miðvikudagur, apríl 12, 2006


Ég var að kaupa tæki þannig að ég get hlustað á ipodinn í bílnum. Mjög sniðugt tæki sem framleitt er í Kína, en eitthvað voru leiðbeiningarnar skrítnar. Hér er smá sýnishorn:
"Open wave band, FM of auto radio, of you, is it search platform or manual to search set let auto radio of you receive frequency that you preset automatically to choose, in this way you can listen to iPod stereo music of high-fidelity taken the place of to you through ipod Auto Kit device."

WHAT?!?!

Sem betur fer var auðvelt að finna út úr þessu þrátt fyrir leiðbeiningarnar.

Hér til hliðar má sjá mynd af okkur feðgunum í ungbarnasundi. Við erum svo klárir sko!

2 ummæli:

Syngibjörg sagði...

Langar að óska þér til hamingju með þetta allt saman. Er búin að skoða dvd upptökuna og kemur hún vel út.Vona að fólk hafi áhuga fyrir henni.En hef ekki séð neina blaðakrítík, en þú?

Maggi sagði...

Neibb. Það hefur ekkert birst ennþá.