föstudagur, október 27, 2006

Junior stóð sig með stakri snilld í morgun hjá dagmömmu. Hann fór bara strax að leika sér og kippti sér ekkert upp við það þegar við fórum. Svo borðaði hann allt með bestu lyst. Kristjana var frekar hissa á því. Yfirleitt eru börnin varkár fyrsta skiptið við matarborðið. Á mánudaginn mætir hann kl. 8 og svo sæki ég hann kl. 11 og svo verður hann líklega alveg fram til kl. 14 á þriðjudaginn eftir allt gengur vel.

Engin ummæli: