föstudagur, apríl 21, 2006

Undanfarnir dagar eru búnir að vera æðislegir af mörgum ástæðum. Fyrir það fyrsta gengu tónleikarnir svo vel. Ég fékk mjög góða krítík og svo voru svo margir hljóðfæraleikarar sem komu sérstaklega til mín og lýstu yfir ánægju með samstarfið. Svo kom í ljós að tónleikarnir komu akkúrat út á núlli sem hefur ekki gerst í mörg ár nema í fyrra þegar það varð gróði á Carminu Burana enda voru mjög fáir hljóðfæraleikarar. Nú er maður á fullu að skipuleggja næsta ár og getur leyft sér að gera eitthvað metnaðarfullt fyrst þessir tónleikar gengu svona vel. Það kemur margt til greina.
Það var yndislegt fyrir Norðan og við náðum öll að slappa vel af. Ísak blómstar sem aldrei fyrr og maður nær mjög góðu sambandi við hann. Hann tók upp á því að velta sér yfir á magan og hefur ekki hætt því síðan. Svo samkjaftar hann ekki og gefur frá sér djúpraddaðri hljóð.
Ég var líka að heyra af mögulegri vinnu sem yrði alveg æðislegt ef af yrði en það er sem samt ekki ljóst hvort hún sé í boði og því þori ég ekki að segja neitt. Ég hitti líka Þóru Marteins sem hafði roðnað fyrir mína hönd um daginn þegar hún sat á fundi með einum presti sem lofsöng mig.
En það kemur ábyggilega einhver skellur á næstunni. Það væri alveg týpískt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

paitence Clarice, All good things come to those who wait

Maggi sagði...

ég giska á að þetta hafi verið Gunnar