föstudagur, september 01, 2006

Upptökurnar gengu mjög vel. Þetta er nokkuð fallegt stykki. Svo verður myndin frumsýnd í október. Þetta á að vera í senu sem Guðmunda Elíasdóttir leikur í. Allir að leggja vel við hlustir þegar hún fer með dramatíska ræðu. Það er voða gaman að stjórna Hljómeyki. Þetta er svo menntað fólk og fylgir manni svo vel.
Svo fékk ég upptökur frá RÚV í kvöld frá tónleikum Fílunnar í vor. Ég á alltaf mjög erfitt með að hlusta á það sem ég hef gert, hvað þá að horfa en ég skellti þessu strax í geislaspilarann í bílnum og viti menn, þetta var barasta mjög fínt. Alla vega Mozart. Veit ekki hvenær ég legg í að hlusta á Haydn. Ég fékk DVD upptökuna í júní en hef ekki safnað í mig kjarki til að horfa á hana.

2 ummæli:

Hildigunnur sagði...

þú ert bara hreint ekki sem verstur heldur.

gekk fínt, gott að geta ruslað svona upptökum upp á stuttum tíma. Var að stinga upp á því við Ödda að við syngjum þetta lag líka á tónleikunum fyrir austan. Þá værum við með tvö eftir Rúnu.

Maggi sagði...

Mér hafði einmitt dottið það í hug.