mánudagur, ágúst 07, 2006

Í dag erum við hjónin búin að vera gift í tvö ár. Við höfum búið saman í fimm ár, verið par í átta ár og þekkst í tíu ár. En fyrst núna segir hún mér að hún vilji að klósettrúllan snúi fram þegar hún hangir á veggnum.
Við ætlum út að borða í kvöld en svo er ég að fara að ganga Laugaveginn með Gunnari á morgun fram á föstudag. Vona svo innilega að það verði gott veður.
Í næstu viku verð ég með söngnámskeið í Langholtskirkju fyrir hádegi frá mánudegi til föstudags fyrir drengi frá sjö ára aldri. Þetta er undirbúningur fyrir Drengjakórinn. Það verður kórsöngur, raddþjálfun og svo leikir. Látið endilega vita ef þið vitið um einhvern strák sem væri efnilegur.

7 ummæli:

Hildigunnur sagði...

má Finnur koma þó hann sé bara 6?

Maggi sagði...

jebb, ekkert mál. Það verða nokkrir sex ára sem hafa verið í Krúttakórnum

Nafnlaus sagði...

Ertu viss um að hún hafi aldrei sagt það áður?

Hjalti

Maggi sagði...

Þetta er nú ekki eitthvað sem maður gleymir Hjalti minn!

Nafnlaus sagði...

úúú til hamingju með brúðkaupsafmælið :D En eitt skil ég ekki, hverjum dettur annað í hug en að snúa rúllunni fram? annars er svo erfitt að ná í skeininn!

p.s. eitthvað að frétta af fílu málum?

Nafnlaus sagði...

Hehehehehehe..klósettrúllan...bara fyndið :) Eins gott að klikka ekki á þessu. Til lukku með árin 2, 5, 8 og jafnvel 10:)
Kv. Jóhanna

Nafnlaus sagði...

Hae hae

til lukku mer brudkaupsafmaelid!

en eg segi thad sama og adrir...audvitad snyr klosettrullan fram...spurning um praktik ;)

en ofsalega er Hrafnhildur umburdalynd ad geta bedid i oll thessi ar og latid ofuga klosettrullu ekki pirra sig um of....;)