Ég skrifaði undir samninginn í dag við Breiðholtskirkju í dag. Það var smá karp um frí um helgar yfir veturinn en mér tókst að lokum að fá það inn í samninginn. Þau vildu jafnvel fá inn í samninginn að það ætti að haga helgarfríinu þannig að Bjartur sé örugglega í fríi þannig að hann geti leyst af. Alltaf þegar einhver minntist á kjarasamning organista þá var sóknarpresturinn, sem einnig er prófast, fljótur að leiðrétta og kallaði það viðmiðunarplagg. Organistafélagið fór nefnilega í mál við sóknarnefndina fyrir að ráða ómenntaðan mann fram yfir nokkra menntaða organista fyrir tveimur árum en prófasturinn vildi meina að það væri enginn samningur í gildi.
Ég fór svo á tónleika með Kammersveitinni Ísafold í kvöld og var mjög ánægður. Þeir voru í Listasafni Íslands sem er bara hinn fínasti tónleikasalur. Þar var náttúrlega tónlistarelítan mætt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Góð hugmynd þetta með afleysingaorganistann ;-) hefði getað verið vesen ef ég færi í 100% starf.
Til hamingju með stöðuna:o)
Jóna Björk
Hlakka til ad hlusta a thig thegar eg kem heim :)
Skrifa ummæli