þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Elsku Ísak

Til hamingju með afmælið. Það er ótrúlegt að það sé liðið ár frá því þú fæddist. Á þessu ári hafa skipst á skin og skúrir en maður man eiginlega bara góðu stundirnar. Við erum nánast búin að gleyma andvökunóttunum þegar þér leið svona illa í maganum og vistin á fæðingadeildini er sveipuð dýrðarljóma þó svo þar hafi mikill sársauki átt sér stað.
Mér datt ekki í hug að hjartað í mér gæti stækkað svona mikið. Við elskum þig meira með hverjum deginum sem líður. Þú bræðir mann með bjarta brosinu þínu og maður stendur agndofa í hvert skipti sem þú tekur upp á einhverju nýju, eins og að ganga nokkur skref óstuddur. Það er svo gaman að leika við þig og ég reyni vísvitandi til að fá þig til að hlægja því það gerir manni svo gott að heyra smitandi hlátur þinn. Það er svo gaman að sjá þig dilla þér í takt við vissa tónlist og það gleður mig að sjá hvað þér finnst gaman að spila á hljóðfæri eins og blokkflautu, munnhörpu og sílafón.
Hér efst er mynd þar sem afi Halldór er að gefa þér fyrsta kökubitann þinn en ég læt líka fylgja með mynd af mér í fanginu á ömmu Mús þegar ég var á þínum aldri.
Eins og afi þinn Ragnar átti til að segja þá er ég algjör PM (Pabbi mont)

3 ummæli:

Hildigunnur sagði...

til hamingju með drenginn :-)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með strákinn!!! Þið eruð voða líkir!

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með litla álfinn :)


ps. ótrúlega krúttlegt að sjá að þið eruð alveg nákvæmlega eins á þessum myndum.. maður myndi halda þið væruð tvíburar ef maður vissi ekki betur :)