þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Drengjunum finnst allavega mjög gaman á námskeiðinu. Einn vaknaði klukkan þrjú í nótt og spurði hvort það væri ekki kominn tími til að fara á námskeiðið. Endum svo vikuna með því að fara í keilu. Svo verður inntökupróf fyrsta mánudaginn í september og fyrsta æfingin laugardaginn eftir það.

Annars ætlaði ég að æfa mig á orgelið í dag en það er ekki hægt að hanga inni í svona veðri, sérstaklega þegar maður á svona fínan pall.

3 ummæli:

Hildigunnur sagði...

Finni finnst rosa gaman, amk. Söng fyrir mig áðan lag sem þeir lærðu.

Æfingar á laugardögum, segirðu? Klukkan hvað? (ég hef engar áhyggjur af því að herramaðurinn komist ekki inn, eins og þú sérð :-D)

Maggi sagði...

mánudagar 17-19
laugardagar 10-12.
Með tíð og tíma er reiknað með að eldri strákar mæti á laugardögum og þá verði sungið í fjórum röddum.

Hildigunnur sagði...

takk takk