Ég er búinn að æfa með Jónasi og hann á eftir að syngja þetta rosalega vel. Hann er nebblega líka að syngja með Sinfó á fimmtudaginn og svo Jónsa á föstudaginn langa. Svo æfði ég með Nönnu Maríu í dag og fékk nokkrum sinnum gæsahúð. Það er eins og Haydn hafi skrifað þessar aríur með hana í huga. Svo æfi ég með Huldu Björk og Davíð á morgun. Hún var eitthvað kvefuð um helgina og sparaði röddina á kóræfingunni í gær en tók eina kadensu eftir á með Jónasi og fór alla leið upp á háa d og hafði ekkert fyrir því. Ég vona að Davíð kunni sitt vel. Hann er með tvær mjög flottar aríur. Sif konsertmeistara líst mér líka mjög vel á. Hún er mjög metnaðarfull og búin að skrifa inn öll bogastrokin í allar nóturnar og vill hitta mig og Daða Kolbeins til að ákveða fraseringar áður en við æfum saman. Benni vann með henni um daginn hjá Sinfó og var hæstánægður.
Við hjónin skelltum okkur í óperuna á föstudaginn. Halldór fékk boðsmiða frá Glitni en komst ekki og því fórum við. Það var mjög vel veitt af víni og veitingum, bæði fyrir sýningu og í hléinu. Það stóðu sig allir vel en ja hérna hvað mér leiddist. Eftir 10 minutur var ég farinn að líta á klukkuna og bíða eftir hléi þannig að við gætum farið heim. Ég þoli orðið sem sagt ekki óperettur. Ég gékk líka út af seldu Brúðinni eftir Smetana í Stokkhólmi. Tónlistin er svo óáhugaverð, söguþráðurinn algjört prump, brandararnir svo ófyndnir og svo er alveg ferlega skrítið þegar söngvararnir tala á íslensku en syngja svo: "Dann gehen wir nach Selfoss, nach Selfoss, nach Selfoss."
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli