miðvikudagur, apríl 05, 2006

Ég fór í viðtal til Ásu Briem fyrir Hlaupanótuna í gær, þriðjudag. Það var flutt í dag og tók nánast allan þáttinn. Ég hélt þetta yrði bara 10 mínútna innskot en þetta var svakalega flott. Ég gat meira að segja hlustað á sjálfan mig tala þegar ég hlustaði á þetta á ruv.is. Ég var nefnilega að kenna til hálf fimm og þegar ég settist upp í bíl heyrði ég eitthvað skrítið lag sem ég fór þó fljótlega að kannast við. Í ljós kom að þetta var síðasta lagið sem við gerðum í Kósý. Júlíus Kemp, sem hafði gefið út plötuna okkar, bað okkur um að taka upp okkar eigin útgáfu af Always look on the bright side of life. fyrir kvikmynd sína Blossi. Við vorum í rauninni hættir sem hljómsveit og vissum að við ætluðum aldrei koma saman aftur og því var þetta eitthvað þvílíkt einkaflipp. Mér fannst þetta ógeðslega fyndið þegar ég hlustaði á þetta í kvöld en Hrafnhildur hristi bara hausinn.
Áhugasamir geta farið inn á www.ruv.is og hlustað á Hlaupanótuna á Rás 1 5 april. Lagið kemur fyrir í ca. miðjum þætti.

Engin ummæli: