þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Ég var dálítið áhyggjufullur þegar ég fór að sofa í gær. Ekkert alvarlegt en ég stóð frammi fyrir ákveðnu vandamáli sem ég þurfti að finna lausn á og átti því erfitt með að sofna. En svo datt mér í hug lausn sem var svo briljant en um leið svo einföld og sjálfsögð að ég var hissa að mér hafði ekki dottið hana í hug fyrr. Ég var svo ánægður með þetta að ég átti ennþá erfiðara með að sofna.
Við ætlum að skreppa út úr bænum í bústað í dag og komum aftur á fimmtudaginn. Bara að breyta um landslag í smá stund áður en vetrartörnin byrjar.

Engin ummæli: