sunnudagur, ágúst 27, 2006

Fyrsta Hljómeykisæfingin var í kvöld. Það gerðist það sama og á fyrstu Fílharmóníuæfingunni, ég ætlaði að komast yfir miklu meira efni. Í kvöld stafaði það af því að við þurftum að æfa nýtt kórverk sem á að taka upp á föstudaginn. Þetta er fyrir kvikmyndina Mýrina. Svo var það að til að byrja með voru voða fáir og fólk var að tínast inn eitt og eitt í heilan klukkutíma. Svo fór dágóður tími í að ræða um tónleikadagsetningar.
Það verður aukaæfing á þriðjudaginn því það vantaði nokkra í kvöld og þá ætti ég að geta farið hraðar yfir sögu. Það á að rifja upp tónleikaprógram frá í vor til að fara með austur á Eiðar í lok september. En þetta leggst annars voða vel í mig.
Svo byrjar Fílharmónían á morgun og þá kemur nýr raddþjálfari í prufu. Vona að það gangi vel. Sá leggst voða vel í mig.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

snillingur