sunnudagur, ágúst 20, 2006

Það var bara voða gaman á óperutónleikunum á Klambratúni í gær, skemmtileg stemmning og gaman að svona sé hægt að gera á Íslandi. Að vísu var hljóðið ekki upp á sitt besta og aríurnar komu misvel út. Svo er ég orðinn ansi þreyttur á því þegar óperusöngvarar ákveða að sprella eitthvað á sviðinu eins og Kristinn og Ólafur Kjartan gerðu í lokin. Það er alltaf boða barnalegur húmor og fer bara í taugarnar á mér. Við vorum þarna fjölskyldan ásamt móðurafa og ömmu Ísaks, Sollu og dætrum og svo komu Indra og fjölskylda og amma mús ásamt Hlö. Svo var rölt niður að Sæbraut og horft á flugeldasýninguna sem var flott. En það hefði verið betra að láta hana byrja ca. 20 mín. seinna og það er áhrifameira að standa beint undir flugeldunum. Ísak vissi ekkert hvað um var að vera. Hann er alltaf sofnaður klukkan átta í rúminu sínu en núna var hann í kerrunni og var bara alls ekkert til í að fara að sofa þegar svona mikið var um að vera.
Í dag hefst svo barnaafmælistörnin. Það verða þrjá sunnudaga í röð.
Á morgun á Indra afmæli og svo fer ég líka að semja við Breiðholtskirkju um organistastarfið sem ég er að fara að taka að mér þar. Ég er dálítið hjátrúarfullur og hef því ekkert viljað tala um þá umsókn. Ég var nokkuð vongóður um að fá starfið í Lindasókn, sérstaklega af því það var búið að hafa samband við mig áður en starfið var auglýst, en svo fékk ég það bara ekki. Ég græti það reyndar ekkert sérstaklega en varð móðgaður að þeir skyldu ráða ómenntaðan mann fram yfir mig sem er með mastersgráðu í faginu.

10 ummæli:

Hildigunnur sagði...

sækirðu svo ekki um Dómkirkjuna? Ég veit amk. um einn sem ætlar að sækja um þar og á mun minna í það en þú...

Nafnlaus sagði...

úúú til hamingju með nýja djobbið :D

p.s. man ekki ENNÞÁ af hverju ég var að hringja í þig.. lúði dauðans.

Maggi sagði...

Það héldu margir að sú staða myndi losna í ár en dómorganistinn er í fullu fjöri þannig að ég geri ráð fyrir að það verði 3 ár þangað til.

Maggi sagði...

Eitthvað grunar mig samt að næsti dómorganisti verði kona.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýja starfið. Breiðholtskirkja er úrvals kirkja - og svo er líka fínt bakarí í Mjóddinni ;-)

Maggi sagði...

það gerði útslagið

Nafnlaus sagði...

Til Hamingju med starfid :)

Thu ert bara kominn i gamla gettoid! ekki slaemt ;)

Nafnlaus sagði...

já sammála, og ég er meira að segja nokkuð sjor á hvaða kona það verður :)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju elsku sonur - var ekki í vafa um það hver yrði valinn, en vissi ekki fyrr en nú að það var orðin staðreynd.

mamma mont

Hildigunnur sagði...

já, það er nú reyndar ekkert ólíklegt. En maður veit samt aldrei.