mánudagur, apríl 03, 2006

Við æfðum Mozart í kvöld með hljómsveit og öllum, að vísu ekki pákum og trompetum sem spila bara í tveimur þáttum og alveg fáránlega einfalt þannig að þeir mæta bara á generalinn á laugardaginn. Kórinn var bara í þrusu stuði og mjög vel undirbúinn. Svo voru þau svo stillt og þolinmóð. Enginn kjaftavaðall. Eins var hljómsveitin mjög góð og fylgdi mér í einu og öllu. Svo voru þau svo almennileg. Ég var búinn að gera mér í hugarlund að þau yrðu með einhvern: "Hvað þykist þú vita"... móral. En voru virkilega næs.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hér hefur gleymst að nefna einn sem stóð sig mjög vel á umræddri æfingu, nefnilega stjórnandann!
En Magnús, er tölvan þín nokkuð stillt á sænskan tíma? Þessi æfing var á mánudagskvöldi en ekki þriðjudegi eins og halda mætti af fyrirsögninni og þegar ég las þetta var enn eftir góður hálftími af mánudeginum!

Maggi sagði...

Tölvan á það til að stilla á sig á sænskan tíma við og við en ekki núna. Ég hélt ég hefði lagað þetta með því að segjaBblogger að ég byggi á Íslandi eins og sjá má á skilgreinunginni á mér við hlið myndarinnae en allt kom fyrir ekki.

Hildigunnur sagði...

hvernig hélstu eiginlega að íslenskir hljóðfæraleikarar væru? :-D

Gangi annars vel á tónleikunum, reyni að komast á þriðjudaginn, sunnudagurinn út úr myndinni.

Maggi sagði...

Maður er búinna að heyra og upplifa ýmislegt, bæði hér heima og úti.

Hildigunnur sagði...

æ, maður þarf kannski bara að vita hverja maður á (ekki) að tala við...