fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Símafyrirtæki eru umboðsmenn djöfulsins

Sjá færslu Hrafnhildar um þetta málefni.
Við fengum sundurliðun á símreikningnum. Sum símtalana áttu sér stað þegar við vorum ekki einu sinni í bænum og mörg númerin könnuðumst við ekkert við. Eitt var reyndar mjög skrítið. Það var hringt þrisvar í útfararstofuna á Akranesi. Það er nú eitthvað sem ég gæti hafa gert þar sem ég er organisti en ég er alveg viss um að hafa ekki gert það..... eða gerði ég það kannski? Eru símafyrirtæki Norðurlanda endanlega búin að gera út af við mig. Er ég orðin geðklofa. Býr einhver annar karakter í mér sem fær geðveikt kikk út úr því að hringja í þessi númer. Best að hringja í Bernótus skiptstjóra. Múhahaha.

Engin ummæli: