miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Ég og Ingibjörg erum með tónleika á laugardaginn kl. 13.00 í Breiðholtskirkju í tilefni af allra heilagra messu. Þetta eru fyrstu tónleikar mínir í kirkjunni og ég vona svo innilega að sem flestir komi. Það kostar ekkert inn og tónleikarnir taka bara ca. 45 mín. Við ætlum að leika ýmis lög, m.a. eftir Jórunni Viðar, Atla Heimi, Telemann, mjög fallegt lag eftir Sandström og kannski eftir mig, þ.e. op. 1 sem ég samdi fyrir horn og orgel. Þurfum að sjá hvort það gangi að tónflytja það þannig að það passi fyrir básúnu. Svo flytjum við Söngva förusveins eftir Mahler. Við spiluðum það í fyrra í Svíþjóð og Hrafnhildur kom að hlusta og var svo ofboðslega hrifin af því. Það var á þeim tónleikum sem við buðum einum rónanum (sem var fastagestur í kirkjunni) að koma en hann sagðist vera upptekinn. Hann sá ekki fram á að vera edrú á þessum tíma, þ.e. kl. 12 á laugardegi.

Annars var ég að klára opus 2 í gærkvöldi. Ég byrjaði reyndar að semja það fyrir rúmu ári en strandaði á einum stað. Svo byrjaði ég aftur á föstudagskvöldið og komst á flug. Ég ætla að æfa þetta í kvöld með Fílunni en er alveg svakalega nervus við það, er svo hræddur um að þau fari bara að hlægja yfir hvað textinn passar asnalega við tónlistina. Þetta var nú ekki auðveldasti texti í heimi, ansi langur og óreglulegur.

3 ummæli:

Unknown sagði...

Ekki vill svo til að nefnd Ingibjörg sé hún Bönga?

Maggi sagði...

Tja... hún er oft kölluð Bönga. Eru nokkuð margir básúnuleikarar sem heita Ingibjörg?

Nafnlaus sagði...

Maggi.. verkið þitt var rosalega flott (sérstaklega "rómantísku" kaflarnir) og allt í lagi þótt það komi smá hnökrar sem þarf að pússa. Það gerir bara lífið spennandi og óvænt.. t.d bíður maður núna spenntur eftir næstu æfingu til að sjá hvort þú hafir breytt einhverju .. veii :)