Á morgun er ég að fara að stjórna Hljómeyki í upptökum á tveimur lögum sem Mugison samdi fyrir "Mýrina". Hann sendi mér sms í gærkvöldi og spurði hvort hann mætti ekki hringja í mig í dag. Ég fór náttúrlega strax að hugsa hvað hann gæti viljað segja við mig. Hann vill ábyggilega skipta um stjórnanda. Hann er búinn að tala við einhvern í kórnum og finnst ég túlka þetta alveg vitlaust. Ábyggilega hundfúll yfir að ég sé búinn að gera smá breytingar á laginu.
Svo hringdi hann í dag og spurði hvernig ég hefði það, hvernig kórinn hefði það, hvort það væri ekki allir í stuði og ég beið eftir að hann kæmi sér að efninu. Svo spurði hann hvort við værum ekki í stuði fyrir morgundaginn. Þar með var símtalinu lokið.
Maður heldur oft að svona þekktir einstaklingar séu svo hrokafullir og sjálfumglaðir en ég hef aldrei talað við ljúfari mann í símann.
Það var nú annað í kvöld. Ég sat til borðs með sjö karlkyns prestum sem voru ansi góðir með sig og voru alltaf að skjóta á mig fyrir að vera organisti.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Áttu við hann Ornelius? Sjá http://www.imdb.com/name/nm1666199/bio
Já. Heitir hann ekki Örn Elías? Og hver er eiginlega pex?
hahaha, ornelius :-D
Neinei, Öddi er fínn og ekkert merkilegur með sig. Var það ég sem hefði verið að kvarta? hehe.
Nei, nei. Ekkert frekar þú.
Skrifa ummæli