mánudagur, apríl 24, 2006

Æfingar hófust aftur í kvöld. Byrjuðum að æfa Carmina burana og það gekk svo miklu betur en nokkur þorði að vona. Þetta sat bara ótrúlega vel. Svo mætti ég og Ingibjörg dálítið fyrr til að hlusta á nokkra sem vildu byrja í kórnum eða koma aftur. Ég gerði ráð fyrir fimm til sex en þau voru rúmlega tuttugu. Nú vantar nokkra kalla í viðbót og þá verður þetta fínt. Fyrir vikið get ég haft metnaðarfyllra acapella prógramm með íslensku lögunum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið! ... sem lauk reyndar fyrir um 40 mínútum - en betra er seint en aldrei! Eða var það ekki annars rétt hjá mér?