Generallinn gekk ágætlega. Mozart tók lengri tíma en ég bjóst við og því var dálítið stress í gangi í lok æfingarinnar þannig að við myndum ná öllu í Haydn. Við slepptum að vísu einum kaflanum en hann gekk svo vel á þriðjudaginn þannig að það var allt í lagi. En þetta á eftir að vera þrælfínt á morgun.
Í Lesbókinni í dag birtist önnur grein eftir mig sem ég skrifaði fyrir 10 árum. Ég vissi ekki að það stæði til að birta hana og hefði fyrir það fyrsta viljað líta yfir hana. En það sem fór mest fyrir brjóstið á mér er að hún er eignuð öðrum. Það var víst einhver leiður misskilningur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli