fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Glöggir blogglesendur hafa kannski þegar komist að því að ég er orðinn stjórnandi Hljómeykis. Þá er ég búinn að ráða mig á 5 mismunandi staði. Ég gat bara ekki hafnað þessu. Nú er hægt að taka fyrir ýmis verk sem mann er búið að dreyma um að stjórna, t.d. Poulenc, Rautavaara, Tormis, McMillan sem ekki er hægt að gera með hvaða kór sem er.
Ég er sem sagt í 75% stöðu organista í Breiðholtskirkju, 25% stöðu í Langholtskirkju sem stjórnandi drengjakórsins, ca. 25% sem píanókennari (er að reyna að minnka það eitthvað), stjórna Fílharmóníunni og Hljómeyki.
Þessi briljantlausn sem ég uppgötvaði um daginn var að láta Fílharmóníuna sjá um messusönginn í Breiðholti. Með því slæ ég þrjár flugur í einu höggi. Fíluna vantar pening í ferðasjóð, Breiðholtskirkju vantar kirkjukór þar sem forveri minn rak kórinn og tókst ekki að byggja upp nýjan kór að neinu ráði og ég losna við að hafa enn eina kóræfinguna. Þar sem Fílharmónían er frekar fjölmenn þarf hver og einn kórmeðlimur ekki að mæta oft yfir veturinn.

15 ummæli:

Hildigunnur sagði...

vá hvað mér líst veeeel á þennan lista af tónskáldum :-D

Nafnlaus sagði...

Brilljant lausn!

Villi sagði...

Snilldarlausn, ég hefði ekki getað fengið betri hugmynd sjálfu, og þá er nú mikið sagt. Til hamingju með störfin, þetta verður alveg brill hjá þér

Nafnlaus sagði...

pant vera með í Tormis.. hvaða verk langar þig að flytja eftir hann?

Maggi sagði...

Það eru þó nokkur. Meðal annars bölvun járnsins

Hildigunnur sagði...

erum við nógu mörg í það?

Hallveig, ég mana þig til að vera með í MacMillan, hann er snillingur.

Maggi sagði...

Það væri gott að vera fleiri. Væri ekki hægt að fá lánaðan eitt stykki Áskirkjukór.

Hildigunnur sagði...

aldrei að vita, bara að Kári fái ekki að koma að skipulagningu...

Nafnlaus sagði...

JÚHÚ!!! raua needmine!!! Æm ðer ;) væri örugglega hægt að fá bræður mína elskulega til að syngja sólóin.. þá hefur alltaf dreymt um það..

ohu sinda rauta reska....

og jújú ég skal beita áhrifum mínum á Kárahnjúkinn.. hann er deig í mínum höndum.. eða eitthvað...

Þóra sagði...

Til hamingju með allar vinnurnar. Þetta á eftir að verða púl. Ég er í þremur vinnum og finnst það miklu meira en nóg....

Maggi sagði...

Já mér tókst að minnka aðeins kennsluna og hún er á þægilegum tíma. Svo virðist sóknarpresturinn vera frekar skipulagður öfugt við þann sænska sem ég vann með.

RAKETIT!!!! TANKIT!!!!

Gróa sagði...

Sæll Magnús. Til hamingju með allar stöðurnar!!
Ég - eins og þú - skil ekki hvað þeir voru að hugsa í Linda!! Og mér líst voða vel á hvað þú ætlar að gera í Breiðholts. Vona bara að allt gangi vel - það kann ekki góðri lukku að stýra þegar prestar segja þetta um organistasamninginn. Kirkjan VERÐUR að fara að taka á þessum málum. Það er óþolandi að hver sókn geti bara hagað sér eins og fólkinu í nefndunum sýnist. Þar leynist alltaf svartur sauður (stundum hempuklæddur og stundum ekki).
En sem sagt bestu kveðjur frá mér.

Maggi sagði...

Heyr, heyr!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með allar vinnurnar Maggi :) En fyrst þú ert að vinna svona svakalega...þá sér maður þig kannski ekkert fyrr en í jólaboðunum...eða hvað??? ;) Vonum að það fari ekki svo samt :)

Maggi sagði...

Takk, takk. Þetta hljómar meira en þetta er í raun og veru. Þetta jafnast á við venjulega vinnuviku flstra annarra.