fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Við Harpa heyrðum greinilegan mun á söngnum hjá strákunum í morgun. Þeir eru líka farnir að kunna þó nokkur lög. Ég er líka búinn að finna nokkur ráð til að fá einbeitingu aftur eftir að við erum búnir að leika okkur. Einn vaknar ennþá klukkan þrjú á nóttunni af spenningi. Honum fannst líka alveg glatað að þurfa að vera í skólanum í næstu viku því þá gæti hann ekki verið á kóræfingu.

3 ummæli:

Þóra sagði...

Nennirðu að kenna mér þessi ráð? Ég sökka SVOOOO feitt í nákvæmlega þessum hluta starfsins :-(

Maggi sagði...

Það reyndist best að láta þá standa kringum flygilinn með bækurnar á honum og í söngstellingunni, sem er þannig að þeir lyfta höndunum fyrir ofan höfuð, láta þær falla niður með hliðunum og svo má ekki hreyfa sig eftir það.

Þóra sagði...

hmmm....prófa þetta :-)