föstudagur, ágúst 18, 2006

Þá er námskeiðið búið. Ég held þeir mæti allir í inntökuprófið. Við enduðum í keilu. Fengum sérstaka barnabraut þannig að kúlan gat ekki lent í rennunni. Ég átti erfitt með að leyna hlátri mínum þegar þeir tóku kúluna og hentu henni með þvílíkum tilþrifum og svaka dynki og svo silaðist hún á 3 km hraða og tók heila eilífð að ná keilunum. Samt náðu þeir stundum að fella allt að 9 keilur.

2 ummæli:

Hildigunnur sagði...

sé son minn fyrir mér... Hann hefur reyndar aldrei farið í keilu fyrr.

Þið hafið ekkert viljað vera með krakkagrindina?

Maggi sagði...

Þeir náðu alveg ágætis skori þannig að þess gerðist ekki þörf.