Það hefur lítið verið um skemmtanir á þessum bæ eftir að Ísak fæddist. En ég fór á "aðalfund" Voces Masculorum á laugardaginn og það var virkilega gaman. Það var heilmikið sungið og spilað. Við vorum fjórir organistar þarna og þegar kom að því að syngja Brennið þið vitar þá þjösnuðust við allir fjórir á píanóinu með þeim afleiðingum að ein svört nóta brotnaði af. Svo voru sagðir tvíræðir brandarar sem uppskáru mikinn karlahlátur.
Í gær fórum fjölskyldan á Selfoss í sund því þar er þessi fínasta laug og svo settumst við á kaffihús þar sem ein beygla kostaði rúmlega 900 kr. Við létum okkur nú samt hafa það að borða þarna enda tilvalið að sitja úti í um tuttugu stiga hita.
Ég var svo að pæla í að hlusta á Sigurrós í gærkvöldi en var bara ansi þreyttur (kom frekar seint heim eftir "aðalfundinn" og var að spila í messu um morguninn). Hefði ég búið niðri í bæ þá hefði verið tilvalið að labba á Klambratúnið og upplifa stemninguna. Mér nægir reyndar að heyra eitt lag með þeim því mér finnst þeir eiginlega alltaf vera að flytja sama lagið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Vá hvað ég er sammála með Sigurrós, ég skil ekki að 15 þús. manns hafi nennt að mæta til að hlusta á mann væla. Ég fór bara í bíó í gær og horfði á sjóræningja. Miklu skemmtilegra ;)
Sammála síðustu ræðukonu. Soundið þeirra getur verið mjög flott, en breytist ekkert mikið á milli laga. Ég fór á Klambratúnið og fannst svolítið eins og ég hafi hlustað á eitt mjög mjög langt lag!
Skrifa ummæli