laugardagur, apríl 01, 2006

Ég held ég sé búinn að missa traust kórsins. Ég lét þau breyta texta á erfiðum stað á æfingunni í morgun. Þetta voru stikknótur sem þau hafa átt að syngja það en ég lét þau breyta textanum í úr "plagis me fac" í "itsrif lirpa" og sagðist hafa séð þetta í annarri útgáfu og veifaði bók sem Nanna María kom með. Fólk fór að skrifa á fullu í nóturnar og hváði og bað mig um að stafa þetta. Svo þegar ég var alveg að fara að láta þau syngja þá fattaði einn tenórinn hvað "itsrif lirpa" þýddi, sérstaklega þegar hann las það afturábak. Mér var blótað í sand og ösku og svo gátu þau ómögulega sungið þetta rétt þegar kom að staðnum heldur sprungu úr hlátri. Annars var þetta holl og góð æfing því við æfðum í Borgarskóla og þau voru alveg hræðilega fölsk. Ég vona að þetta hafi verið nógu mikill skellur í andlitið þannig að þau séu á tánum á hljómsveitaræfingunum.

Þetta verður ansi stíf vika því auk hljómsvetaræfinganna þarf ég að æfa með öllum einsöngvurunum, hitta konsertmeistarann, fara í útvarps- og blaðaviðtöl og kaupa mér eða leigja kjólföt. Ég skrifaði grein í prógrammið sem ég sendi á Moggann og bað þá um að birta í Lesbókinni næsta laugardag en svo birtist hún bara í dag, heilsíða meira að segja með fínni mynd. Að vísu er Benni að stjórna kórnum á þeirra mynd en það er ekkert svo áberandi. Það er ekki til nein mynd af mér og kórnum saman eins og er. Það þarf að bæta úr því. Ég hafði hringt í Moggann fyrr í vikunni og spurt hvort ég mætti ekki senda þeim grein en fékk einhver dræm viðbrögð og var því tilbúinn að fara væla í þeim í næstu viku. Þess vegna kom þetta skemmtilega á óvart.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha :D Ég hefði greinilega fallið í gildruna líka - fannst þetta alveg ótrúlegt, að svo ólíkur texti hefði birst annars staðar :). Alltaf gaman að 1. apríl.

Já, það er alltaf gott að syngja illa á "general" - þetta verður ábyggilega rosa flott hjá ykkur þegar á hólminn er komið!

Unknown sagði...

its rif lir pa
ógó fyndið.