaður. Hann er rétt byrjaður í námi Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Ég hef ekkert á móti honum persónulega og ég væri ekki fúll hefðu þeir ráðið einhvern sem hefði klárað einhverja kirkjutónlistarmenntun. En með þessari ákvörðun er sóknarnefndin að gefa skít í allt kirkjutónlistarnám. Maður veltir því fyrir sér afhverju maður var að læra þetta í sex ár ef það er hægt að ráða bara hvern sem er. Þetta er mjög erfitt nám, fáir leggja í að stunda það og margir hætta við eftir nokkur ár.
Ég reyndi að ná í prestinn í dag en hann er kominn í frí og svarar ekki í símann fyrr en eftir 6. ágúst... mjög hentugt. Ég ætla að tala við sóknarnefndarformanninn á morgun og láta hann vita hvað ég er ósáttur við þetta. Ég var búinn að segja þremur organistum frá þessu sem allir voru steinhissa, sérstaklega af því að organistafélagið gerði heilmikið mál úr því þegar Keith var ráðinn í Breiðholtskirkju fyrir tveimur árum þrátt fyrir að útskrifaðir organistar hefðu sótt um. Það mál á að fara fyrir félagsdóm. Svo þegar ég ætlaði að segja þeim fjórða frá þessu vissi hann þegar af þessu og sagði að þetta væri altalað um allan bæ og væri þvílíkt hneyksli.
mánudagur, júlí 10, 2006
Ok. Það eru komnir tveir mánuðir síðan ég bloggaði síðast.
Ástæðan fyrir bloggleysinu til að byrja með var skortur á netsamandi en það varði reyndar ekki nema í nokkrar vikur. Það virðist ríkja almenn bloggdeyfð um þessar mundir.
Ísak er orðinn mjög langur miðað við aldur. Hann er til að mynda aðeins nokkrum sentimetrum styttri en Jökull sem er rúmum fimm mánuðum eldri. Ég komst að því um daginn að ég var undir eftirliti hjá lækni þegar ég var lítill af því ég var svo langur. Hefði ég verið aðeins lengri þá hefði ég fengið hormóna til að halda aftur af vextinum.
Hann situr einn og óstuddur í 90 gráðu vinkli og er mjög duglegur að hafa ofan af fyrir sér. Nú bíðum við bara eftir að hann fari að skríða. Hann er farinn að gefa frá sér hin merkilegustu hljóð en er annars mjög kátur og glaður. Eftir verulegt átak þá tókst okkur að fá hann til að sofna klukkan átta og alveg fram til sex um morguninn. Það er algjör lúxus. Um tíma leit út fyrir að allt það starf hefði verið unnið fyrir gíg en með því að harka af sér og vera ekki að hlaupa inn til hans þegar hann grætur í rúminu sínu þá hefur okkur tekist að halda þessu.
Hann tók upp á því um daginn að klappa saman lófunum og strax í kjölfarið báðum við hann að sýna okkur hvað hann er stór en ég held að það sé fyrir neðan hans virðingu. Við erum bæði búin að fara að heimsækja Ragnar Stein og fjölskyldu þegar þau voru í bústað austur í Lóni og svo buðum við Friðrik Val og fjölskyldu í Voga í Mývatnssveit og fórum saman í Jarðböðin (sjá mynd). Það var í þriðja skiptið sem Ísak fór á Mývatn og líkaði honum vistin vel.
Ástæðan fyrir bloggleysinu til að byrja með var skortur á netsamandi en það varði reyndar ekki nema í nokkrar vikur. Það virðist ríkja almenn bloggdeyfð um þessar mundir.
Ísak er orðinn mjög langur miðað við aldur. Hann er til að mynda aðeins nokkrum sentimetrum styttri en Jökull sem er rúmum fimm mánuðum eldri. Ég komst að því um daginn að ég var undir eftirliti hjá lækni þegar ég var lítill af því ég var svo langur. Hefði ég verið aðeins lengri þá hefði ég fengið hormóna til að halda aftur af vextinum.
Hann situr einn og óstuddur í 90 gráðu vinkli og er mjög duglegur að hafa ofan af fyrir sér. Nú bíðum við bara eftir að hann fari að skríða. Hann er farinn að gefa frá sér hin merkilegustu hljóð en er annars mjög kátur og glaður. Eftir verulegt átak þá tókst okkur að fá hann til að sofna klukkan átta og alveg fram til sex um morguninn. Það er algjör lúxus. Um tíma leit út fyrir að allt það starf hefði verið unnið fyrir gíg en með því að harka af sér og vera ekki að hlaupa inn til hans þegar hann grætur í rúminu sínu þá hefur okkur tekist að halda þessu.
Hann tók upp á því um daginn að klappa saman lófunum og strax í kjölfarið báðum við hann að sýna okkur hvað hann er stór en ég held að það sé fyrir neðan hans virðingu. Við erum bæði búin að fara að heimsækja Ragnar Stein og fjölskyldu þegar þau voru í bústað austur í Lóni og svo buðum við Friðrik Val og fjölskyldu í Voga í Mývatnssveit og fórum saman í Jarðböðin (sjá mynd). Það var í þriðja skiptið sem Ísak fór á Mývatn og líkaði honum vistin vel.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)